Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 23
Leið Íslendinga hefur um langtárabil legið til Costa del Sol. Og í ár má búast við að enn fjölgi þeim sem þangað halda í sumarfrí. Einn af stóru kostum Sólarstrand- arinnar með stóru essi er hversu vel hún er í sveit sett ef ferðalang- ar hyggjast skoða sig eitthvað um milli sólbaðanna. Frá Torremolin- os, þar sem flestir dvelja, er á ein- um degi hægt að fara á ótalmarga staði sem gaman er að skoða. Má þar nefna borgirnar Sevilla, Granada og Cordoba, auk Malaga, staði eins og Gíbraltar, endalaus fjallaþorp og svo auðvitað Marokkó en þangað er stutt sigl- ing. Önnur leið er að fara í dagsferð- ir. Önnur er að hvílast á ströndinni í eina eða tvær vikur, leigja sér svo bíl og leggja svo land undir fót. Þeir ferðalangar sem gera hóflegar kröfur til gistingar geta rólegir lát- ið hverjum degi nægja sína þján- ingu í slíku ferðalagi og farið bara að huga að því síðdegis að finna gistingu, til dæmis ef komið er í þorp sem hugnast sérstaklega vel. Þannig er þetta ekki dýr ferðamáti, ætti ekki að þurfa að fara yfir 100 evrur nóttin fyrir fjögurra manna fjölskyldu, nema kannski í Sevilla. Júlí og ágúst eru mjög heitir mánuðir í Andalúsíu og varla hægt að mæla með bílferðalögum á þeim tíma, sérstaklega ekki með börn. Apríl, maí og júní eru hins vegar góðir mánuðir og sömuleiðis haust- mánuðirnir. Á svona ferðalagi er góð ferða- handbók nauðsynlegur félagi. Ástæða er til að benda á og mæla með Bókinni um Andalúsíu eftir Dag Gunnarsson, sem Mál og menning gaf út árið 2002. ■ 23FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004 Gunnar og Þórir skrifa ferðapistla úr 120 daga heimsreisu sinni: Jakkaföt fyrir lítið í Víetnam Erum komnir til Víetnam eftirskrautlega ferð frá Laos. Við ókum í gegnum fallega hrísgrjóna- akra sem teygðu sig til allra átta svo langt sem augað eygði. Fjöll og djúpir dalir skildu að litla bæi sem voru við veginn eins og þeim hefði verið sleppt úr flugvél. Það var ekki að sjá að það væri nein sér- stök regla á þeim. Á veitingastað sem við vorum á í fyrrakvöld kom óvæntur gestur og leit við hjá okkur. Ferfætt kvikindi sem flestum væri nú illa við að hafa vappandi um, á eða við veitingastað. Það var eitt stykki rotta sem spígsporaði þarna um. Þegar við bentum veitingahúsa- eigendunum kurteislega á að það væri rotta þarna á vappi, þá hlógu þeir bara og sögðust borða rottur með hrísgrjónum í Víetnam. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það að við vorum fljótir að koma okkur burt af staðnum, guð einn veit hvernig eldhúsið hefur litið út. Núna erum við komnir í lítinn bæ sem heitir Hoi An. Þar er mik- ill og blómlegur klæðskeraiðnað- ur, sennilega sá ódýrasti í Asíu. Gunnar dreif sig til klæðskera hérna og labbaði út með klæð- skerasaumuð jakkaföt úr kasmír- ull og skyrtu. Þetta þurfti hann bara að borga litlar 2.500 krónur fyrir! Það er varla fyrir efninu í jakkafötin. Ætlunin er að fara til Nha Trang á morgun og skoða Po Nagar Cham-turnana sem voru byggðir á 7.-12. öld, ásamt fleiru. Þaðan förum við til Ho Chi Minh- borgar (Saigon) og síðan yfir landamærin til Kambódíu. Með kveðju frá Víetnam, Þórir og Gunnar! ■ GUNNAR OG ÞÓRIR Komnir til Víetnam eftir ferðalag frá Laos. ■ Heimsferð DÓMKIRKJAN Í SEVILLA Dómkirkjan og svæðið í kringum hana er kjarninn í Sevilla. Þar er gaman að ganga um þröngar götur og anda að sér mannlíf- inu. Andalúsía: Meira en hvítar strendur ALHAMBRA Heimsókn í Alhambra-höllina og Gener- alife-garðana þar í kring er ógleymanleg. Útsýnið yfir Granada þaðan er magnað. LA MEZQUITA Moskan er tvímælalaust merkasti staður- inn í Cordoba. Hún hefur verið guðshús kristinna og múslima bæði samtímis og til skiptis í margar aldir. Hvalfjarðarganga: Laxárvogur- Hvítanes Fjórði áfangi HvalfjarðargönguÚtivistar hefst í Laxárvogi í Kjós og verður gengið með strönd- inni um Hvammsvík að Hvítanesi í Hvalfirði. Vegalengdin er fjórtán til fimmtán kílómetrar. Í Hvammsvík var birgðastöð fyrir skotfæri og djúpsprengjur. Einnig var þar félagsmiðstöð fyrir hermenn bandaríska flotans og í Hvammsey var önnur fyrir áhafnir kaupskipanna. Í Hvítanesi var flota- stöð Breta. Þar voru birgðageymsl- ur og verkstæði en einnig íbúða- skálar, sjúkrahús, verslun og veit- ingastaður. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.30 á sunnudaginn. ■ Cruise Iceland stofnað: Aldrei fleiri skemmtiskip Rúmlega 70 mættu á fyrsta fundsamtakanna Cruise Iceland sem haldinn var í síðustu viku. Fram kom að næsta sumar verður það stærsta hingað til í komum skemmtiskipa. Til Reykjavikur koma 68 skip samanborið við 58 í fyrra og Akureyringar eiga von á 53 skipum í samanburði við 43 í fyrra. Einnig var fjallað um öryggis- mál í höfnum en ný lög þar að lút- andi taka gildi þann 1. júlí í ár og munu breyta ýmsu við móttöku skipanna, meðal annars aðgengi al- mennings að hafnarsvæðum. Samtökin munu leggja áherslu á að markaðssetja Ísland sem áhuga- verðan áfangastað skemmtiskipa í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Hugað verður að möguleikum á að fá fleiri skip til þess að skipta um farþega á Íslandi og einnig verða skoðaðir möguleikar þess efnis að fá skip til þess að sigla hringferðir í kringum Ísland sum- arlangt. ■ SKEMMTISKIP Í sumar eru væntanleg 68 skemmtiskip til Reykjavíkur. FRÁ RONDA Bærinn Ronda stendur á tveimur klettum og á milli þeirra er þessi magnaða brú.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.