Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 30
26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Spurs tók á móti Houston Rockets í NBA: Duncan stigahæstur KÖRFUBOLTI Tim Duncan skoraði 27 stig og tók 13 fráköst fyrir San Antonio Spurs sem vann Houston Rockets 86-77 í NBA-deildinni í fyrrakvöld. Manu Ginobili skor- aði 21 stig til viðbótar fyrir Spurs í leiknum. Rockets hefur ekki unnið Spurs á útivelli í sjö ár og engin breyting varð á því núna. Kín- verjinn Yao Ming, sem skoraði 41 stig fyrir Rockets á dögunum, setti 20 niður gegn Spurs. „Þeir spila mjög góða vörn,“ sagði Ming eftir leikinn. „Við komum boltan- um ekki inn í teiginn í síðari hálf- leik og gátum lítið gert.“ Spurs, sem eru núverandi NBA-meistarar, eru í öðru sæti miðvesturriðils á eftir Minnesota með 38 sigurleiki og 19 töp. Rockets er aftur á móti í fimmta sæti sama riðils með 32 sigra og 24 töp. ■ Stærri keppni en áður Keppni í Formúlunni hefst um aðra helgi. Keppt verður í Barein og í Kína í fyrsta sinn. FORMÚLA 1 Keppnistímabilið í For- múlunni hefst á Albert Park brautinn í Melbourne um aðra helgi. Keppnin í ár verður um- fangsmeiri en áður. Keppt verður á átján brautum og eru tvær þeir- ra nýjar, í Kína og Barein, auk þess sem keppt verður í Belgíu að nýju. Hins vegar verður ekki keppt á A1-Ring í Austurríki en þar Formúlan verið háð árlega frá 1997. Keppnin í Ástralíu hefur verið upphafsmót Formúlunnar frá 1996. Önnur keppnin í ár verður í Malasíu en þar á eftir verður komið að fyrsta mótinu í Barein. Fyrsta keppnin í Evrópu verður San Marínó kappaksturinn í Imola en keppnirnar í Bandaríkjunum og Kanada verða með viku milli- bili um miðjan júní. Keppnin í Indianapolis í Bandaríkjunum fór fram í september í fyrra. Í lok ágúst verður keppt í Belg- íu en síðasta keppnin í Evrópu fer fram í Monza á Ítalíu 12. septem- ber. Í lok september verður keppt í Kína í fyrsta sinn en keppnis- tímabilinu lýkur í Sao Paolo í Braslíu 24. október. Keppnin í Ástralíu fer fram 7. mars. Hún hefst klukkan fjórtán að staðartíma, eða sex að morgni að íslenskum tíma. Áætlað er að keppnin standi yfir í eina klukku- stund og 40 mínútur. Gerðar voru lítilsháttar breyt- ingar á brautinni fyrir þetta keppnistímabil en breytingarnar gætu samt haft umtalsverð áhrif. Brautin inn á viðgerðarsvæðið er styttri og beinni en fyrr. Auk þess hefur FIA hækkað hámarkshrað- ann á svæðinu úr 80 kílómetrum í 100. Þetta ætti að leiða til þess að hvert stopp verði þremur til fimm sekúndum styttra en hingað til og það gæti breytt keppnisáætlun liðanna. Árið 2003 kusu flestir að taka aðeins tvö viðgerðarhlé en vegna breytinganna gætu þrjú viðgerðarhlé verið betri kostur. Lokaæfingin fyrir keppnina í ár fór fram á Imola-brautinni á þriðjudag í rigningu og snjókomu. Þar voru bílar helstu liðanna sam- an í keppni í fyrsta sinn en Ferr- ari liðið hefur verið sakað um feluleik í aðdraganda keppninnar. Michael Schumacher hefur harð- neitað þessum ásökunum og sagt að það sé miklu skynsamlegra að reyna nýja bílinn á heimavelli en að fara til Spánar eins og önnur lið hafi gert. Michael Schumacher varð í öðru sæti á Imola-brautinni en Ralf bróðir hans sigraði. Tíminn sem Ralf fékk var ekkert sérstak- ur, enda aðstæður ekki góðar, en allir sigrar á Michael skipta Ralf miklu máli. Rubens Barrichello varð þriðji og David Coulthard fjórði. ■ Áttu vini í Færeyjum? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 96 63 04 /2 00 4 Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald. Takmarkað sætaframboð Sími: 570 3030 Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu). Einstakt tilboð á flugi, aðeins 7.500 kr. UNDIR KÖRFUNNI Yao Ming, í miðjunni, í harðri baráttu undir körfunni við Tim Duncan, Hedo Turkoglu og Rasho Nesterovic, leikmenn San Anton- io Spurs. RALF SCHUMACHER Hafði betur gegn Michael bróður sín- um á Imola-brautinni á þriðjudag. MÓTIN ÁRIÐ 2004 7. mars Melbourne Ástralía 21. mars Kuala Lumpur Malasía 4. apríl Barein Barein 25. apríl Imola San Marínó 9. maí Barcelona Spánn 23. maí Mónakó Mónakó 30. maí Nurburgring Þýskaland 13. júní Montreal Kanada 20. júní Indianapolis Bandaríkin 4. júlí Magny-Cours Frakkland 11. júlí Silverstone Bretland 25. júlí Hockenheim Þýskaland 15. ágúst Budapest Ungverjaland 29. ágúst Spa-Francorchamps Belgía 12. sept. Monza Ítalía 26. sept. Shanghai Kína 10. okt. Suzuka Japan 24. okt. Sao Paulo Brasilía

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.