Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 32
26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Jón Arnar meðal keppenda í Búdapest: Mætir með bros á vör á HM FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi segist alveg eins hafa átt von á því að verða boðið á heimsmeistaramótið í Búdapest, en hann hafði ekki náð lágmarkinu sem þurfti til að tryggja þátttökuréttinn. Jón er í sjötta sæti heimslistans í sjöþraut á árinu með 5.916 stig en átta keppendum er boðið til þátt- töku á HM. „Þetta er eitt skiptið enn,“ sagði Jón Arnar í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður hvort þetta væri síðasta heimsmeistara- mótið sitt sagðist hann frekar eiga von á því. „En maður á aldrei að segja aldrei,“ bætti hann við. Jón, sem er í góðu formi um þessar mundir, mun fínpússa tæknina í öll- um greinunum sjö fram að móti og segist ekki leggja áherslu á neina einstaka grein í þeim efnum. Jón segist ekki gera sér grein fyrir möguleikum sínum á mótinu. „Ef maður hittir á góðan dag verð- ur maður í efstu þremur sætunum og ef maður hittir á slæman dag er maður við botninn.“ Markmið hans eru engu að síður skýr: „Bara að mæta með bros á vör og viljann að vopni. Nú er maður alveg hrikalega jákvæður.“ Ísland mun eiga að minnsta kosti tvo fulltrúa á HM að þessu sinni, því Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari hafði áður tryggt sér þátttökurétt. Þórey er í 10.-13. sæti heimslistans með 4,50 metra. Þórey keppir næsta laugardag á sterku alþjóðlegu móti í Levin í Frakklandi. Þar verða á meðal keppenda þær Svetlana Feofanova heimsmethafi og Jelena Isinbajeva, fyrrverandi heimsmethafi. ■ Houllier vill ljúka leiktíðinni með reisn Fyrri leikirnir í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða verða leiknir í kvöld. Liverpool, sem hefur legið undir mikilli gagnrýni, tekur á móti búlgarska liðinu Levski Sofia á Anfield Road. FÓTBOLTI Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, er sann- færður um að leikmenn sínir láti allar gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og einbeiti sér að því að ljúka leiktíðinni með reisn. Markmið hans eru skýr. Hann vill komast í Meistaradeild Evrópu að ári og ná árangri í Evrópukeppni félagsliða. Liverpool var slegið út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi gegn Portsmouth og margir hafa viljað reka Houllier í framhaldinu. „Ég veit hvað er sagt um okkur utan vallarins en við megum ekki láta það hafa áhrif á okkur inni á vellinum,“ sagði Houllier. „Það eru tvær tegundir af áhangendum. Ein þeirra gerir sér grein fyrir hverju við höfum áorkað undanfarin fjög- ur ár. Við höfum snúið félaginu til betri vegar, bætt aðstöðuna, unnið sex titla og komist tvisvar í Meist- aradeildina. Úrslitin hafa ekki ver- ið okkur í hag undanfarið en frammistaða liðsins hefur ekki verið það slæm. Við eigum svo sannarlega skilið meira en við höf- um fengið,“ sagði hann og bætti við: „Núna verðum við að standa saman. Við eigum 13 bikarúrslita- leiki eftir í deildinni ásamt Evr- ópukeppni félagsliða. Við munum ná okkar markmiðum.“ Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er heldur ekki af baki dottinn þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og ætlar sér góða hluti í Evrópukeppninni. „Við vilj- um vinna allar þær keppnir sem við tökum þátt í. Þetta er sú eina sem er eftir og um leið sú eina þar sem við getum unnið til verð- launa. Ég er viss um að allir strák- arnir fari út á völlinn staðráðnir í að vinna,“ sagði Carragher. Fleiri athyglisverðir leikir verða háðir í Evrópukeppninni í kvöld. Meðal annars tekur danska liðið Bröndby á móti Barcelona og Rosenborg sækir Benfica heim. Að auki tekur norska liðið Våler- enga á móti Newcastle á Ullevaal- leikvanginum í Osló. Newcastle verður án þeirra Lee Bowyer og Jonathan Woodgate, sem eru meiddir. Leikmenn Newcastle ótt- uðust um hríð að leikurinn færi fram á gervigrasi Vålerenga vegna mikils kulda í Osló en svo verður ekki. ■ - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 8.000 kr. Bókaðu fyrir 15. mars ogtryggðu þér 8.000 kr. afsláttí valdar brottfarir. afsláttur ef þú bókar strax. Beint vik ulegt leiguflug Þúsundir Íslendinga hafa heimsótt þennan heillandi áfangastað til að njóta sólar og alls hins besta er finna má á eftirsóknarverðum sumarleyfisstöðum suður Evrópu. Gylltar vogskornar strendur Algarve eiga fáa sína líka hvað snertir náttúrufegurð og eru samanlagt 270 km að lengd. Ánægðir farþegar Terra Nova skipta þúsundum. Vinsælasti áfangastaður Terra Nova Frá kr. 43.890 M.v. 2 í studio á Cantinho do Mar, 26. maí - vikuferð með 8.000 kr. afslætti. Frá kr. 36.195 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára á Cantinho do Mar, 26. maí - vikuferð með 8.000 kr. afslætti. Portúgal Algarve 32 Dustaðu rykið af draumum þinum! Bækur sem skipta máli * Vilt þú losna við þætti sem draga úr gleði þinni? * Vilt þú samræma viðhorf þín og markmið? * Vilt þú öðlast aukna vissu um getu þína til að skapa líf þitt? * Vilt þú upplifa hærra, vitrara og friðsamara sjálf? * Vilt þú rísa upp yfir hörmungar heimsins og sjá þær í réttu ljósi? * Vilt þú upplifa það stig meðvitundar sem kallað er uppljómun? * Þá er Avatar fyrir þig. Andakt bókaútgáfa www.avatar.is sími 897 7258 ■ ■ LEIKIR  19.15 Haukar og Þór Þorl. leika á Ásvöllum í Intersport-deildinni í körfu.  19.15 KFÍ keppir við Breiðablik á Ísafirði í Intersport-deildinni.  19.15 KR mætir Keflavík í DHL- Höllinni í Intersport-deildinni.  19.15 Tindastóll og ÍR keppa á Sauðárkróki í Intersport-deildinni .  19.15 Snæfell leikur við Njarðvík í Stykkishólmi í Intersport-deildinni . ■ ■ SJÓNVARP  19.50 UEFA-bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá fyrri leik Liverpool og Levski í 3. umferð UEFA-bikarkeppninnar. JÓN ARNAR MAGNÚSSON Varð fjórði á sjöþrautarmóti í Tallinn á dögun- um. Hann von- ast til að bæta þann árangur á HM um aðra helgi. LEIKIR Í KVÖLD Vålerenga-Newcastle Groclin-Bordeaux Marseille-Dnipro Spartak Moskva-Mallorca Gaizantepspor-Roma Parma-Genclerbirlici Perugia-PSV Eindhoven Celtic-Teplice Auxerre-Panathinaikos Liverpool-Levski Galatasary-Villarreal Club Brugge-Debrecen Bröndby-Barcelona Sochaux-Inter Benfica-Rosenborg Valencia-Besiktas SHEARER Alan Shearer, markaskóngur Newcastle, verður í eldlínunni gegn Vålerenga í kvöld. HOULLIER OG OWEN Houllier lætur allar gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og stefnir á að ljúka leik- tíðinni með reisn. hvað?hvar?hvenær? 26. FEBRÚAR Fimmtudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.