Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 37
37FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004 Leikarinn Alec Baldwin segistvonast til þess að forræðis- deila hans við fyrrum eiginkonu sína Kim Basinger verði stutt. Hann segist lifa mjög hamingju- sömu lífi þessa dagana og að deilan um dóttur þeirra sé það eina sem sé vandamál. Eins og staðan er í dag hefur Basinger forræðið á vikudögum en Baldwin á heim- sóknarrétt sem hann segir Basinger ekki hafa virt. Justin Timberlakehætti á dögun- um við að vera kynnir á væntan- legri afmælis- hátíð Motown- plötuútgáfunnar. Þar átti hann að sjá um að kynna tónlistarmennina á svið við hlið Lionel Ritchie. Timb- erlake gaf þá skýringu að hann væri svo upptekinn við að leika í kvikmynd að hann mætti ekkert vera að þessu. Fyrirhuguð þátt- taka hans á hátíðinni hafði mætt töluverði gagnrýni eftir brjóstaat- riðið með Janet Jackson, auk þess sem hann hefur aldrei verið á mála hjá Motown-útgáfunni. Fréttiraf fólki 1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og starfsemi á liðnu starfsári. 2 Endurskoðaður reikningur lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins. 5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a. breyting á 12. gr. samþykkta um fækkun stjórnarmanna úr níu í sjö og breytingu á 15. gr. því til samræmis; b. breyting á 4 gr. um lánveitingar til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga. 6. Kosin stjórn félagsins. 7. Kosnir endurskoðendur. 8. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. lögum um hlutafélög. 9. Önnur mál, löglega fram borin. Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 11. mars 2004 í aðalþingsal Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl.14:00. Stjórn Flugleiða hf. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 63 7 0 2/ 20 04 Dagskrá fundarins: Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þessi gögn á vefsíðu félagsins www.icelandair.is eða á aðalskrifstofu Flugleiða hf. frá sama tíma. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 12:00 á fundarstað í Nordica Hotel. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bil lund 19.995 kr. Flugsæti Flogið með Loftleidir Icelandic alla miðvikudaga frá 2. júní til. 1. september. Ver› frá Allir krakkar vilja koma í ,,Keramik fyrir alla“ í fríinu sínu og mála fallega hluti. Laugavegi 48b, sími 552 2882, meira á www.keramik.is eða í netpósti: keramik@keramik.is SKRÝTNA FRÉTTIN Breti sem búsettur er í Króatíu var lagður inn á spítala eftir að hundur hans hafði pissað á rafmagnsgirðingu sem nágranni þeirra hafði reist sem þjófavörn. Malcolm Jones hafði verið á göngu með hund sinn Medo þegar hundurinn þurfti að pissa. Hann gekk upp að næsta girðingarstaur og lét vaða. Ekki vildi betur til en svo að girðingin var nýleg raf- magnsgirðing nágrannans og var sá ekkert að spara strauminn. Hundur- inn fékk straum og missti meðvit- und. Malcolm brá mikið í brún og hljóp að hundi sínum. Þegar hann snerti Medo fékk hann það öflugan straum frá hundinum að hann kastaðist í jörðina. Malcolm sagði eftir á að hann hefði verið viss um að hann væri að fá hjartaáfall. „Ég endaði á spítala og raflostið gekk nánast frá mér,“ sagði Mal- colm í dag- blaðsviðta l i . „Þetta var það kröftugt stuð að ég titra við að hugsa um það.“ Lögreglan íhugar nú að kæra nágrann- ann fyrir að hafa of háan straum á þjófa- vörn sinni. Maðurinn hafði þó ástæðu til þess að setja upp girðing- una því mikið hefur verið um inn- brot á svæðinu. Hinn 57 ára gamli Jones slapp með skrekkinn og segist þakklátur fyrir að hafa lifað af. Medo var ekki eins heppinn því hann lamaðist al- gjörlega á einum fæti. Skaðinn er talinn varanlegur. ■ MALCOLM OG MEDO Þeir eru ekki í miklu stuði núna, félagarnir Malcolm og Medo. Lítill hundur fær raflost, eigandinn líka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.