Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 38
Hrósið 38 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Það blés ekki byrlega fyrir EiríkiBrynjólfssyni, fjárhaldsmanni Hins íslenska glæpafélags, þegar hann hugðist stofna bankareikning í nafni félagsins hjá Landsbankan- um á Laugavegi. Rétt er að geta þess að Hið íslenska glæpafélag er meinlaust félag rithöfunda og áhugamanna um glæpasögur sem hefur að markmiði að stuðla að við- gangi glæpasagna á Íslandi og kynna íslenskar glæpasögur í öðr- um löndum. „Við ákváðum að stofna þennan bankareikning í tilefni af undirbún- ingi fyrir ársþing Skandinaviska kriminalsällskapet, SKS, sem haldið verður hér á landi í maí næstkom- andi. Eftir að hafa borið upp erindið og sagt hvaða nafn ætti að vera á reikningnum tók ég eftir að af- greiðslufólkið varð dálítið skrýtið í framan, en mér datt ekki í hug að svara neinu sem ég var ekki spurð- ur að. Reikningurinn var stofnaður og ég hélt heim á leið. Síðar um dag- inn hringir síminn og konurödd seg- ir mér að viðskipti við Hið íslenska glæpafélag séu afþökkuð.“ Eiríkur segist hafa rætt við deildarstjórann og útskýrt fyrir honum hvers lags væri. „Meira hef ég ekki heyrt nema að ég geri fast- lega ráð fyrir að reikningurinn sé í gangi. Ég verð að viðurkenna að ég hafði lúmskt gaman af þessari upp- ákomu.“ ■ Fjármál ... fær Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, fyrir að ætla ekki að láta ríkið taka Bláfjöll af sveitarfélögunum þegjandi og hljóðalaust. Glæpafélagið fékk ekki að stofna bankareikning í dag Allir ráðherrar nema Halldór í lausu lofti Arnold ætlar að verða forseti Litháinn Í faðmi súlu- dansmeyja H eimildarmyndir um gerð kvikmynda eru algengar og við vildum ekki vera eftirbátar annarra,“ segir Gunnar Hansson leikari, sem í samstarfi við Bene- dikt Erlingsson gerði heimildar- mynd um gerð myndarinnar And Björk of course... sem kvikmynd- uð hefur verið fyrir Ríkissjón- varpið. „Við Benni fengum þessa snilld- arhugmynd að vera með vídeóvél á tökustað. Við tókum upp fullt af efni og sömdum um að gera þessa 25 mínútna heimildarmynd. Við ræddum við leikstjórann Lárus Ými, Þorvald Þorsteinsson, höfund leikritsins, leikarana og aðra sem hlut áttu að máli.“ Leikritið And Björk of course... var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2000 og hlaut það afburða- dóma. Sami leikhópur tekur þátt í myndinni fyrir utan Halldóru Geirharðsdóttur sem baðst undan verkefninu. Í hennar stað var fengin leikkonan Katla Þorgeirs- dóttir. Myndatökur fóru fram á heitum sumardögum í Skálafelli árið 2002. „Lárus Ýmir sá leikritið á sín- um tíma og vildi endilega gera þessa sjónvarpskvikmynd. Ákveðið var að mynda ekki sviðs- leikritið heldur laga það að nýjum miðli.“ Gunnar segir senur sem klipptar voru í burtu í leikritinu aftur komnar inn við gerð sjón- varpsmyndarinnar ásamt fleiri breytingum. „Í myndinni leikum við fólk sem er að fara á námskeið vit- andi að það verður kvikmyndað allan tímann. Hugmyndin er svipuð og um raunveruleika- sjónvarp sé að ræða. Eins og í Survivor eru sýnd myndbönd af fólki sem útskýrir af hverju það á heima á námskeiðinu. Þá eru sýnd myndbönd af einstakling- um sem ekki voru valdir. Þess má geta að Lárus Ýmir og Bene- dikt Erlingsson, sem er aðstoð- arleikstjóri kvikmyndarinnar, gerðu sér lítið fyrir og brugðu sér í hlutverk tveggja þessara einstaklinga.“ Heimildarmyndin verður fyrst sýnd í Sjónvarpinu 23. mars og aftur 28. mars, sama dag og sjón- varpsmyndin er frumsýnd. ■ Heimildarmynd um And Björk of course... Þeir aðilar sem stóðu að Foodand Fun höfðu boðið allmörg- um gestum til lokahófs hátíðar- innar á Nordica Hotel síðastliðið laugardagskvöld, en alls voru þar rúmlega 400 manns. Þar mátti meðal annars sjá bankastjóra allra bankanna og mektarmenn bæði Flugleiða og Atlanta. Því má segja að samkeppni hafi vikið fyrir matarástinni þetta kvöldið. Þetta hefði að vísu getað orðið nokkuð vandræðalegt fyrir Magnús Stephensen, sem átti hugmyndina að matarhátíðinni þegar hann var hjá Flugleiðum og mætti á lokahófið sem fulltrúi þeirra. En eins og nýlega kom fram í fréttum hefur hann skipt um starfsvettvang og er nú kom- inn til starfa hjá Atlanta. Nokkur titringur barst um sal-inn þegar uppgötvaðist að rúmlega 400 manns, hversu hátt eða lágt settir sem þeir voru, áttu að standa í biðröð til að komast að hlaðborðunum. Sumir nenntu greinilega ekki að standa of lengi í röð og byrjuðu því á eftirrétta- borðinu þegar aðsóknin að því var sem minnst. Enn fleiri villt- ust í biðröðunum og enduðu í heitum fiskréttum þegar hugur- inn var farinn að leita til osta. En að mestu gekk þetta vel og allir fóru vel mettir út. ARNALDUR INDRIÐASON Árlega veitir SKS verðlaunin Glerlykilinn fyrir bestu norrænu glæpasöguna, Vinningshafi síð- ustu tvö ár er Arnaldur Indriðason fyrir bækurnar Grafarþögn og Mýrin. Þess má geta að heiti verðlaunanna er dregið af sögu Dashiell Hammett, The Glass Key, sem kom út árið 1931. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON ■ Fjárhaldsmaður Hins íslenska glæpafé- lags fékk ekki að stofna bankareikning hjá Landsbankanum, þannig að glæpir virðast ekki borga sig á pappírnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjónvarp GUNNAR HANSSON ■ hefur gert heimildarmynd um gerð sjónvarpsmyndar sem byggð er á hinu vinsæla sviðsverki And Björk of course... sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Verkið minnir um margt á raunveruleikasjón- varp og því var ekki svo galið að hafa tökuvél alltaf við hendina. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Leoníd Kútsjma. Kröfur ríkisins í jarðir vegna þjóðlendna. Marokkó. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 vartappi, 6 ginning, 7 skamm- stöfun, 8 varðandi, 9 ránfugl, 10 nit, 12 svar, 14 grænmeti, 15 hreyfing, 16 drykkur, 17 gruni, 18 álag. Lóðrétt: 1 dugleg, 2 hás, 3 hita, 4 mont, 5 að utan, 9 smávegis, 11 andi, 13 iðjusöm, 14 ílát, 17 ofn. Lausn: Lárétt:1 öryggi, 6tál,7on,8um,9örn, 10 egg,12 nei,13 kál,15 ið,16 öl, 17 óri,18 raun. Lóðrétt: 1 ötul,2rám,3yl,4gorgeir, 5inn,9ögn,11 sála,13 iðin,14 kör, 17 ón. Fréttiraf fólki FRÁ TÖKUSTAÐ Á MYNDINNI AND BJÖRK OF COURSE... Margir sáu leikritið And Björk of course... sem sýnt var við mikla hrifningu í Borgarleikhúsinu árið 2000. Gunnar Hansson segir miklar breytingar hafa orðið á leikritinu til að laga það að nýjum miðli. „Í leikhúsi er ekki stokkið jafn hratt til og frá í tíma og rúmi. Leikrit verða oft meira absúrd. Kvikmyndin setur hlutina meira í samhengi.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.