Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Sterkasta aflið SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Frumsýning 29. feb. - Íslenska óperan Mér hefur oft fundist gleðinvera vanmetin auðlind, kannski einhver sú vanmetnasta sem við eigum. Gleðin bærist nefni- lega innra með okkur öllum þótt af ýmsum ástæðum gangi misjafnlega að virkja hana. Í brjóstum okkar allra finnst líka reiðin, tilfinning sem vissulega býr yfir miklu afli en hefur um leið tilhneigingu til að blinda okkur sýn. ÞAÐ er að mínu mati eitt grund- vallarverkefni foreldra að viðhalda og styrkja gleðina í brjóstum barna sinna. Ung börn eru yfirleitt glöð, svo framarlega sem þau eru hvorki svöng né þreytt. Mörg hver eru meira að segja mjög glöð, síhlæj- andi og skríkjandi við minnsta til- efni. Þetta er dýrmætur eiginleiki, eiginleiki sem því miður eldist of hratt af fólki. FRAMLAG okkar foreldranna til þess að elda gleðina af börnunum okkar er oft drjúgt, allt of drjúgt. Við hlustum kannski ekki þegar þau reyna að tjá sig um að þeim líði ekki nógu vel. Við gerum kröfur til þeirra sem þau geta ekki staðið undir vegna aldurs, þroska eða ann- ars. Við íþyngjum þeim með okkar eigin áhyggjum og vanlíðan í stað þess einmitt að nýta alla þá já- kvæðu orku sem við gætum fengið frá börnunum. Og gerum kröfur til þess að þau séu eins og við höfðum hugsað okkur í stað þess að hlusta á hvað þau hafa hugsað sér. Við gleymum því að góð líðan í æsku er grundvöllur sterkrar sjálfsmyndar allt lífið. NÚ er ég ekki að halda því fram að lífið eigi allt að vera tómt grín. Líf- ið er ekki þannig. Hins vegar er orkan sem lífsgleðin gefur okkur eitthvað það dýrmætasta sem við eigum þegar kemur að samskiptum við aðra og þegar við tökumst á við lífið og litróf þess, tökumst á við sorg, reiði og aðrar þær þrautir sem lífið leggur fyrir okkur. Það að viðhalda gleðinni og virkja hana merkir ekki heldur að maður eigi að fljóta í gegnum lífið sinnulaus og með bros á vör, heldur þvert á móti að nýta orkuna sem fæst með gleð- inni til jákvæðra samskipta og framþróunar. ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.