Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 2
2 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR „Nei. Stefni að því að gera mitt besta í hverjum leik - vona að það skili að minnsta kosti tuttugu mörkum.“ Nína Ósk Kristinsdóttir, framherji hjá Val, hefur skorað tólf mörk í fyrstu þremur leikjum Reykja- víkurmótsins í knattspyrnu. Spurningdagsins Nína Ósk, stefnirðu á fimmtíu mörk í sumar? ■ Mið-Austurlönd HEILBRIGÐISMÁL Tvö börn á leik- skólanum Álfasteini í Hafnarfirði sýktust af heilahimnubólgubakt- eríu af b-stofni í vikunni. Inga Líndal leikskólastjóri segir að vegna þessa hafi verið mælst til þess að þeir foreldrar sem gætu hefðu börnin sín heima. Börnun- um tveimur sem sýktust heilsast ágætlega. „Sýkingar af völdum b-bakterí- unnar koma alltaf upp á hverju ári en þessi stofn hefur verið á und- anhaldi undanfarin ár,“ segir Haraldur Briem sóttvarna- læknir. Hann segir vandamálið vera að ekki sé til bólu- efni gegn bakterí- unni. Erfitt er að búa til bóluefni gegn sjúkdómnum og hefur það með mótefnavaka bakteríunnar að gera. Haraldur segir dánartíðni af völdum sjúkdómsins um tíu prósent. Þá eru einnig um tíu prósenta líkur á að hljóta var- anlegan skaða eins og heyrnar- leysi eða húðskemmdir. Haraldur segir að ekki hafi verið talin þörf á að loka leikskól- anum tímabundið. „Við teljum að þær ráðstafanir að láta börnin fá fyrirbyggjandi sýklameðferð komi í veg fyrir að loka þurfi leik- skólanum.“ Heilsugæslustöð í Hafnarfirði sá í gær um að gefa börnunum á leikskólanum, starfsfólkinu og að- standendum þeirra barna sem veiktust sýklalyf. Haraldur segir að venjulega sé að koma upp eitt og eitt tilfelli hér og þar um landið af þessari bakter- íu. Þá beinast ráðstafanir aðeins að þeim sem búa með þeim sem sýk- ist. Ansi mikla nálægð við smitað- an einstakling í einhvern tíma þarf til að vera í hættu á að smitast, og því sé bakterían langt frá því að vera bráðsmitandi. Hann segir að það sem gerst hafi núna og í álver- inu fyrir stuttu sé að tvö tilfelli á sama stað hafi nánast komið upp samtímis. Þá er hætta á að eitthvað sé að gerast innan hópsins og því er gripið til víðtækari ráðstafana en ella. hrs@frettabladid.is DeCode gerir samning við Merck: Hlutabréf hækkuðu um 24,5% VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagrein- ingar, snarhækkaði á bandaríska Nasdaq-markaðinum í gær og fór hæst í 13,8 dali á hlut en endaði í 13,2. Það er 24,5 prósent hækkun. Þá var magn viðskipta hið mesta frá því 18. júlí 2000 þegar félagið var skráð á markað. Við- skipti voru með ríflega tíu milljón hluti í félaginu. Hækkunina má rekja til til- kynningar um umfangsmikinn samstarfssamning Íslenskrar erfðagreiningar við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Merck & Co. Í fréttatilkynningu frá ÍE kemur fram að samningurinn gildi í sjö ár og mun félagið stunda klínískar lyfjaprófanir á lyfjum frá Merck á grundvelli erfðafræðirannsókna Íslenskrar erfðagreiningar. Þá felst í samningnum að Merck kaupi tíu milljón hluti í DeCode á genginu 14,5 og tryggi sér rétt til kaupa á fimmtíu millj- ón hlutum í viðbót á genginu 29 á næstu fimm árum. Á lísta tímaritsins Forbes yfir verðmætustu fyrirtæki heims árið 2003 var Merck í fimmtánda sæti. Verðmæti félagsins er yfir eitt hundrað milljarðar Banda- ríkjadala. Það samsvarar ríflega sjö þúsund milljörðum íslenskra króna. ■ HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að verið sé að leysa sérmál í kjara- viðræðunum og annað sem meðal annars snýr að vaktavinnukerfum. Kjaraviðræður hjá ríkissáttasemjara: Lokakaflinn fram undan KJARAVIÐRÆÐUR Samningamenn í kjaraviðræðum Starfsgreinasam- bandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins hafa fundað stíft hjá ríkissáttasemjara alla vik- una og áformað er að halda áfram í dag. Ágætt hljóð er í samninga- mönnum og eru þeir nokkuð bjart- sýnir á að lokakaflinn sé fram und- an, en erfitt er að segja til um hvenær samningar verða í höfn. Mestur tími hefur að undanförnu farið í vinnu við launatöflur, en ekki hefur enn verið rætt um lífeyris- málin og sjálfar launahækkanirnar. „Markmiðið er að búa til sam- ræmt launakerfi fyrir mismunandi starfssvið og færa launataxta þannig í meiri mæli að greiddu kaupi. Þannig er verið að leysa sér- mál og annað sem meðal annars snýr að vaktavinnukerfum,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. ■ Bruninn í Víðihvammi: Konan látin ANDLÁT Konan sem varð fyrir reykeitrun þegar eldur kom upp í húsi við Víðihvamm í Kópavogi fyrir viku er látin. Konan hét Árný Kolbeinsdóttir og var fædd árið 1930. Hún var ekkja og lætur eftir sig tvö upp- komin börn. ■ Tveggja ára fangelsi: Braut gegn stúlkum DÓMUR Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Suðurlands yfir tæplega sextugum manni fyrir kynferðis- brot gegn þremur stúlkum á aldr- inum sjö til þrettán ára. Í Héraðsdómi segir að brot mannsins hafi almennt verið til þess fallin að valda þeim er fyrir urðu margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Í einu tilvikinu var um ítrekuð brot að ræða gegn barnabarni mannsins en auk þess var hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn tveimur öðrum stúlkum, sjö og þrettán ára, á heimili sínu. ■ SKUTU MÓTMÆLENDUR Ísraelsk- ir hermenn skutu tvo mótmæl- endur til bana eftir að um þúsund mótmælendur grýttu farartæki verkamanna sem voru að reisa hluta veggsins sem á að skilja að Ísraela og Palestínumenn. Mót- mælin eru þau fyrstu þar sem verkamenn verða fyrir árásum og Palestínumennirnir tveir þeir fyrstu sem láta lífið við slík mót- mæli. ÞRÍR FÉLLU Tveir palestínskir vígamenn og einn ísraelskur hermaður létu lífið í skotbar- daga á landamærum Ísraels og Gazasvæðisins í gærmorgun. Al- Aqsa píslarvættirnir, sem tengj- ast Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, lýstu ábyrgð á árásinni á hendur sér. www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Beinharðir peningar fyrir punkta Fram til 29. febrúar geta Vörðufélagar innleyst Landsbanka - punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10 þúsund punktar 5 þúsund krónur. Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 HEILBRIGÐISMÁL „Það er ljóst, að leysist þessi deila ekki verður að grípa til aðgerða,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um yfirstandandi deilu Heilsu- gæslunnar og starfs- fólks heima- h j ú k r u n a r vegna nýs aksturssamn- ings. Heil- b r i g ð i s r á ð - herra kvaðst binda vonir við að deilan leyst- ist í yfirstand- andi samninga- viðræðum. Neyðarástand blasir við í heimahjúkrun- inni ef 40 starfs- menn láta af störfum um helg- ina vegna yfirstandandi kjara- deilu. Sáttafundur var boðaður í gær en honum aflýst þar sem rík- ið sagðist ekki hafa neitt nýtt fram að færa. Heilsugæslan hefur sent skjólstæðing- um heimahjúkrun- ar bréf þar sem segir að „því mið- ur“ verði að gera ráð fyrir, að ein- göngu verði „hægt að veita takmarkaða þjón- ustu þar til úr rætist“ vegna óvissu í starfsmannamálum eftir 1. mars næstkomandi. Ljóst sé að þjónustan muni tímabundið dragast mjög mikið saman. Ingibjörg Bjart- mars, hverfisstjóri heimahjúkrunar, sagði að forsvars- menn miðstöðvar h e i m a h j ú k r u n a r myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um hvort kvartanir hefðu borist frá skjólstæðingum um of skamman umönnunartíma starfsfólks í heimahjúkrun, eins og rætt hefur verið um. Vísaði hún á Þórunni Ólafsdóttur, hjúkrunarforstjóra Heilsugæslunnar, um allar upp- lýsingar varðandi heimahjúkrun- ina. ■ Bandaríkjaher: Saddam við góða heilsu BAGDAD, AP Saddam Hussein, fyrr- um Íraksforseti, er við góða heilsu að sögn Ricardo Sanchez, yfir- manns hersveita Bandaríkjamanna í Írak. Hann veitti þó ekki frekari upplýsingar um einræðisherrann fyrrverandi eða varðhald hans. Yfirlýsinguna gaf hann nokkrum dögum eftir að sendinefnd á vegum Alþjóða rauða krossins fékk að heimsækja Saddam í fangelsið. Sendinefndin veitti engar upplýs- ingar um Saddam eftir þá heim- sókn, frekar en venja er til við slík- ar heimsóknir þar sem augum er beint að þeim sem hafa fangann í haldi. ■ JÓN KRIST- JÁNSSON Bindur vonir við að deilan leysist án að- gerða. Sáttafundi aflýst og neyðarástand yfirvofandi í heimahjúkrun: Grípa verður til aðgerða STÓRSKERT ÞJÓNUSTA Heilsugæslan hefur varað skjólstæðinga heimahjúkrunar bréflega við mjög miklum samdrætti í þjónustu eftir 1. mars. n.k. Tvö börn mættu í leikskólann Mælst var til þess að foreldrar hefðu börn sín heima eftir að heila- himnubólgubaktería gerði vart við sig í leikskólanum Álfasteini. Dánartíðni þegar sýking leiðir til sjúkdóms er tíu prósent. FJÖLDI SÝKINGA AF B-BAKTERÍU Ár Fjöldi 1997 9 1998 7 1999 12 2000 6 2001 3 2002 1 2003 5 ■ Haraldur segir dánartíðni af völdum sjúkdómsins um tíu prósent. LEIKSKÓLINN ÁLFASTEINN Í HAFNARFIRÐI Öllum börnum á leikskólanum, starfsfólki og nánum aðstandendum tveggja barna sem veiktust var gefið sýklalyf í gær til að fyrirbyggja útbreiðslu heilahimnubólgubakteríunnar. FB -M YN D R Ó B ER T R EY N IS SO N KÁRI STEFÁNSSON FORSTJÓRI DECODE Íslensk erfðagreining hefur gert stóran samning við lyfjafyrirtækið Merck.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.