Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 14
14 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR FORSETI Á FARALDSFÆTI Rússnesku forsetakosningarnar fara fram 14. mars næst komandi. Í gær var Vladimír Pútín forseti staddur í borginni Khabarovsk sem liggur 6.100 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þar leit hann inn á æfingu í íshokkí og áritaði keppnistreyjur. Alan Greenspan hvetur til aðgerða gegn fjárlagahalla: Vill skera niður útgjöld til aldraðra WASHINGTON, AP Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lagði hart að þingmönnum í fyrra- dag að grípa til aðgerða til að sporna gegn fjárlagahalla í fram- tíðinni, þegar eftirstríðsára- kynslóðin fer á eftirlaun. Hann hvatti til þess að bætur til þessa fólks yrðu skornar niður frekar en að þær yrðu fjármagnaðar með hærri sköttum. Greenspan hefur áður lýst áhyggjum af því að sífellt stærri hluti Bandaríkjamanna komist á eftirlaun og eigi rétt á bótum og aðstoð úr ríkissjóði. „Þessi mikla breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar mun setja gríðarlega pressu á ríkisútgjöld, pressu sem við stöndum ekki undir nema gripið sé til aðgerða. Af mörgum ástæðum er best að grípa til þeirra aðgerða svo fljótt sem auð- ið er,“ sagði hann í gær. 77 millj- ónir Bandaríkjamanna sem fædd- ir eru eftir síðari heimsstyrjöld fara á eftirlaun á næstu árum. Áætlað er að fjárlagahalli rík- issjóðs Bandaríkjanna nemi and- virði nærri 36.000 milljarða króna í ár, sá mesti í sögunni. ■ Mikilvægt að stytta leiðina til Reykjavíkur Akureyringar kynntu Eyjafjarðarsvæðið sem fjárfestingarkost. Háskólinn og tryggð íbúa svæðisins eru meðal kosta Eyjafjarðar. Iðnaðarráðherra er sannfærð um að stóriðja muni rísa á svæðinu. ATVINNUUPPBYGGING „Ég er sann- færð um að stóriðja mun koma á Norðurlandi,“ sagði Valgerður S v e r r i s d ó t t i r iðnaðar og við- skiptaráðherra á k y n n i n g u Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarð- ar á atvinnu- og fjárfest ingar- tækifærum í Eyjafirði. Val- gerður sagði mikilvægt fyrir svæðið að íbúum fjölgaði og yrðu á bilinu 25 til 30 þúsund. S t r a n d h ö g g var yfirskrift kynningarinnar. Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, lýsti reynslu fyrirtækisins af rekstri á Akureyri. Hann sagði svæðið búa yfir miklum kostum. Rík hefð væri fyrir framleiðslu, skólar væru góð- ir og þjónustustig hátt. Að mati Þorsteins ríkir mikil tryggð hjá Akureyringum. Starfsmannavelta er lítil og auk þess eru heimamenn tryggir vörum sem framleiddar eru í bænum. „Ég get nefnt sem dæmi að markaðshlutfall bjór- framleiðslu Vífilfells í ÁTVR á Ak- ureyri er 70 próesent meðan hún er 45 prósent á landinu öllu.“ Flutningskostnaður var það sem var efst í huga Þorsteins þeg- ar kom að göllum svæðisins. Hann sagði mikilvægt að ráðast í nýjan veg sem myndi stytta leiðina til Reykjavíkur. Sigurður Sigurgeirsson, útibús- stjóri Landsbankans á Akureyri, fór einnig yfir kosti og galla svæðsins. Hann taldi mikil tæki- færi liggja í starfsemi Háskólans á Akureyri. „Þar má nefna líftækni, upplýsingatækni og sérhæfingu í sjávarútvegi og fiskeldi.“ Sigur- geir sagði að það væri umhugsun- arefni að á sama tíma og tólf pró- sent fiskveiðkvótans væru á Akur- eyri, þá væru 90 prósent starfa hjá því opinbera tengdu greininni í Reykjavík. Hann benti einnig á að samsetning atvinnulífsins á svæð- inu gerði það að verkum að styrk- ur krónunnar til lengri tíma gæti dregið kraft úr greinum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þá taldi hann óvissu um framtíð fisk- veiðstjórnunar einnig ógna svæð- inu. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, kynnti rannsóknarhús og frumkvöðlaset- ur. Hann sagði markmiðið að efla og styðja við nýsköpun á svæðinu. haflidi@frettabladid.is Hafnarfjörður um raforkuverð: Mótmæla hækkun RAFORKA Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar skorar á Alþingi að koma í veg fyrir stórfelldar hækkanir á raforkuverði og tek- ur þar með undir með orku- fyrirtækjum og öðrum sveitar- stjórnum á höfuðborgarsvæð- inu. Bæjarstjórnin telur ósáætt- anlegt með öllu að nýskipan orkumála leiði til stórfelldrar hækkunar raforkuverðs. Komið hefur fram að ríkisstjórnin tel- ur ekki að ný orkulög hafi í för með sér hækkun á raforku- verði. ■ BRAHIMI Í JAPAN Lakhdar Brahimi lýsti vantrú á að andstaða Íraka við bið eftir kosningum sé jafn mikil og þeir segja. Kosningar: Mótmæli Íraka ýkt TÓKÝÓ, AP Lakhdar Brahimi, yfir- maður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna sem kannaði möguleika á kosningum í Írak, segist hafa feng- ið á tilfinninguna að Írakar stefni að því að halda ásættanlegar kosn- ingar en ekki endilega bestu, frjáls- ustu og sanngjörnustu kosningar sem völ er á. Aðalmálið sé að meiri- hluti landsmanna sé sáttur við út- komuna. Brahimi segist jafnframt telja hörð mótmæli írakskra stjórnmála- og trúarleiðtoga gegn því að kosn- ingar fari ekki fram fyrr en eftir valdaframsal Bandaríkjamanna ýkt og að þau lýsi meiri andstöðu en sé í raun og veru til staðar. ■ LEIÐTOGI HRYÐJUVERKASAM- TAKA DÆMDUR Dómstólar í Indónesíu hafa dæmt meintan leiðtoga hryðju- verkasamtakanna Jemaah Islami- yah í þriggja á hálfs árs fangelsi fyrir að skjóta skjólshúsi yfir einn af höfuð- paurunum í sprengjutilræðinu á Balí í októ- ber 2002. Abu Rusdan segist ætla að áfrýja dómnum en hann held- ur því fram að lögreglan hafi beitt hann pyntingum til að knýja fram játningu. MIÐBÆR RAMALLAH Til átaka kom milli ísraelska hersins og palestínskra ungmenna í miðborg Ramallah í gær. Herinn réðst inn í banka: Lagt hald á reiðufé VESTURBAKKINN, AP Ísraelskar öryggissveitir ruddust inn í fjóra palestínska banka í borginni Ram- allah á Vesturbakkanum og lögðu hald á reiðufé. Að sögn hersins var um að ræða peninga sem sendir höfðu verið frá Íran, Sýr- landi og Líbanon til að fjármagna hryðjuverk. Tölvusérfræðingar úr bönkunum höfðu verið hand- teknir nóttina áður. Þeir voru látn- ir aðstoða hermenn við að fara yfir færslur á hundruðum reikn- inga en öðru starfsfólki var ýtt til hliðar. Tugir Palestínumanna köstuðu grjóti að ísraelsku hermönnunum þegar þeir lokuðu fyrir umferð almennings um miðbæ Ramallah. Sjö Palestínumen særðust, þar af þrír alvarlega, þegar herinn tók að skjóta á hópinn. ■ „HRYÐJUVERKAKENNARAR“ Landssamtök 2,7 milljóna kenn- ara í Bandaríkjunum krefjast þess að George W. Bush Banda- ríkjaforseti reki menntamálaráð- herra sinn, Rod Paige. Paige kall- aði samtökin hryðjuverkahreyf- ingu þegar hann kvartaði undan baráttuaðferðum samtakanna gegn nýjum lögum um mennta- mál. Osama bin Laden: Leitað af meiri ákafa KABÚL, AP Bandaríski herinn í Afganistan leggur aukna áherslu á að hafa hendur í hári Osama bin Laden sem fyrst en vísar því á bug að haft hafi verið uppi á leiðtoga al- Kaída nærri landamærum Afganistans og Pakistans. Kosning- ar sem haldnar verða í Afganistan í júní og liggur því mikið á að efla öryggi í landinu. Horfa menn eink- um til svæða utan höfuðborgarinn- ar Kabúl. „Sandurinn í stundaglasinu er að renna niður,“ sagði Matthew Beevers, talsmaður Bandaríkjahers í Afganistan. ■ ALAN GREENSPAN Ólíklegt þykir að þingmenn ákveði að skera niður bætur til aldraðra á kosninga- ári þrátt fyrir áskorun Greenspans. KYNNA KOSTINA Eyfirðingar lögðu leið sína til Reykjavíkur og kynntu fjárfestum fjölmarga kosti þess að reka fyrirtæki á svæðinu. Framsögumenn töldu kostina marga og gallana þess eðlis að úr þeim mætti bæta. „Ég get nefnt sem dæmi að markaðshlut- fall bjórfram- leiðslu Vífil- fells í ÁTVR á Akureyri er 70% meðan hún er 45% á landinu öllu. ■ Bandaríkin ■ Asía Í ÞYRLU YFIR AFGANISTAN Bandarískur hermaður horfir yfir Afganist- an á eftirlitsflugi. Donald Rumsfeld heimsækir forseta Afganistan: Talíbanar úr sögunni KABÚL, AP Hamid Karzai, forseti Afganistan, hefur lýst yfir sigri yfir talíbönum og leitt að því líkum að það séu glæpasamtök fremur en uppreisnarmenn sem hafi staðið á bak við árásir á hermenn, lögreglu og óbreytta borgara í landinu und- anfarnar vikur og mánuði. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, snæddi hádegisverð með Karzai í Kabúl í gær. Að því loknu ávörpuðu þeir blaðamenn en gáfu engin skýr svör um það hvort bandarísk og afgönsk yfirvöld teldu sig vera komin á spor hryðjuverkaleiðtog- ans Osama bin Laden. „Talíbanar sem skipulögð hreyfing heyra sögunni til,“ sagði Karzai á blaðamannafundinum. Hann fullyrti að fjöldi fyrrum liðsmanna og leiðtoga talíbana hefði haft samband við stjórnvöld og óskað eftir leyfi til að snúa heim. Karzai og Rumsfeld virtust sammála um að aðeins stafaði ógn af þeim talíbönum sem væru einnig liðsmenn al-Kaída eða hefðu framið hryðjuverk. Fimm afganskir hjálparstarfs- menn féllu þegar vopnaðir menn gerðu þeim fyrirsát á þjóðvegi skammt frá Kabúl. Tveir aðrir særðust og eins er enn saknað. ■ DONALD RUMSFELD Bandaríski varnarmálaráðherrann snæddi hádegisverð með Hamid Karzai í forsetahöllinni í Kabúl. Rumsfeld heimsótti einnig bandaríska hermenn í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.