Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 18
Það er ljóst, að leysist þessideila ekki verður að grípa til aðgerða,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra um yfir- standandi deilu Heilsugæslunn- ar og starfsfólks heimahjúkrunar vegna nýs akst- urssamnings. Þrátt fyrir langan aðdrag- anda hefur ekki tekist að leysa deiluna og vel má vera að deilendurnir séu ekki áhyggju- fullir um að ekki rætist úr, einhvern tíma. En skjól- stæðingarnir, fólkið sem háð er aðhlynningu, eru kvíðafullir og vita ekki hvað tekur við. Þrátt fyr- ir stór orð margra, alveg fram á þennan dag, um að allt fari vel hefur veika fólkinu verið sent bréf þar sem sagt er í örfáum orð- um að draga verði úr þjónustu, þar segir meðal annars að „því miður“ verði að gera ráð fyrir að eingöngu verði „hægt að veita tak- markaða þjónustu þar til úr ræt- ist“ vegna óvissu í starfsmanna- málum eftir 1. mars næstkom- andi. Ljóst sé að þjónustan muni „tímabundið dragast mjög mikið saman“. Neyðarástand blasir við í heimahjúkruninni og allt bendir til að 40 starfsmenn láti af störf- um um helgina. Neyðin er mann- anna verk og bitnar á fólki sem á bágt og getur ekki leyst vandann, er ekki hluti af honum. Fullfrískt fólk er að deila um peninga og gef- ur ekkert eftir. Jafnvel er veika fólkið notað sem vopn í baráttu fullfrískra. Þótt heimahjúkrun láti ekki mikið yfir sér er hún víðtæk. Sam- kvæmt tölum frá Sjúkraliðafélagi Íslands eru vitjanir heimahjúkr- unar í heimahús u.þ.b. 180.000 þúsund á ári, alla daga ársins. Vaktir eru allan sólarhringinn, þ.e. morgunvakt, kvöldvakt og nætur- vakt. Fjöldi heimsókna er um 495 á sólarhring. Þetta er þjónusta sem er nauð- synleg og verði hún ekki veitt með þeim hætti sem nú er gert verður hún veitt með dýrari hætti eða einhverjir veikir þurfa að lifa við algjörlega fráleitar aðstæður. Sparnaður verður enginn þó deil- an dragist þar sem samfélagið, og þar fara deilendur fremstir, getur ekki skotið sér undan ábyrgð. Það er ekki eftir neinu að bíða, það þarf að semja strax og sýna skjól- stæðingum heimahjúkrunar þá virðingu sem það fólk á skilið. „Það er ljóst, að leysist þessi deila ekki verður að grípa til að- gerða,“ segir ráðherrann. Það er meðal annars hans að standa við það. ■ Yfirlýsing Clare Short, fyrrumráðherra í ríkisstjórn Tony Blairs, um að breska leyniþjón- ustan hafi njósnað um Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak vakti gríðar- lega athygli í Bretlandi í gær. Short lét ummælin falla í út- varpsviðtali á rás 4 á BBC í gær- morgun. Short sagði sig úr ríkis- stjórn Blairs á sínum tíma vegna andstöðu við innrásina í Írak og hefur síðan þá verið úti í kuldan- um í breskum stjórnmálum. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort breska leyniþjónustan hefði njósnað um Kofi Annan og Short svaraði á þessa leið: „Ég er þess fullviss. Ég hef séð útprent- anir af samtölum Kofi Annan“. Fullviss í sinni sök Short bætti um betur þegar hún sagðist sjálf hafa leitt hugann að því í samræðum sínum við Annan í aðdraganda stríðsins að samræður þeirra væru áreiðan- lega hljóðritaðar og þær yrðu skrifaðar niður. Hún sagðist hafa hugsað til þess að fólk í æðstu embættum ætti eftir að geta séð hvað þeim hefði farið á milli. Í viðtalinu var Short alger- lega viss í sinni sök og aðspurð um það hvort hún teldi að bresku leyniþjónustunni hefði beinlínis verið fyrirskipað að njósna um fólk í æðstu stöðum innan Sameinuðu þjóðanna svar- aði hún hreint og beint að á því léki enginn vafi. Hún hefði sjálf séð sönnunargögnin. Ólöglegar njósnir eða ekki? Nokkur vafi þykir leika á því, ef fullyrðingar Short eru réttar, hvort aðgerðir leynþjónustunn- ar hafi verið innan ramma lag- anna. Short sagðist ekki geta svarað því sjálf. Umræða hefur skapast í Bretlandi í kjölfar þessa mál um það hvort leyni- þjónustan haldi sig yfirleitt inn- an ramma laganna í aðgerðum sínum. Richard Tomlinson, brottrekinn fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar, var meðal annars kallaður til vitnis í um- ræðunni í gær. Hann sagði bresku leyniþjónustuna oftsinn- is grípa til ólögmætra aðgerða í gagnaöflun sinni. „Ég er sann- færður um að mörgum af mín- um fyrrum samstarfsmönnum hefur ekki alltaf liðið vel með það sem þeim hefur verið fyrir- skipað að gera,“ sagði Tomlinson í viðtali við BBC. Lítið heyrðist frá Downing- stræti í gær vegna málsins, en þó var því lýst yfir strax í kjöl- far viðtalsins að leyniþjónustan aðhefðist ekkert sem bryti lög. Víst þykir þó að málið er ekki gott fyrir Tony Blair, sem hefur þurft að mæta mikilli orrahríð undanfarið vegna innrásarinnar í Írak. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um deiluna um heimahjúkrun. Úti í heimi CLARE SHORT ■ fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Blairs segir bresku leyniþjónustuna hafa njósnað um Kofi Annan. 18 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Trúlega eru viðbrögð ýmissapólitískra forustumanna, fjöl- miðla og talsmanna Orkuveitunn- ar og Hitaveitu Suðurnesja við hugmyndum hinnar svonefndu 19 manna nefndar iðnaðarráðuneyt- isins með óvæntustu pólitísku uppákomum um langa hríð. Þá er ekki síður athyglisvert að sjá þaulreynda stjórnmálamenn stökkva upp og skammast út í pólitískar ákvarðanir sem teknar voru fyrir nokkrum misserum og láta nánast eins og umræðan um þær ákvarðanir hafi aldrei farið fram. Bæði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa einmitt gagnrýnt innleiðingu tilskipunar Evrópu- sambandsins um innri markað fyrir raforku og telja að leita hefði þurft undanþágu frá ákvæð- um hennar. Í sjálfu sér má vel vera, að það hefði mátt láta reyna betur á það mál á sínum tíma, en það er þó í raun nokkurra ára gömul pólitísk umræða. Nýtt kerfi Það er hins vegar útfærslan á þeim grundvallarhugmyndum um raforkukerfið sem búið er að inn- leiða sem skiptir máli í dag. Hug- myndirnar ganga í meginatriðum út á það að skilja að framleiðslu og sölu á rafmagni annars vegar og flutning og dreifingu hins vegar. Með því móti er verið að tala um að koma á samkeppni í fram- leiðslu á rafmagni, þar sem ólíkir aðilar um land allt geti farið út í að framleiða rafmagn. Það er jafn- framt verið að tala um að koma á samkeppni í sölu á rafmagni. Að neytandinn geti á endanum valið frá hvaða fyrirtæki hann kaupir sitt rafmagn, rétt eins og menn hafa í dag val um að kaupa þjón- ustu af mismunandi símafyrir- tækjum. Dreifikerfið og flutning- urinn hins vegar er einfaldlega þess eðlis að ekki er hægt að koma þar fyrir samkeppni og dreifing- arhlutinn er þar af leiðandi eins konar náttúruleg einokunarstarf- semi. Sérstakt fyrirtæki verður stofnað um dreifingarhlutann, sem núverandi orkuveitur munu eiga og leggja til eignir og búnað. Við þetta fyrirtæki – sem mun lúta miklu aðhaldi og eftirliti – munu síðan aðrir aðilar á markaðnum skipta, bæði framleiðendur og smásalar. Það er útfærslan á þessu sameiginlega fyrirtæki og einhver jöfnun á flutningskostnaði sem er rótin að þeirri gagnrýni sem kom- ið hefur fram. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að tekist sé á um útfærsl- una á fyrirtæki af þessu tagi, en það er formið sem umræðan tekur og undirtónninn, sem veldur nokkrum áhyggjum. Upphrópanir Upphrópanirnar sem komu frá borgarráði og fjölmörgum póli- tíkusum og álitsgjöfum sem tjáð hafa sig um málið snerust ekki nema að litlu leyti um efnisatriði þessarar útfærslu. Stóri skandall- inn var – samkvæmt upphrópun- inni – að nú átti að misnota Evr- óputilskipun til að stórlega niður- greiða rafmagn á landsbyggðinni. Talað var um 20-30% hækkun á rafmagni til íbúa höfuðborgar- svæðisins og á Suðurnesjum vegna þess að greiða þurfti niður rafmagn til fólks úti á landi. Gekk þessi umræða meira að segja svo langt að ýmsir þáttarstjórnendur og þátttakendur í umræðuþáttum ljósvakans töluðu um enn eitt dæmið um það hvernig „við á höf- uðborgarsvæðinu“ værum að dæla peningum í einhvers konar byggðaaðgerðir. Raunar hefur komið í ljós þeg- ar forsendur útreikninga hafa verið dregnar fram í dagsljósið að tilefni til hækkunar raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu er ekki í nokkru samræmi við það sem upphrópanir sögðu. Niðurstöður reiknimeistaranna fóru að mestu eftir bókhaldsbrellum um aðild orkufyrirtækjanna sjálfra að hinu nýja dreifingarfyrirtæki og hvernig þau hafa til þessa sleppt því að gera arðsemiskröfur af fjárfestingum sínum. Spurningin um flutningsjöfnun er algert smá- mál og nánast aukaatriði í þessu dæmi. Þess utan er ljóst af yfir- lýsingum Halldórs Ásgrímssonar, starfandi iðnaðarráðherra, að hugmyndin er að halda til haga og utan við kerfið þeirri flutnings- jöfnun sem rekja má til félags- legra (byggðalegra) sjónarmiða, eins og raunar var alltaf talað um í umræðunni fyrir nokkrum miss- erum. Heildræna hugsunin Ekki er við öðru að búast en að á næstu dögum muni loftið síga úr þessu flutningsjöfnunarmáli. Augljóst er að til lengri tíma munu höfuðborgarbúar jafnt sem aðrir njóta hins nýja fyrirkomu- lags á dreifingarmálum raforku, enda er það ekki óumbreytanleg staðreynd að alltaf verði stutt fyr- ir þá að ná í ódýrt rafmagn. Það sem eftir stendur eru hins vegar brostnar vonir um að rígurinn og skotgrafahernaðurinn milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins væri á hröðu undanhaldi. Að menn skyldu bresta með svo sjálf- virkum hætti í byggðatogstreitu- sönginn bendir til að við séum kominn mun skemmra í byggða- umræðunni en útlit var fyrir. Heildræna byggðahugsunin, þar sem menn litu á byggðastefnu og borgarstefnu sem sitt hvora hlið- ina á sama hlutnum, er einfald- lega ekki að halda. Það vekur líka undrun og í raun vonbrigðum að þessi heildarsýn er jafnvel ill- greinanleg hjá Ingibjörgu Sól- rúnu sjálfri í þessu máli, en á borgarstjóraárum sínum hélt hún einmitt oft uppi merki þeirrar hugsunar að byggðastefna og borgarstefna væru í raun sami hluturinn. ■ Sorgarsöng- ur barnanna Móðir skrifar: Við sátum vinkonurnar við eldhús-gluggann á öskudag og fylgd- umst með þegar krakkar á öllum aldri tóku að þyrpast út á götur bæj- arins í furðufötum í öllum regnbog- ans litum. Allt frá litlum Línum og upp í Harry Potter geystust krakk- arnir út úr búðum og verslunum með sólskinsbros þrátt fyrir kuldann á klakanum. Upp úr hádegi fór þó hamingjan að taka á sig aðra mynd. Í staðinn fyrir gleðibros og létt fótspor sáust krakkar hlaupandi með hræðslusvip, búð úr búð, allt eftir því hversu hratt fæturnir gátu borið þá. Við nánari athugun sáust æ ofan í æ vonbrigði á andlitunum sem komu út úr búðunum. Niðurlút og lafmóð eftir síðasta spretthlaup var það alltaf sama sagan: „Allt nammi búið“, en út á þetta gekk kapphlaup- ið mikla. Það er ekki eins og börnin séu að biðja um bland í poka fyrir 100 krónur, mér finnst fjarstæðu- kennt að ein karamella á mann setji kaupmenn á hausinn. Það er sorglegt að vita til þess í dag að kaupmenn bæjarins geta ekki séð sér fært að hlusta á börnin syng- ja. Þetta er einn dagur á ári. Það þarf enginn að segja mér að í öllum tilvik- um sé nammið bara BÚIÐ. Eftir eftirgrennslan mína eru margir kaupmennirnir kvartandi og kveinandi og segja manni hreinlega að þeir nenni ekki að hlusta á söng- inn allan daginn. Það er hægt að spyrja þá hreinlega, hvað gerðu þeir á öskudaginn á yngri árum, sátu heima? Er þessi áralanga hefð að renna út í sandinn? Eru búðareigendur virkilega svona óforskammaðir að leyfa ekki börnunum að eiga þennan dag fyrir sig? Ekki gefast börnin upp, heldur hlaupa búð úr búð sama hvernig veðurfarið er. Heima sitja foreldrarnir kvöldið áður að ljúka við saumaskap á búningum barn- anna og stundum langt fram á nótt. Ekki kvarta þeir. Þetta er nú bara einn dagur á ári. ■ Um daginnog veginn Brostnar vonir ■ Bréf til blaðsins ■ Af Netinu ■ Leiðrétting Blair í vanda enn á ný Blessað fólkið „Það er ekki eftir neinu að bíða, það þarf að semja strax og sýna skjólstæðing- um heima- hjúkrunar þá virðingu sem það fólk á skilið. BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ skrifar um umræðuna um breytt orkukerfi og togstreitu milli höfuðborgar og lands- byggðar. Í Minni skoðun í fyrradag fórGunnar Smári Egilsson rangt með hlutverk óbyggðanefndar varðandi kröfur ríkisins til lands á toppi Esjunnar, á Hellisheiði og Reykjanesi. Hið rétta er að óbyggðanefnd fjallar um kröfur ríkisins en leggur þær ekki fram. Þetta leiðréttist hér með. Ritstj. Fékk bleika rós „Skömmu eftir hádegið fékk ég senda afar fallega bleika rós í ráðuneytið í tilefni af því að nú eru tímamót þar sem konur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í yfir- stjórn umhverfisráðuneytisins. Með rósinni fylgdi kort en í því stóð: „Jafnréttisstofa þakkar yður frábært starf á sviði jafnréttis- mála f.h. Jafnréttisstofu, Margrét M. Sigurðardóttir“.“ - SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Á VEF SÍNUM SIV.IS. VERST SVARA Clare Short vildi ekki svara spurningum blaðamanna þegar þeir sóttu að henni í miðborg Lundúna í gær. Short hafði lýst því yfir fyrr um morguninn að Bretar hefðu njósnað um Kofi Annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.