Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 26
Keppnin um titilinn Matreiðslu-maður ársins 2004 er einn af hápunktum hátíðarinnar í Fífunni. Það er rammíslensk keppni og þar taka ellefu keppendur þátt. Fimm af þeim komast í úrslit. Í forkeppninni á föstudeginum er eld- aður þroskur og í úrslitakeppninni á sunnudeginum verða hrísgrjón og gulrætur uppi- staða í forréttinn og rauðspretta í að- alrétt. Skyr og kaffibaunir koma svo í desert. Keppnin er haldin nú í ellefta sinn og það er Bjarki Hilmarsson, matreiðslumeistari á Hótel Geysi sem heldur utan um hana eins og hann hefur gert frá upp- hafi. Hann er einnig dómari, ásamt fjórum öðrum sem koma erlendis frá. En skyldi vera mikil ásókn í keppnina? „Það komust færri að en vildu núna. Tveir Íslendingar sem eru við störf er- lendis koma heim til að taka þátt, Þórarinn Egg- ertsson frá Belgíu og Jón Óskar Árnason frá Noregi. En þarna er eng- in stúlka. Það má alveg koma fram að Klúbbur matreiðslu- m e i s t a r a s a k n a r þess að sjá ekki kvenfólk bjóða sig fram í þessa keppni. Það er spurn- ing hvort það verði að halda næst sérstaka kvennakeppni eins og Norðmenn eru farnir að gera. Hún er vinsæl þar og þær stelpur sem ná langt koma sér yfirleitt vel áfram. Verðlaunasæti í keppn- inni Matreiðslumaður ársins fleytir mönnum inn í Norðurlanda- keppnina og stundum þaðan af lengra. Þarna koma ungir menn sér á framfæri og hefur oft vegnað vel í framhald- inu. Þetta er Idol- keppnin okkar.“ ■ BJARKI HILMARSSON MATREIÐSLUMEISTARI Hann stjórnar keppninni Matreiðslumaður ársins í ellefta sinn. 27. febrúar 20044 Fermingarveislan mín Matur 2004 Krakkarnir mínir segja að ég sémiklu betri kokkur þegar ég er í fríi og það er ábyggilega alveg rétt. Mér finnst gaman að elda og þegar ég gef mér tíma til þess þá verður útkoman yfirleitt góð,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, þegar hún er spurð hvort hún sé góður kokkur. Hún kveðst njóta þess að eiga von á gestum í mat, jafnvel svolítið mörgum. Allra skemmtilegast finnst henni að taka á móti þeim á unaðsstaðnum sínum, Kirkjubæ í Skutulsfirði. „Þar er ég ég mestu stuði í matargerðinni,“ segir hún hlæjandi. Spurð hvað hún bjóði þá upp á segir hún það geta verið af ýmsu tagi og nefnir til dæmis salat með rækjum, blaðlauks- böku, rabarbarapæ með beikoni og ofnrétt með eggjahræru, skinku, tómötum og ólífum. „Svo baka ég brauð og legg matinn á stórt borð. Þótt stundum séu þrengsli í borðkróknum – já, kannski meðal annars þess vegna – þá er andrúmsloftið notalegt í sveitinni og það kunna gestirnir að meta.“ Margrét gefur lesendum upp- skrift af pædeigi sem hún segir að sé „hrikalega einfalt“ að gera. Hún gerir tvöfalda uppskrift ca svona: PÆDEIG 5 dl hveiti 1 tsk. salt 100 g ískalt smjör ískalt vatn (1–2 dl) • Hveiti og salti blandað. • Smjörlíkið sett í smáum bitum út í. • Deigið hnoðað mjög vel og vatn hnoðað saman við – kælt aðeins (ég held ég hafi aldrei mátt vera að því að bíða eftir því). • Deiginu skipt í tvennt, flatt út og sett upp á barma í tveimur pæmótum. • En athafnafólk athugið. Það hentar vel að nota frosið smjördeig (findus- deig) í sumar uppskriftir. Bara láta deig- plöturnar þiðna rétt mátulega, best að eiga við þær vel kaldar og leggja plöt- urnar á misvíxl. Og hveiti undir og yfir meðan flatt er út. • Svo þarf að pikka botninn vel og for- baka hann í 10–20 mín. ef maður setur pæið í form. Síðan gefur Margrét tvær uppskriftir þar sem ætlast er til að svona smjördeig sé notað (en fyllingarnar henta líka með venjulegu pædeigi). GRÁÐAOSTA- OG PERUPÆ (á rómantískt sumar- eða vetrarborð) 1 pakki frosið smjördeig (findus) FYLLING 2 laukar 3–4 msk. valhnetur olía, salt og pipar rauðvínsedik 2 perur sneiddar 200 g gráðaostur • Mýkið lauksneiðar í olíu, kryddið með salti, pipar og rauðvínsediki (má sleppa). Látið malla þar til vökvi hefur að mestu gufað upp. Tekið af og perusneiðarnar léttsteiktar. Laukurinn settur á bökuna, svo perusneiðar og valhnetur muldar yfir (setjið þær í plast- poka og lemjið með kökukefli eða krukku- botni) • Bakað við 200 gráður í ca 15 mín. eða þar til ykkur finnst gráðaosturinn flottur. INNBÖKUÐ KJÚKLINGABAKA FRÁ SÓLARLANDI (hentar vel f. kjúklingaafganga) 2 pakkar smjördeig (einn í botninn og annar í lokið) gott pestó FYLLING ca 1/2 grillaður kjúklingur smátt skorinn. 1 blaðlaukur, saxaður 1 laukur, saxaður slatti af ferskum sveppum, söxuðum sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 1 krukka af krydduðum fetaosti (tekinn úr olíunni) ólífur eftir smekk, saxaðar • Magn fyllingarinnar þarf ekkert að vera ná- kvæmt þegar maður lokar henni með deig- inu. Svo á að leika sér með fyllinguna eftir því hvað er til, smakka hana bara til og bæta til dæmis kryddi og kjúklingakrafti við. Það má einnig setja soðinn lax með hrísgrjónum, ólífum og blaðlauk eða með beikoni, blað- lauk, sýrðum rjóma og rabarbara. Hér þarf ekki að forbaka botninn. • Fletjið deigið í myndarlegan ferning á bök- unarplötu klædda bökunarpappír. Smyrjið pestói á deigið en hafið kant í kring ósmurð- an til að klessa þar lokinu föstu við með gaffli til að gera flott mynstur. Steikið allt í olíu á pönnu (kjötið er klárt, bara hitað með í lokin). Kælið gumsið aðeins áður en þið farið að leggja „lokið“ yfir. Leggið lokið yfir og búið til blóm ofan á úr smjördeigsræm- um. Penslið allt vel með eggi. • Bakið við 200 gráður þar til smjördeigið hefur lyft sér vel og bakan er orðin gullin- brún. • Berið pæin fram með góðu salati og frískri, kaldri sósu. • Köld pastasalöt til dæmis með rækjum eru líka góð með pæjum til að létta máltíðina. Borðið með vinum og vanda- mönnum. Þeir sem vilja mega drekka kalt hvítvín með. ■ Þóra Hlíf Jónsdóttir Ég tel skipta mestu máli að veislu-stjórarnir nái að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft og þá mega ræðurnar heldur ekki vera of þungar. Maturinn getur verið af öllu tagi. Það er gott að hafa hann sem fjölbreyttastan svo allir fái eitthvað við sitt hæfi. Gunnar Línason Það eru nú svo mörg ár síðan að égman þetta ekki. Veislan var heima og foreldrar mínir sáu um þetta. Það var annað hvort kaffi eða matur eða bæði. Það var eitthvað að borða alla vega. Kransakakan er það eina sem ég man eftir. Þetta var ágætur dagur. Keppnin um Matreiðslumann ársins: Þetta er okkar Idol MYND/JÓN SVAVARSSON. Hvernig á góð brúðkaups- veisla að vera? MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Liðtæk í eldhúsinu sem í pólitíkinni. Margrét Sverrisdóttir: Nýtur þess að eiga von á góðum gestum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.