Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 40
Austurbakki býður viskíunn- endum í skemmtilega yfirferð um viskíheiminn hjá fulltrúa skoska viskí- fyrirtækisins Grant’s. Nágrannarnir í Ír- landi bjóða upp á tilbúið írskt kaffi, Hot Irishman, og að auki verða kynnt fjölmörg léttvín, einkum fyrir brúð- kaupsveislur. Deimos er ungt fyrirtæki sem er að koma með á markaðinn nýtt bylt- ingarkennt freyðivín frá Asti sem heitir Verdi Spumante. Framleiðandinn Bosca hóf að blanda saman víni og gerjuðum korntegundum o.fl. og af þeim tilraunum skapaðist vín sem hefur farið sigurför um heiminn und- anfarin ár. Elgur kynnir Amarula-rjómalíkjör frá Suður-Afríku sem er nú annar mest seldi rjómalíkjörinn á Íslandi. Einkenni vörunnar er mynd af stórum Afríkufíl á flöskumiðanum, en Marula- ávöxturinn er einmitt kallaður „sæl- gæti fílanna“ og trén sem ávöxturinn vex á kallast fílatré. Karl K. Karlsson stendur fyrir kynningu á áfengum drykkjum hvaðanæva að úr heiminum og þá sér í lagi nýjungum frá Suður-Afríku, Ástr- alíu og Spáni. Absolut Vodka mun kynna nýjustu bragðtegund sína, Absolut Vanilia. Á dögunum var haldin Absolut Midnight Sun-kokkteilakeppn- in og verða verðlaunakokkteilarnir kynntir. Sérstakur gestur verður Alec Louw frá suður-afríska vínframleið- andanum KWV og kynnir hann nýjasta vínið, Golden Kaan. RS vín verður með hóp kokka og bakara á sýningarbási sínum og munu þeir bjóða upp á mat sem passar við vínin sem verða kynnt; hið franska JP Chenet, Alta Visa frá Argentínu og De Martino frá Chile en Sauvignon Blanc þaðan var valið vín mánaðarins í Gestgjafanum. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson fær Diego Martinez frá Martines Bujanda á Spáni í heimsókn og kynnir hann Conde de Valdemar- og Finca Antica-vínin úr La Mancha- héraðinu sunnan Madrid. Einnig verða kynnt vín frá Vina San Pedro í Chile sem Ölgerðin tók við um áramót með áherslu á svarta og hvíta köttinn, þ.e. Gato Negro & Gato Blanco. XCO býður gestum upp á freyðivín- ið Cristallino Cava frá Spáni, sem er fyrirtaks brúðkaupsvín og tilvalið í veislur. Sami ferill er á brugguninni og á kampavíni, hluti gerjunarinnar fer fram á flöskunni í eitt ár þangað til það er tilbúið í sölu. Cava á spænsku þýðir hellir og gerjunin á flöskunni fór áður fram í hellum. 27. febrúar 200418 Sýnendur á Vín 2004 Matur 2004 Það verður mjög spennandi aðsjá hvernig þessi tilraun kemur út, að vera með vínsýn- ingu inni á matarsýningu eins og nú er gert með sýningunni Vín 2004 sem haldin er á sérstöku svæði inni á sýningunni Matur 2004,“ segir Margrét Gunnars- dóttir, formaður Barþjóna- klúbbsins. „Við fáum vonandi að sjá fullt af nýjum andlitum og samsetning víns og matar verð- ur auðvitað í hávegum höfð. Við í Barþjónaklúbbnum höfum staðið fyrir vínsýningum síðan 1996 og skapaðist sú hefð að halda sýningarnar annað hvert ár og fylgja ævinlega í kjölfarið á stærstu vínsýningu í heimi, Vinexpo, sem haldin er annað hvert ár í Bordeaux í Frakk- landi. Að vanda eru helstu sýnendur vínumboð sem eru að kynna vörur sínar en nú á nokk- uð breiðari grundvelli en áður þar sem sýningin er í tengslum við matarsýningu sem býður upp á skemmtilega möguleika. Í tengslum við sýninguna fer fram hið árlega Íslandsmeist- aramót barþjóna og hefst hrist- ingurinn kl. 14.00 á sunnudag- inn. Keppt verður í sætum drykkjum að þessu sinni. Vænt- anlega koma fram margar nýjar spennandi uppskriftir því þarna eru að verki 22 helstu barþjónar landsins. Sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Íslandsmeistari bar- þjóna 2004 og vinnur sér rétt til þátttöku á Heimsmeistaramóti barþjóna sem að þessu sinni verður haldið í Las Vegas. Það veldur nokkrum spenningi að mótið sé haldið í þeirri miklu skemmti- og gleðiborg og hefur verið rætt um að fara hópferð á mótið. Ég er í það minnsta stað- ráðin að fara,“ segir Margrét. ■ Ásýningunni Vín 2004 verðakynnt á bás Austurbakka vín sem henta sérstaklega í stórar veislur s.s. árshátíðir og brúð- kaup. Við val á vínum fyrir stærri hópa þarf alltaf að taka tillit til fjöldans og velja vín sem falla sem flestum í geð. Vín sem eru léttleikandi og ekki of kröfu- hörð varðandi mat en ráða engu að síður við flestan mat án þess að yfirgnæfa eða skemma neitt. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir vín sem henta í veislur og gestir á vínsýningunni geta fengið að smakka á. Fordrykkir: Marrone Moscato d’Asti, 790 kr., létt, freyðandi og sætt. Marques de Monistrol, 990 kr., fæst einnig sem brut. Bollinger kampavín, 2.990 kr., fágað og elegant. Cypress White Zinfandel, 990 kr., rósavín sem náði svo miklum vin- sældum í sumar og haust að það seldist upp en er komið í búðir aftur. Hvítvín: Colli Euganei Bianco, 1,5 l, 1.890 kr. Ljúft ítalskt á risaflösku. Willm Pinot Gris, 1.230 kr., mjög vin- sælt í móttökur. Painter Bridge Chardonnay, 1.190 kr., sérstaklega gott með súkkulaði. FORMAÐUR BARÞJÓNAKLÚBBSINS „Samsetning víns og matar verður auðvitað í hávegum höfð,“ segir Margrét. Formaður Barþjónaklúbbsins: Spennandi tilraun Veisluvínin í ár -Á Vín 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.