Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 41
27. febrúar 2004 19Matur 2004 Ljúfengar samlokur Torres- vínþjónakeppni: Vegleg verðlaun í boði Spænski vínframleiðandinnTorres efnir til keppni meðal ís- lenskra vínþjóna í kunnáttu og meðferð katalónskra vína og vín- gerð Torres-fjölskyldunnar. Keppn- in fer fram á laugardaginn og hefst kl. 11 með skriflegu prófi í þar til gerðum sal á sýningunni. Úrslit fara fram kl. 15 á aðalsviði sýning- arinnar og verða úrslit kynnt rétt undir kl. 18 þegar sýningunni lýkur. Toni Batet Collado frá Torres heldur utan um keppnina og er aðaldómari. Hann er mörgum Íslendingum að góðu kunnur síðan á Torres Food & Wine Festival sem haldin var í Reykjavík í mars á síðasta ári. Toni Batet hefur mjög víðtæka reynslu sem sommelier innan og utan Spán- ar og hefur meðal annars unnið á veitingahúsi Alain Ducasse í París og fleiri virtum veitingahúsum í Evrópu. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti, vel við hæfi fagfólks og vín- safnara. ■ Frá árinu 1878 hefur Stowellssérhæft sig í því að finna ein- stök vín sem endurspegla ein- kenni hvers víngerðarlands en Stowells of Chelsea er eitt öflug- asta vínfyrirtæki heims og fram- leiðir vín í 10 þjóðlöndum. Hér á landi fást fjölmargar gerðir vína frá Stowells og hafa kassavínin sérstaklega verið vin- sæl en hér fást þrjár gerðir þeirra. Stowells Tempranillo Vínið kemur frá hásléttunni á miðju Spánar, nánar tiltekið frá héraðinu La Mancha. Stowells Tempranillo hefur ágæta fyll- ingu, rauðar plómur og jarðar- ber eru áberandi en vínið sjálft hefur kryddaðan ávöxt og er sultukennt með safaríkt eftir- bragð. Hentar vel með rauðu kjöti og ostum. Verð í Vínbúðum 3.390 kr. Stowells Vin du Pays du Gard Þetta franska vín er Miðjarð- arhafslegt í stíl með þroskuðum og sólríkum ávöxtum. Létt og með mildri endingu. Vínið þolir smá kælingu og er tilvalið með léttari réttum. Hentar vel með kjötréttum, ostum og paté. Verð í Vínbúðum 3.290 kr. Stowells Chenin Blanc Suð- ur-Afríka Tilvalið sem léttur fordrykk- ur og hentar einnig afar vel með léttum réttum eins og úr sjávar- fangi, hvítu kjöti og grænmeti. Vínið hefur örlitla sætu og eru þroskuð epli og melónur áber- andi eiginleikar vínsins. Ávaxta- ríkt með góða fyllingu. Verð í Vínbúðum 3.390 kr. ■ Tilbúið írskt kaffi: Hot Irishman Írinn BernardWalsh kynnir á sýningunni drykk sem vakið hefur mikla athygli undanfarið, Hot Irishman, en það er tilbúið írskt. Eingöngu eru notuð náttúruleg hráefni í hann; írskt viskí, sykur og kaffi. Aðferðin við blöndun drykksins er mjög einföld: Hellið Hot Irishman í glas, um einn fjórða af glasinu. Fyllið upp með sjóðandi vatni og fleytið að lokum með léttþeyttri rjómarönd. „Að- dáendur „Irish“ eru mjög kröfu- harðir varðandi hvernig drykkurinn er fram bor- inn og því hafa margir tekið Hot Irishman opnum örmum en hann er blandaður eins og Írar vilja hafa hann,“ seg- ir höfundurinn Bernard Walsh. Hver 700 ml flaska dugar í 20 drykki. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 3.240 kr. ■ Ball á sunnudagskvöld: Framreiðslu- menn tjútta Sýningin er mikil hátíð fyrir fag-fólk í veitingageiranum og að henni lokinni ætla framreiðslumenn að stilla saman tjúttstrengina og slá upp balli á sunnudagskvöldið í Sunnusal Radison SAS Hótel Sögu kl. 19.00. Barþjónar, vínþjónar og fleiri framreiðlumenn ætla að rifja upp gamla takta og sýna samstöðu og skemmta sér fram á rauða nótt. Fordrykkur verður í boði Globus, matseðill að hætti Sögu feðga og Björk Jakobsdóttir sér um veislu- stjórn og skemmtiatriði. Síðan mun hljómsveit leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Verð er 4.500 kr. og er áhugasömum bent á að hafa sam- band við Margréti Gunnarsdóttur, formann Barþjónaklúbbsins. ■ Stowells á Matur og vín 2004 Hægt að smakka vínin á bás Karls K. Karlssonar. J. Lohr Riverstone Chardonnay, 1.590 kr., mikið og ljúffengt vín. Bon Courage Sauvignon Blanc, 1.090 kr., fyrir þá sem vilja þurrt og sýruríkt vín. Rauðvín: Colli Euganei Merlot, 1,5 l, 1.780 kr. Prýðilegt borðvín á risaflösku. Lagunilla Crianza, 1.090 kr., bragðmik- ið en létt og þægilegt. Canepa Cabernet Sauvignon, 1.040 kr., kryddað og þétt með miklum berjatón- um. Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz,1.090 kr., kraftmikið vín sem kemur á óvart fyrir hversu þægilegt það er til drykkjar eitt og sér. J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon, 1.780 kr., vissulega í dýrari kantinum en engu að síður mjög vand- að vín og vel þess virði. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.