Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 46
Það eru ekki bara vandræða-gemlingarnir í Mínus sem standa fyrir innflutningi á erlend- um þungarokksveitum. Þorsteinn Kolbeinsson hefur síðustu tvö ár lagt sitt af mörkum til þess að krydda tónlistarlífið hér á landi svörtum pipar. Metnaðurinn einn er hans elds- neyti og á síðustu árum hefur hann staðið fyrir tónleikum sveit- anna Týs, Pain of Salvation, Ever- Grey og Mastodon án þess að fá krónu í sinn vasa. Sveitin Amon Amarth er næst á dagskrá og heldur tvenna tónleika hér á landi í næstu viku. „Þetta er sænsk þungarokk- sveit sem var stofnuð árið 1992,“ segir Þorsteinn. „Það er alveg óvenjulegt magn af góðum þunga- rokksböndum frá Svíþjóð.“ Amon Amarth hefur gefið út fjórar plötur á ferlinum og kom sú síðasta, Versus the World, út fyrir tveimur árum síðan. Sveitin gefur út hjá sænsku plötuútgáfunni Metal Blade, sem stefnir hingað til lands hópi erlendra blaða- manna til þess að upplifa sænsk þyngsli á klakanum. Blaðamenn frá þungarokksblöðunum þekktu Terrorizer, Rock Hard, Close-Up Magazine, Metal Hammer og Aardschok hafa þegar boðað komu sína. „Þeir hjá útgáfufyrirtækinu sögðu við mig að helsta ástæðan fyrir því að þeir væru að stefna blöðunum hingað væri að ekkert þessara blaða hefði fjallað um neitt á Íslandi áður. Það hefur nánast ekki verið nein umfjöllun um íslenska tónlist í evrópskum tónlistarblöðum yfir höfuð. Þeir eru því að reyna vekja öðruvísi at- hygli á Amon Amarth með því að gera þetta hérna,“ segir Þor- steinn. Blaðamennirnir ætla því að kynna sér tónlist upphitunarsveit- anna sex sem leika á tónleikunum tveimur. Þetta eru Brain Police, Changer, Múspell, Andlát, Dark Harvest og Sólstafir. Einnig ætla útsendarar plötufyrirtækisins að sýna íslensku sveitunum sérstaka athygli. Fyrri tónleikarnir verða á Grand Rokk föstudagskvöldið 5. mars en þeir seinni í Tónlistarþró- unarmiðstöðinni úti á Granda á laugardeginum. ■ 26 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Tónlist AMON AMARTH ■ Sænska þungarokksveitin Amon Amarth kemur hingað til lands í næstu viku ásamt stórum hópi erlendra blaða- manna. TÓNLIST Nei, það er nú ekkert endi- lega dans á rósum að vera glys- rokkari. Justin Hawkins, söngvari The Darkness, hefur fengið að kynnast því að það fer misvel fyr- ir brjóstið á sveittum almúganum að sjá hann spriklandi um í níð- þröngum silkigöllum umvafinn sprengingum og gítarstæðum. Fyrsta morðhótunin barst honum nefnilega í pósti í síðustu viku, eft- ir að sveitin fagnaði gífurlegri vel- gengni á Brit-verðlaunahátíðinni. „Þetta var handskrifað bréf og mjög skrýtið,“ sagði Justin í við- tali við breska dagblaðið The Sun. „Það er mjög mikill heiður að ein- hver vilji drepa mig en á sama tíma frekar ógnvekjandi.“ Justin viðurkennir að hann ótt- ist um öryggi sitt. „Ég get ekki haldið áfram að vera vingjarnleg- ur við alla því stundum er fólk bara að rugla í manni og fer að gera sér dælt við mann.“ Eftir að viðtalið var tekið hefur Justin fengið sent annað bréf. Lögreglan rannsakar nú málið og hefur tekið fingraför af bréfinu. Öryggisgæsla í kringum liðsmenn hefur verið aukin til muna. ■ THE DOORS I found an island in your arms Country in your eyes Arms that chain us Eyes that lie Break on through to the other side Break on through to the other side Break on through, oww! Oh, yeah! Jim Morrison, söngvari og textasmiður, vildi greinilega sitt frelsi eins og sést á textanum Break on Through af fyrstu plötu The Doors frá árinu 1967. Popptextinn Maður fer svona að velta þvífyrir sér hvort það haldist í hendur að Courtney Love sé kom- in aftur í heimspressuna og að hún hafi nýverið gefið út sína fyrstu sólóplötu? Hún er ákærð fyrir að eiga oxíkódín, sem er lyf- seðilsskylt verkjalyf sem heróín- fíklar sprauta sig margir með til þess að halda fráhvarfseinkenn- um niðri. Eins og áður hljómar Courtney Love full af sjálfri sér og bara nokkuð sjálfsörugg á nýju plöt- unni, America’s Sweetheart. Að- dáendur Hole fá alveg eitthvað fyrir sinn snúð en útkoman virð- ist hálf vatnsþynnt í mínum eyr- um. Það er eins og Courtney hafi ekki alveg innistæðuna fyrir þessu nýja egótrippi sínu. Það er ekkert lag sem situr eft- ir og Love hljómar stundum bara ofurölvi í lögunum. Syngur eigin- lega bara glettilega líkt Megasi á köflum. Á það líka sameiginlegt með honum að vera góður texta- höfundur. Ég myndi alveg borga fyrir það að heyra þau syngja dúett. Sama hversu duglegur ég yrði að finna jákvæða punkta á þessari plötu myndi það ekki breyta þeir- ri staðreynd að mér fannst hún hundleiðinleg. Óspennandi hljóm- ur, óspennandi lög og Love hljóm- ar full sjálfsvorkunnar og gremju. Ég held bara að hún eigi of mikið af peningum, hún kemst upp með það að þurfa ekki að hlusta á neinn og góð ráð ná þannig ekki eyrum hennar. Hún er á villigötum. Beint á útsöluna! Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist COURTNEY LOVE America’s Sweetheart Engin ást Þessi klipping er þannig séð í tísku! Hún kostar 2500 kall! Ef þú hefðir bara átt 2000 kall, hefði hann þá stoppað rak- vélina efst á miðjunni? Frábært! Mér líkar í rauninni al- veg við þessa klippingu! Já, já... þetta er alveg í takt við tímann, sko! Pabbi þinn í menntaskóla! Spurðu hversu miklu hann eyddi í hárgel! Vá, já í al- vörunni pabbi! Hversu miklu eyddirðu... TAKK! HINGAÐ OG EKKI LENGRA! Herra Le Bon!? Mæta með halarófu af blaðamönnum AMON AMARTH Heldur tvenna tónleika hér á landi fyrir erlenda blaðamenn. Íslenskar sveitir fá tækifæri til þess að láta á sér bera líka. HÁRUGIR FRÆNDUR Amon Amarth er víst þekktur hópur flösuþeytara í heimalandinu. Söngvari fær morðhótanir THE DARKNESS Allt það sem Spinal Tap gerði grín að í samnefndri mynd, og eru stoltir af því. SMS um nýjustu plöturnar FRANZ FERDINAND Skotheld skífa sem ætti að bjarga föstu- dagskvöldinu næsta. Joss Stone - The Soul Sessions „Hæfileikar hennar hafa laðað að sér hóp fagmanna og hér nýtur hún m.a. aðstoð- ar Angie Stone og liðsmanna hiphop- sveitarinnar The Roots sem aðstoða við útsetningar. Öll platan er hrein sálar- sveifla og hljómar eins og hún sé hljóð- rituð á áttunda áratugnum. Röddin gerir plötuna, og hún er það stórkostleg að það er ekki hægt að kalla þetta annað en stórkostlega frumraun.“ BÖS Incubus - A Crow Left of the Murder... „Enn og aftur nær Incubus að endurupp- götva sig sem hljómsveit. Segir skilið, að mestu, við poppklisjudaðrið frá síðustu plötu og er komin í margra mílna fjar- lægð frá númetalinu sem sveitin hóf feril- inn á. Hér er verið að gefa bensínið í botn á hreinu rokki og róli. Nett skvetta af artí hljóðskúlptúrspælingum hér og þar. Meira Red Hot Chili Peppers en Limp Bizkit. Útkoman er besta plata sveitarinn- ar frá upphafi.“ BÖS Franz Ferdinand - Franz Ferdinand „Það er ástæða fyrir því að menn eins og ég eru að missa sig yfir þessari plötu, sannprófið það bara. Í þetta skiptið er óhætt að trúa „hæpinu“. Kannski engin tímamótaplata en þó skotheld skífa sem kemur ykkur örugglega í gott skap.“ BÖS Norah Jones - Feels Like Home „Noruh virðist líða vel í sveitasöngvadjass sínum og aðdáendum hennar á eflaust áfram eftir að líða vel með henni. Eins og fyrri platan er þessi álíka jafn ólíkleg til þess að ganga fram af nokkrum manni. Hún á því eflaust eftir að vera jafn lengi á repeat fyrir þá sem bíða á hold í síma- kerfi Norðurljósa og fyrri platan var.“ BÖS Lostprophets - Start Something „Frekar bjart er yfir lögunum og sveitin nær að hljóma einlæg á köflum, sem ég hafði hingað til talið ómögulegt í þessum geira. Sveitin er svo ekkert feimin við að semja stór epísk „singalong“ viðlög, sem er frábær kostur. Ég hefði ekki trúað þessu, en þessi plata er samþykkt af rokkráði Fréttablaðsins.“ :) BÖS The Coral - Nightfreaks and the Sons of Becker „Í heild hljómar þetta eins og plata með afgangslögum. Betra hefði verið að bíða, sigta meira úr lagabunkanum og gefa út enn eitt meistarastykkið. Synd, því þessi hljómsveit er stórkostleg.“ : ( BÖS Lhasa - The Living Road „Þetta er sterk tónlist, rík í hefðinni, dáleið- andi, falleg og tímalaus. Dimm rödd Lhasa er dularfull og hún tjáir sig með mikilli til- finningu. Það er eiginlega bara ómögulegt að hlusta á þetta án þess að heillast með frá fyrstu hlustun. Ótrúlega góð leið til þess að byrja tónlistarárið.“ :) BÖS Air - Talkie Walkie „Hér er lítið sem ekkert um loftmengun og frekar mikið af tæru lofti. Munum eftir því að sýna Air þakklæti okkar, næst þeg- ar við hittum þá, því ef við gætum ekki andað að okkur lofti myndum við öll deyja!“ :) BÖS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.