Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 54
34 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Í RÉTTARSALNUM Hnefaleikakappinn skapbráði Mike Tyson mætti til réttar í New York í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á tvo menn á síðasta ári. Tyson KÖRFUBOLTI LeBron James, nýliðinn hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, hefur skrifað undir fjögurra ára auglýsingasamn- ing við Bubblicious- tyggjófyrirtækið. James, sem er að- eins 19 ára, fær um 345 milljónir króna í vas- ann fyrir samninginn. Þar með hefur piltur- inn gert auglýsinga- samninga fyrir um 9,4 milljarða króna, þar á meðal við Coca Cola. Eins og átrúnaðargoð sitt, Michael Jordan, er James þekktur fyr- ir að japla á tyggjói og blæs stöku sinnum stórar tyggjókúlur í leikjum. Ákvað Bubblicous að nýta sér þetta sérkenni James í nýja auglýs- ingaherferð. ■ Í þriðja sinn á fjórum árum ÍBV og Haukar leika til úrslita í SS-bikar kvenna á morgun. ÍBV sigraði Hauka í úrslitum árið 2001 en Haukar unnu úrslitaleikinn gegn ÍBV í fyrra. HANDBOLTI „Það er ljóst að við þurf- um að leggja á okkur gríðarlega mikla vinnu í þessum leik og eiga toppleik og þá er alltaf möguleiki,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálf- ari Hauka, sem mæta ÍBV í úrslit- um SS-bikarkeppni kvenna á morg- un. Ragnar sagði líka að í Eyjalið- inu væri enginn snöggur blettur nema í hárgreiðslu þjálfarans. ÍBV hefur verið með yfir- burðalið í vetur en Sigurður Jök- ull Jónsson segir að Eyjamenn vanmeti engan. „Haukarnir eru með gríðarlega sterkt lið og þeir verða mjög verðugur andstæðing- ur í úrslitaleiknum.“ Haukarnir leika án Hörpu Mel- sted, sem hefur verið einn burðar- ása liðsins á undanförnum árum. „Mér finnst við vera að nálgast einhverja aðlögun að því,“ sagði Ragnar. „Vörnin hefur verið að smella saman í tveimur síðustu leikjum. Við áttum í dálitlum erf- iðleikum, sérstaklega með vörn- ina, eftir að hún fór. Hún er líka leikmaður með 300 til 400 meist- araflokksleiki að baki og marga bikarúrslitaleiki.“ „Það er gríðarlegur missir fyr- ir þá því Harpa er frábær leik- maður bæði í vörn og sókn og leið- togi inni á vellinum. En það kem- ur maður í manns stað,“ sagði Sig- urður. Samt töpuðu Haukar með fimmtán marka mun fyrir ÍBV í haust þegar Hörpu naut við. „Haukar voru með tiltölulega mikið breytt lið en ÍBV ekki eins mikið,“ sagði Sigurður. „Þannig að það var mikið verk fyrir Ragnar að spila liðið saman þá en ekki eins mikið fyrir Aðalstein. Ég held að sá leikur gefi enga mynd af þessum leik núna.“ ÍBV hefur verið á mikilli sigl- ingu í deild, bikar og Evrópukeppni en Sigurður segir það ganga vel að einbeita sér að úrslitaleiknum. „Við tökum bara hvern leik fyrir sig, ætl- um bara að einbeita okkur að þess- um leik og reyna að byggja skemmtilega umgjörð í kringum hann. Við hlökkum til leiksins og svo kemur hitt bara seinna.“ „Ég tók þátt í svona leik fyrir þremur árum með mjög reynt lið,“ sagði Ragnar. „Þá brenndi ég mig á því að undirbúa liðið of vel fyrir leikinn þannig að spennustigið var sennilega of hátt. Þá vorum við undir neikvæðri pressu eins og Eyjamenn núna. Ég er að reyna að læra af reynslunni og reyni að hafa þetta afslappað í vikunni. Ég lít fyrst og fremst á þennan leik sem bónus fyrir okkur í vetur. Hann er gríðarlega ánægjuleg og góð reynsla fyrir liðið en að sjálf- sögðu ætlum við að vinna.“ Haukar og ÍBV mætast í bikar- úrslitum í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. ÍBV sigraði 21-18 árið 2001 en Haukar unnu 23-22 í fyrra. Ragnar og Sigurður vænta góðs stuðnings á morgun. „Hauk- ar eru gríðarlega öflugt félag með sterka stuðningsmenn sem gera mikið úr þessum degi,“ sagði Ragnar. „Ég vona að sem flestir komi frá Eyjum og svo búa mjög margir Eyjamenn hér á höfuð- borgarsvæðinu. Við biðlum til þeirra um að koma á leikinn og styðja okkur,“ sagði Sigurður. ■ Bandaríska frjálsíþróttasambandið: Ekkert lyfja- hneyksli í Aþenu Flottir fermingaskór Mikið úrval Gott verð KRINGLUNNI S. 568 6211SKÓHÖLLIN , FIRÐI HF. S. 555 4420 GLERÁRTORG AKUREYRI S. 461 3322 7990.- Svartir str. 40 - 46 6990.- Svartir str. 40 -46 3990.- Svartir str. 36 -41 3990.- Hvítir/Svartir str. 36 - 41 6990,- Hvítir/Svartir /Bleikir str. 37 - 41 4990,- Hvítir str. 36 - 41 *Fást einungis í Kringlunni 3990.- Hvítir/Svartir str. 36 - 41 3990.- Hvítir str. 36 - 41 4990.- Hvítir/Khaki str. 36 - 42 Ekki til á Akureyri FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Bandaríkin ætla að senda „stórkostlegt lið“ á Ólympíuleikana í Aþenu í sumar, sem mun hvergi koma nærri ólöglegri lyfjanotkun. Enginn keppandi mun tengjast steralyf- inu THG, að sögn íþróttayfir- valda í landinu. „Bandaríkin vilja að sjálf- sögðu aldrei senda hóp fólks til leiks sem hefur svindlað. Stöku sinnum sleppur einhver í gegn- um nálaraugað en það vandamál verður leyst fyrir þessa leika,“ sagði Anita DeFrantz, sem starf- ar að íþróttamálum. Þegar hafa fjórir bandarískir frjálsíþrótta- menn fallið á lyfjaprófi vegna notkunar á THG, auk breska hlauparans Dwain Chambers sem hefur verið dæmdur í tveggja ára bann. Einnig voru fjórir menn ákærðir í Bandaríkjunum í síð- ustu viku fyrir að láta tólf frjáls- íþróttamenn fá lyfið. Á meðal þeirra var Remi Korchemny, þjálfari Chambers. ■ JAMES LeBron James, leikmaður Cleveland, græðir á tá og fin- gri um þessar mundir. HANDBOLTAHELGI Laugardagur 28. febrúar Bikarúrslit meistaraflokka 13.00 ÍBV - Haukar SS-bikar kvenna 16.30 KA - Fram SS-bikar karla Sunnudagur 29. febrúar Grunnskólamót 10/11, leikir um 3. sætið 9.30 Breiðholtsskóli - Seljaskóli Drengir 10.15 Selásskóli - Melaskóli Stúlkur Grunnskólamót 10/11, úrslitaleikir 11.00 Fossv.skóli - Álftam.skóli Drengir 11.45 Álftam.skóli - Grandaskóli Stúlkur Bikarúrslit yngri flokka 12.30 Afturelding - Valur 4. flokkur karla 14.00 Grótta - HK 4. flokkur kvenna 15.30 Fjölnir - Fram 3. flokkur karla 17.30 Fram - Grótta Unglingafl. kvenna 19.30 Fram - KA 2. flokkur karla HAUKAR - ÍBV Frá blaðamannafundi fyrir bikarúrslitin. Ragnhildur Guðmundsdóttir, leikmaður Hauka, og Sigurður Jökull Jónsson frá meistaraflokksráði ÍBV. KÆRUM VÍSAÐ Á BUG Aganefnd KKÍ vísaði kærum á hendur Gunn- ari Einarssyni, leikmanni Keflavík- ur, og JaJa Bey, leikmanni KFÍ, frá á fundi sínum í vikunni. Þeim fé- lögum var vísað af leikvelli sl. laugardag þegar lið þeirra mættust í Intersport-deildinni í Keflavík. ■ Körfubolti LeBron James makar krókinn: Hundraða milljóna tyggjósamningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.