Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 56
36 27. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR KUZNETSOVA Svetlana Kuznetsova frá Rússlandi slær boltann í leik gegn hinni bandarísku Venus Williams á tennismóti í Dubai. Kuznetzova vann leikinn 6-2 og 6-3 og er komin í undanúrslit. Tennis Þriðja umferð Evrópukeppni félagsliða: Vålerenga náði jöfnu gegn Newcastle FÓTBOLTI Norska liðið Vålerenga gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða á Ullevaal-leikvangin- um í Osló í gær í miklum kulda. Craig Bellamy kom enska lið- inu yfir á 39. mínútu fyrir fram- an rúmlega sautján þúsund áhorfendur. Runar Normann jafnaði metin fyrir Vålerenga á 54. mínútu. Heimamenn efldust mikið við markið og fengu tvö ákjósanleg færi til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. „Þeir voru mjög þrautseigir,“ sagði Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, eftir leikinn. „Þeir voru erfiðir viðureignar og það er ljóst að þessari rimmu er ekki lokið. Þeir þurfa samt að koma á St. James’ Park og þar ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig. Eftir sem áður er ég nokkuð ánægður með að hafa náð í stig.“ Robson hvíldi þrjá af lykil- mönnum sínum í leiknum; fyrir- liðann Alan Shearer, Kieron Dyer og Laurent Robert. Shear- er og Dyer sátu allan tímann á varamannabekknum en Robert kom inn á þegar fimmtán mínút- ur voru til leiksloka. Síðari viðureign liðanna verður í næstu viku. Tyrkneska liðið Gaziantep- spor vann óvæntan heimasigur á ítalska stórliðinu Roma, 1-0. Yusuf Simsek skoraði sigur- markið í fyrri hálfleik. Þá vann RCD Mallorca öruggan útisigur á Spartak Moskvu, 3-0. Samuel Eto, Antonio Rodriguez og Jesus Perere skoruðu mörk spænska liðsins. ■ Á leið til Stabæk Veigar Páll Gunnarsson hefur skrifað undir samning við norska liðið Stabæk án þess að tala við KR. FÓTBOLTI KR-ingurinn Veigar Páll Gunnarsson er á leiðinni til norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk. Hann mun halda út til æfinga hjá liðinu á morgun en liðið dvelur nú í æf- ingabúðum í La Manga á Spáni. Veigar Páll hefur þegar náð samkomulagi við Stabæk um laun og sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri nánast forms- atriði að ganga frá samningnum við norska liðið. Veigar Páll skrif- aði á dögunum undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara KR en hann hefur þó af einhverjum ástæðum ekki skrifað undir KSÍ- samning við félagið. Veigar Páll sagði í gær að hon- um litist vel á að ganga til liðs við Stabæk en hann hafnaði samningi sem félagið bauð síðasta haust. „Þetta er eitt besta lið Noregs og það spilar fínan fótbolta. Þessi samningur sem þeir buðu mér nú er til þriggja ára og miklu betri en sá gamli og nær því sem ég var að hugsa. Ég hef átt góð ár hjá KR en tel að þetta sé rétti tíminn fyrir mig til að breyta um umhverfi,“ sagði Veigar Páll. Kristinn Kjærnested, stjórnar- maður í KR Sporti, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Veigar Páll væri samningsbundinn KR og það væri klárt að KR-ingar myndu fara fram á að Stabæk borgaði fyr- ir Veigar Pál. Kristinn sagði enn fremur að Veigar Páll hefði ekki talað við KR-inga út af þessu máli. Hann sagði það vera frekar skrýt- ið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hann sagði þó að Sta- bæk hefði sett sig í samband við KR og að segja mætti að samn- ingaviðræður væru farnar í gang. „Við ætlum ekki að missa Veigar Pál ókeypis frá okkur. Hann hefur verið lykilmaður í okkar liði und- anfarin tvö ár og auðvitað viljum við fá eitthvað fyrir hann,“ sagði Kristinn. Arnór Guðjohnsen, umboðs- maður Veigars Páls, staðfesti að Veigar Páll væri búinn að ná sam- komulagi við Stabæk en sagði mál- in að öðru leyti í höndum félag- anna tveggja. ■ VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Veigar Páll Gunnarsson er á leiðinni til Sta- bæk ef eitthvað er að marka hann sjálfan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L HM í Búdapest: Pappas ekki með í sjöþraut FRJÁLSAR Heimsmeistarinn í tug- þraut utanhúss frá síðasta ári, Bandaríkjamaðurinn Tom Pappas, verður ekki á meðal keppenda í sjöþraut á HM í Búdapest um aðra helgi. Í stað hans keppir Slóveninn Ranko Leskovar, sem er næstur á eftir Jóni Arnari Magnússyni á heimslistanum í sjöþraut. Listi þeirra átta sem keppa í Búdapest var birtur í gær. Fyrir utan Pappas verða allir helstu tugþrautarkappar heimsins á meðal keppenda. Þar má nefna Lev Lobodin, Erki Nool og Roman Sebrle, sem vann sjöþraut- armótið í Tallinn á dögunum. ■ NBA-deildin: Sigurganga Nets stöðvuð KÖFRUBOLTI New Jersey Nets tap- aði sínum fyrsta leik í NBA-deild- inni undir stjórn Lawrence Frank þegar liðið sótti Minnesota Timberwolves heim í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 81-68 fyrir heimamenn og þar með lauk 14 leikja sigurgöngu Nets. Liðið hafði jafnframt unnið alla 13 leiki sína síðan Frank tók við þjálfarastarf- inu. „Engum líkar að tapa,“ sagði Frank eftir leikinn. „Því miður er það hluti af starfinu. Ég átti ekki von á því að myndum fara í gegn- um mótið án þess að tapa.“ ■ Bikarglíma Íslands: Keppt á Reyðarfirði GLÍMA Bikarglíma Íslands fer fram á sunnudag í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Keppt verður í sjö flokkum: karlaflokki, kvenna- flokki, unglingaflokki 17-20 ára, meyjaflokki 14-16 ára, sveina- flokki 14-16 ára, telpnaflokki 11- 13 ára og piltaflokki 11-13 ára. Ólafur Haukur Ólafsson, sem verður á meðal keppenda á Reyð- arfirði, hefur oftast allra sigrað í Bikarglímunni, átta sinnum. Karólína Ólafsdóttir hefur oftast sigrað í kvennaflokki, fjórum sinnum. Inga Gerða Pétursdóttir getur jafnað metið ef hún sigrar á sunnudaginn. ■ NORMANN Darren Ambrose hjá Newcastle hleypur á eftir Runar Normann, markaskorara Vålerenga í leik liðanna í gær. FYRSTA TAPIÐ Lawrence Frank, þjálfari Nets, játar sig sigraðan gegn Minnesota. hvað?hvar?hvenær? FEBRÚAR Föstudagur 24 25 26 27 28 29 1 ■ ■ LEIKIR  18.30 Valur leikur við Keflavík í Eg- ilshöll í Deildabikarkeppni karla í fótbolta.  19.15 Grindavík og Hamar keppa í Grindavík í Intersport-deildinni í körfubolta.  19.15 ÍBV mætir Selfossi í Eyjum í 1. deild RE/MAX-deildar karla í handbolta.  20.00 ÍA leikur við FH í Reykjanes- höllinni í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 ÍBV keppir við Fram í Egils- höll í deildabikarkeppni karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um Meistara- deild Evrópu.  21.00 Supercross (HHH Metrodome) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í super- crossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.