Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 12

Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 12
Sviptingar og valdabarátta í kring-um Íslandsbanka hafa spennt upp verðmæti bankans – og var það nógu hátt fyrir. Það sama á við um verð- mat markaðarins á öllum viðskipta- bönkunum. Þótt hagnaður síðasta árs hafi verið mikill er ekki hægt að gera ráð fyrir að bankarnir skili slíkri afkomu mörg ár í röð. Hagnað síðasta árs má að mestu rekja til gengishagnaðar – bæði vegna hækk- unar á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum og hækkunar íslensku krónunnar. Þegar litið er til venju- legs rekstrar bankanna og afkomu af honum má fullyrða að bankarnir séu æði hátt metnir á markaði – jafn- vel allt of hátt. Eins má velta fyrir sér á hverju verðið sé byggt sem fjárfestingarfélagið Straumur var selt á í gær. Það er um 50 prósentum hærra en samanlögð eign félagsins. Það er erfitt að réttlæta slíkt yfir- verð á fyrirtæki þar sem rétt rúm- lega tíu manns vinna. Þegar verðmat íslenska markað- arins á viðskiptabönkunum og öðr- um fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni er borið saman við sambærileg fyrirtæki erlendis sést að íslensku fyrirtækin eru mun hærra metin. Skiptir þá engu við hvaða mælikvarða er miðað; hagnað frá rekstri, eigið fé, veltu. Hvað veldur þessu? Varla er það svo að ís- lensku fyrirtækin búi yfir getu um- fram þau erlendu eða þá að tækifæri þeirra til að vaxa séu mun meiri en útlendra fyrirtækja. Þvert á móti mætti halda hinu gagnstæða fram. Undir venjulegum kringumstæðum ættu íslensk fyrirtæki að vera lægra metin en þau erlendu – nema sérstök verðmæti liggi í fákeppninni hér. Gríðarleg hækkun íslenskra fyrirtækja á síðasta ári og það sem af er þessu vekur því spurningar. Sú staðreynd að stór hluti stærstu fyrir- tækjanna skuli hafa skipt um eig- endur á þessum tíma gerir þær spurningar meira aðkallandi. Það er því ekki aðeins svo að markaðurinn meti fyrirtækin hátt heldur eru fjöl- mörg fyrirtæki og einstaklingar til- búin að kaupa þau á þessu verði. Sum af stærri fyrirtækjum landsins hafa meira að segja skipt um eigend- ur oftar en einu sinni á þessum stutta tíma. Of hátt verðmat fyrirtækja leiðir til aukinnar skuldsetningar ef fyrir- tækin eru rekin sem einkafélög eða skuldsetningar eigendanna ef félög- in eru á markaði. Skuldsettir eigend- ur slíkra félaga eru háðir háum arð- greiðslum. Kaup á fyrirtækjum á svo háu verði dregur því afl úr þeim. Þar sem þau þurfa að fóðra lánin sem tekin voru til að kaupa þau upp hafa þau úr minna að spila til innri uppbyggingar, sóknar á markaði eða útrásar út fyrir okkar litla markað. Það er því hætt við að sú mikla eignaþensla sem merkja má þessa mánuðina muni fremur draga afl úr athafnalífinu en auka við það. Það er alls ekki ólíklegt að ein- hver þessara fyrirtækja kikni á end- anum undan eigin kaupverði. Það mun ekki verða svo að sífellt finnist nýr kaupandi sem er tilbúinn að greiða enn hærra verð. ■ Endurskoðun sögunnar geturverið allt í senn: réttmæt, skemmtileg og gagnleg. Það er hins vegar ágæt þumalputtaregla að þegar einhver þarf að endur- skrifa Íslandssöguna til að rétt- læta kröfugerð eða skoðun er óhætt að ganga út frá því að við- komandi hafi vondan málstað. Mig rekur ekki minni til að nokk- ur hafi villst jafn hressilega af leið í þessum efnum og fjármála- ráðuneytið í liðinni viku. Landnám Ingólfs hertaka? Ráðuneytið kynnti sumsé þá niðurstöðu sína að Ingólfur Arn- arson, sem við hin héldum að hefði verið fyrsti landnámsmaður Íslands, hafi raunar ekki verið landnámsmaður heldur hernáms- maður. Landnám Ingólfs „hafi borið brag af hertöku“. Þessi nýja og merkilega sagn- fræðikenning var sett fram í kröfugerð um hvaða landsvæði á Suðvesturlandi skuli teljast þjóð- lendur. Ráðuneytið seilist lang- leiðina í bakgarða húsa á höfuð- borgarsvæðinu og víkur ekki að- eins Landnámu til hliðar heldur jafnvel nýjum kaupsamningum þar sem ríkið sjálft var meðal seljenda. Og það með sérstöku samþykki Alþingis. Jafnframt er gert tilkall til landspildna sem Orkuveita Reykjavíkur hefur nýverið keypt af Hellisheiðarbændum. Þar var ráðuneytinu boðið að neyta for- kaupsréttar og verður að telja merkilegt að þeir samningar runnu athugasemdalaust gegnum ráðuneytið ef bændur voru að selja þjóðareign. Lögfræðiher ríkisins Samþykkt laga um þjóðlendur og tilurð óbyggðanefndar átti ræt- ur að rekja til óvissu um jarða- og stjórnsýslumörk sem þörf var að skýra. Víðtækur skilningur ríkti einnig á því að almannahagsmuna þyrfti að gæta ef sannað þætti að sveitarfélög eða jarðeigendur hefðu slegið eign á þjóðlendur. Ekkert þessara markmiða rétt- lætir hins vegar óbilgjarna kröfu- gerð þar sem þinglýstum skjölum og samningum er vikið til hliðar. Ef Landnáma er ekki þeim mun lygnari var hernám Ingólfs frið- arför í samanburði við herleið- angur fjármálaráðuneytisins. Hafi riddarar þess gert sér vonir um að mótspyrnan yrði eitthvað svipuð og þegar puntstráin reyndu að meina Ingólfi land- göngu skjátlast þeim einnig hrapallega. Sveitarfélög og ein- staklingar hljóta að taka höndum saman um að verja lönd og eignir fyrir ásælni ríkissjóðs. Ráðuneytið ætti raunar að sjá sóma sinn í að taka vinnubrögðin sem viðhöfð hafa verið til ræki- legrar endurskoðunar. Viljum við búa í samfélagi þar sem ríkið fer með lögfræðiher um lönd og eigur og gerir strandhögg hjá öllum sem ekki ráða jafnvíga lögmenn til að annast varnir? Einhvern tímann þótti skynsamlegra að gera tilraun til sáttar byggða á bestu gögnum áður en stríðsaxir voru grafnar úr jörðu. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um eignaþenslu. 12 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ef lýsa ætti í fáum orðum ís-lensku þjóðinni væri líklega best að segja að hún sé umturnuð og áttavillt þessa stundina, en ekki beinlínis ráðþrota. En hin fornu gildi, flétta dugnaðar og heiðarleika, eru að mestu horfin. Í staðinn komu athafnasemi og und- anbrögð. Í stjórnmálum, menn- ingu og listum, þar sem fólk segir að sé „mikið að gerast“, er fátt annað en athafnasemi innihalds- leysisins. Hví þá ekki að hætta Stjórnmálaflokkarnir hafa um- turnað því sem þeir voru í upphafi stofnaðir til að verja. Framsókn- arflokkurinn hefur eytt að mestu smábændum og eins miklu af náttúrunni og hann hefur komist yfir í þágu stóriðnaðar. Þetta kem- ur harðast niður á kvikfjárrækt. Ekki hefur einu sinni tekist að selja til útlanda hið ljúfmetna lambakjöt. Einn af ráðherrum flokks- ins, kenndur við iðnað, hefur meira að segja látið frá sér fara, að ef mik- ill markaður feng- ist fyrir kjötið gætu bændur ekki annað eftirspurn og best að hætta að eyða fé í „sölu- átak“. Þetta ber vott um hugsun stuttheilans. Ef veruleg eftir- spurn ykist á áli gætu verksmiðj- ur ráðherrans ekki heldur fram- leitt nóg í kaupendur. Sama er að segja um fiskinn. Hví þá ekki að hætta hvorutveggja? Heiðarleiki og traust Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka í tímans rás vegið að undir- stöðum sínum, útrýmt smákaup- mönnum og einstaklingsframtaki hins venjulega manns, svo kjós- endur úr alþýðustétt í bæjum og þorpum trúa varla lengur á heið- arleika og traust flokks- stólpanna. Líkt og Framsókn út- rýmdi smábændum hefur Sjálf- stæðisflokkurinn eytt smákaup- mönnum. Báðir flokkar hafa fórnað undirstöðum sínum á alt- ari toppsins og fólk kýs þá ein- ungis af því lítið traust er að finna í stöðugum klofningi vin- stri manna. Flokkar þeirra hafa einnig glatað undirstöðum sínum, hinni róttæku alþýðu, með því að hefja á stall skólagengna gráðuga millistétt með stefnuskrá jafn- réttis og kvenfrelsis, sem snýr einvörðungu að því að koma efsta hluta hinnar málglöðu klíku sinn- ar í stöðurnar. Innan hennar kveina og krefjast bóta þeir sem hafa efni á kveini og kröfugerð, en þorri almennings nýtur varla góðs af öðru en því sem fellur af borði „eilífu“ stjórnarflokkanna. Vegna þess að ekkert flokksborð getur hamið alla mylsnuna eftir að gæðingarnir átu kringlurnar. Og í fjöldamenningunni? Eilífar ljósahátíðir í landi þar sem norðurljósin tindra fegurri en flugeldar gerðir í Kína. Hvílík- ur frumleiki! Hvað með myndlistina? Eftir að málarar hættu að flaðra með pensla upp um tignarleg fjöll, sem tákn lands, listar og þjóðar, misstu þeir áttir en hafa „mikið að gera“ við að dreifa spörðum með „heimspekilegu ívafi“ ættuðu frá Bretlandi, kjöllurunum í Cambridge. Í bókmenntum er sama sagan: Dútl fært í snotra texta sættungu- skálda. Um stjórnmálafræðina er svip- að að segja: Um leið og fræðingar koma í fjölmiðla heyrist í hvaða háskólum þeir lærðu og hvaða handbók þeir flettu áður en þeir mættu til að láta í ljós „persónu- legt en hlutlaust álit sitt“. Hvað með fréttamennskuna? Fjölmiðlar virðast vera á laun- um hjá íslenska kauphallarkrílinu með sprænu fjármagns í þessum dúr: Einbjörn í tvíbjörn, tvíbjörn í þríbjörn og þríbjörn í tvíbjörn, tvíbjörn í einbjörn sem endar á Björgólfi. Þannig endalaust í hring hins dvergvaxna en borubratta kerfis. Meira að segja virðist hlutverk forsetans vera það eitt að koma fram sem liðugt og ókeypis mál- bein íslenskra fyrirtækja í útlönd- um. Þar stendur hann fremur á hausnum en löppunum í meira en hundrað daga á ári, og skreppur bara frá á skíði í Bandaríkjunum sem hann gæti þó gert í heimabæ sínum, Ísafirði, fretaði hann ekki á skíðabrekkur bernsku sinnar. Heimakær er forseti Íslands í tvö hundruð daga á ári; sam- kvæmt tölum hagstofunnar. Verður hann endurkjörinn for- seti fólksins, fyrirtækjamálbein eða sambreyskja hins magra og feita með þjóðinni. Því sem áður var einungis talið vera ágæti pækilsaltaðs hrossakjöts? Er furða að þjóðin sé áttavillt? ■ Kallar á hærri launa- kröfur Einar Ólafsson, bókavörður og félagi í samninganefnd Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, skrifar: Ríkisstjórnin hefur boðað lög umskattalækkanir þegar að lokn- um yfirstandandi kjarasamningum. „Ef samningar takast á næstu dög- um eða vikum þá er komið að ríkis- stjórninni að skila sínu í þeim efn- um,“ er haft eftir fjármálaráðherra í Fréttablaðinu 24. febrúar. Þannig virðist fjármálaráðherra setja þetta sem innlegg í þessar samningavið- ræður í þeirri von að verkalýðs- hreyfingin líti á það sem kjarabót og sætti sig þar með við hóflegar launahækkanir. Það er hins vegar ákaflega hæpið að líta á skattalækk- anir sem kjarabætur. Megintilgang- urinn með sköttum er að standa undir kostnaði við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og svo framvegis. Ef þessi kostnaður er ekki greiddur gegnum skattana þarf að greiða hann einhvern veg- inn öðruvísi. Gjaldtaka í heilbrigðis- kerfinu er þegar hafin. Og tal um skólagjöld verður æ háværara. Annar megintilgangur skattkerfis- ins er jöfnun lífskjara. Þess vegna eru borgaðir hærri skattar af háum launum en lágum. Þannig er kostn- aður lágtekjufólks vegna heilbrigð- isþjónustu, skólagöngu og þess hátt- ar niðurgreiddur. Með skattalækk- unum er dregið úr þessari niður- greiðslu. Þær valda sem sagt aukn- um útgjöldum hjá láglaunafólki. Þess vegna verður verkalýðshreyf- ingin að bregðast við boðuðum skattalækkunum með hærri kröfum til handa láglaunahópunum. ■ ■ Bréf til blaðsins Ríkissjóður gerir strandhögg Fyrirtæki kikna undan kaupverðinu ■ Einbjörn í tví- björn, tvíbjörn í þríbjörn og þrí- björn í tvíbjörn, tvíbjörn í ein- björn sem end- ar á Björgólfi. Sláttuvélamarkaðurinn SÍMI 517-2010 OG 897-3613 Notaðir Golf bílar á góðu verði DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um kröfur rík- issjóðs um þjóð- lendur á Suðvestur- landi. Skoðundagsins Um daginnog veginn GUÐBERGUR BERGSSON ■ skrifar um áttavillta þjóð. Umturnuð og áttavillt FB -M YN D R Ó B ER T FJÁRMÁLARÁÐHERRA „Ef Landnáma er ekki þeim mun lygnari var hernám Ingólfs þó frið- arför í samanburði við herleiðang- ur ráðuneytisins sem gerir landa- kröfur langleið inn í bakgarða húsa á höfuðborgarsvæðinu.“ Glöggt er gests augað „Að einu leyti er íslenska lands- byggðin aðdáunarverð. Víða er- lendis yrði erfitt að troða óvin- sælu mannvirki eða vandræða- stofnun inn í smátt bæjarfélag. Menn stofna félög og hlekkja hönd við fót bara til að koma í veg fyrir að útvarpsmastur verði reist í bænum, meðferðarstofnun flutt þangað eða nýtt fangelsi byggt. Slíkir baráttumenn hafa verið kallaðir NIMBA-fighters, fyrir „Not in My Backyard“, enda fáir þeirra sem leggjast gegn fyrirbærum sem slíkum en vilja, af misfordómafullum ástæðum, að þeir verði hafðir annars staðar en í bakgarðinum hjá þeim. Hér á landi er þessu öfugt farið.“ - PAWEL BARTOSZEK Á WWW.DEIGLAN.COM ■ Af Netinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.