Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 18

Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 18
18 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Diskurinn dauðvona Flest bendir til þess að dreifingtónlistar færist alfarið yfir á Netið og í farsíma á allra næstu árum og að hefðbundin plötuútgáfa líði undir lok. Þetta er ekki ein- göngu tilfinning eða spá manna heldur sýna staðreyndir að þessi þróun er þegar hafin. „Hefðbundn- um plötubúðum úti um allan heim hefur verið lokað í stórum stíl að undanförnu,“ segir Stefán Hjör- leifsson, framkvæmdastjóri vefsíð- unnar tonlist.is, en þar hefur verið mikill uppgangur undanfarið í sölu á tónlist á Netinu. Stefán bendir á, máli sínu til stuðnings, að hin risa- vaxna plötuverslanakeðja Tower Records sé að gefa upp öndina. „Nokkur hundruð plötubúðum er lokað í hverjum mánuði í Banda- ríkjunum einum enda sýna tölur að þó að notkun eða neysla tónlistar hafi aldrei verið jafn mikil og nú hefur geisladiskasala aldrei verið jafn lítil og nú á heimsvísu,“ segir Stefán. Og enn vitnar Stefán til talna og athugana: „Kynslóðir eru að vaxa úr grasi sem aldrei hafa komið í plötu- búðir. Ný bresk rannsókn sýndi fram á að enginn á aldrinum sextán ára og yngri hefði komið inn í slíka verslun. Ekki einn.“ Og Stefán heldur áfram: „Það bendir flest til þess að draga muni úr diskasölu á Íslandi. Þegar hefur sala erlendrar tónlistar minnkað hér þó hið gagnstæða sé uppi á ten- ingnum hvað íslenska tónlist varðar af ýmsum ástæðum. Þetta er þó ekki að gerast alveg á morgun eða hinn daginn því spár segja til um að netsalan verði orðin þrjátíu prósent allrar tónlistarsölu innan fjögurra ára og eftir það muni netsölunni vaxa enn ásmegin, sem endar með því að geisladiskurinn fjarar út.“ Og spá Stefáns sjálfs gerir ráð fyrir að eftir fimm til tíu ár heyri diskurinn sögunni til. Áhrifin ná til útvarpsstöðva En hvað með áhyggjur þeirra sem njóta þess að fletta diskaumslögum, skoða þær upplýs- ingar sem þar er að finna og hafa textana fyrir framan sig? „Fólk get- ur fengið miklu ítarlegri upplýsing- ar á Netinu,“ segir Stefán. „Það get- ur prentað umslögin út auk þess sem það fær alls konar lista yfir aðra útgáfu viðkomandi listamanna, aðkomu þeirra að öðrum verkefn- um og sögu þeirra. Ég held að þetta verði því ekki vandamál þegar fólk finnur kosti Netsins, þó svo að búast megi við að einhverjir sakni geisla- disksins, rétt eins og vínylsins.“ En mun þetta hafa áhrif á lista- mennina sjálfa, munu þeir haga sín- um tónsmíðum og útgáfum með öðr- um hætti í framtíðinni? „Þetta breytist á þann veg að tónlistar- menn munu gefa út einstök lög í framtíðinni og fólk mun kaupa nýja tónlist í stykkjatali í stað þess að kaupa heilar plötur. Raunin er reyndar sú að stærstur hluti platna selst út af einu lagi.“ Og þróunin mun ekki bara hafa áhrif á plötusölu heldur líka út- varpshlustun að mati Stefáns: „Þetta mun klárlega draga úr hlust- un á tónlistarstöðvar. Enda virkar þetta eins og útvarp nema þú þarft ekki að hlusta á auglýsingar og þarft ekki að hlusta á útvarpsmenn- ina, með fullri virðingu fyrir því frambærilega fólki sem starfar við útvarp. Og í stað þess að hringja inn og biðja um óskalag stimplar þú lag- ið inn og það kemur undir eins.“ Fjörutíu þúsund gestir á mánuði Vefsvæðið tonlist.is hefur ver- ið aðgengilegt notendum frá því í apríl síðastliðnum en þar fæst stafrænn aðgangur að íslenskri tónlist gegn gjaldi. Síðuna sækja hátt í fjörutíu þúsund gestir á mánuði sem ýmist kaupa sér lög til eignar með niðurhlöðun og brennslu á geisladisk eða hlýða beint á tónlistina í gegnum síðuna. Að auki sækja margir síðuna til að fylgjast með beinum útsending- um frá hljómleikum, lesa fréttir úr tónlistarlífinu eða skoða mynd- ir af tónlistarmönnum. Stefán er frumkvöðull að vef- svæðinu og segir hann notendur hafa breiðan tónlistarsmekk og sækja sér fjölbreytt efni: „Mjög mörg lög hafa verið sótt en í gagnagrunni okkar eru um þrjátíu þúsund lög. Salan helst í hendur við almennar vinsældir og sem dæmi get ég nefnt að Paparnir hafa selst vel hjá okkur og lagið Ást með Ragnheiði Gröndal er meðal mest spiluðu laga frá upp- hafi. Þá eru eldri perlur á borð við Lítill drengur og mörg fleiri vin- sæl og eins efni sem ekki hefur verið fáanlegt á geisladiskum lengi.“ 300.000 erlend lög Sú breyting er nú að verða á þjónustu tonlist.is að í stað þess að bjóða eingöngu upp á íslensk lög eru erlend að bætast við. Og það í dágóðu magni: „Fljótlega bjóðum við upp á aðgang að um þrjú hundruð þúsund erlendum lögum. Þetta verða bæði gamlar og góðar perlur og glænýtt efni. Mörg gömlu laganna eru ófáanleg hér- lendis og sumt af nýja efninu býðst hjá okkur áður en það kem- ur út á plötum,“ segir Stefán. Og samhliða því að semja um erlenda tónlist á vefsvæðið hefur tonlist.is einnig samið við erlenda aðila um miðlun íslenskrar tónlist- ar. „Við höfum samið við fjölmarga aðila, sem gerir það að verkum að innan skamms verður íslenskri tónlist miðlað í gegnum á sjötta tug vefsvæða sem eru sambærileg tonlist.is. Þessu fylgja mikil tæki- færi fyrir íslenska tónlistarmenn á að koma list sinni á framfæri við útlendinga.“ En í hvað sækja útlendingarnir helst? „Þeir sækja meira og minna í það sem þeir hafa þegar heyrt, ýmist sjálfir eða af af- spurn. Það er þá helst eitthvað sem er öðruvísi, til dæmis nátt- úrutengd eða kómísk tónlist eins og frá Apparat Organ Quartet eða Trabant.“ Veðjuðum á réttan hest Stefán hóf athuganir á mögu- leikanum á stofnun tonlist.is fyrir rúmum tveimur árum en vefsvæð- ið var opnað almenningi snemma á liðnu ári. „Þegar ég byrjaði á við- skiptaáætluninni leit þetta allt öðruvísi út en nú. Við ætluðum upphaflega að vera íslensk staf- ræn tónlistarverslun og selja að auki geisladiska o.fl. á Netinu en síðan tóku hlutirnir að þróast og breytast og við höfum þurft að endurskoða áætlanir okkar reglu- lega. Hins vegar hefur allt saman gengið upp hjá okkur til þessa.“ Nokkur fyrirtæki í heiminum fást við sömu eða svipaða hluti og Tónlist.is þó að með ólíkum hætti sé. Það fór hins vegar sérstök til- finning um Stefán þegar hann hlýddi nýlega á fyrirlestur for- stjóra Napster, eins stærsta fyrir- tækisins á þessu sviði í heiminum: „Hann var að segja frá áætlunum sínum og það var eins og hann hefði lesið viðskiptaáætlunina okk- ar því hann var í nákvæmlega sömu hugleiðingum og við.“ Og þessu fygldi ekki vond tilfinning hjá Stefáni: „Nei, þetta var mjög gott því það styrkti okkur í þeirri trú að við værum að gera rétt. Það er dýrt að veðja á rangan hest í t.d. hugbúnaðarþróun. Við völdum Microsoft-hugbúnað sem ætlar að verða ofan á í heiminum. Við völd- um líka sambland af áskrift og sölu á stökum lögum og það fyrir- komulag er að verða ofan á. Þannig að við erum mjög ánægðir.“ Þrír starfsmenn vinna hjá Tón- list.is í dag en þeir voru fleiri þeg- ar annir voru hvað mestar við skráningu og innsetningu tónlist- arinnar í gagnabanka. Að því er stefnt að starfsmenn verði sem fæstir enda á mannshöndin að koma sem minnst að ferlinu, allt á að vera sjálfvirkt. Vildi nota menntunina í eigin þágu Tónlist.is er í góðri samvinnu við alla hagsmunaaðila í tónlist á Íslandi enda er það Stefáni sjálfum mikilvægt. Hann er tónlistarmað- ur að upplagi og hafði sköpun, flutning og kennslu að atvinnu í tólf ár. En er hann hættur því og gefur sig allan í nýja verkefnið? „Nei, ekki alveg. Ég er í tveimur hljómsveitum, Nýdönsk og Bíta- vinafélaginu, sem alltaf eru dregn- ar fram annað slagið og þá spila ég. Ég ákvað á sínum tíma að bjóða fjölskyldunni ekki lengur upp á ballspilamennsku og það hefur gengið nokkurn veginn eftir,“ seg- ir Stefán, sem á eiginkonu og tvær dætur. Hann rak Japis um skeið og einnig eigin hljóðsetningarfyrir- tæki en hóf MBA-nám við Háskól- ann í Reykjavík um áramótin 2001/02 og vann þá um leið að hug- mynd sinni um Tónlist.is. „Í fyrstu ætlaði ég að vinna hjá öðrum að námi loknu en þetta er dýrt nám og þegar upp var staðið vildi ég nýta menntunina fyrir sjálfan mig frek- ar en aðra og þá varð þetta ofan á.“ bjorn@frettabladid.is Bransinn á tánum Mín búð hefur sýnt auknaveltu upp á 7-10 prósent síð- astliðin tvö ár, þannig að það er í það minnsta aukin sala hjá mér,“ segir Anna Katrína Eyjólfsdóttir, verslunarstjóri Skífunnar í Kringlunni. „Það er meiri aukn- ing í sölu á íslenskri tónlist en er- lendri og salan virðist ekki bara vera tengd jólunum, heldur er hún allt árið. Anna segir Skífuna þó vissu- lega vita af þeirri þróun sem á sér stað erlendis um þessar mundir, þar sem plötubúðir hafa lagt upp laupana og salan fer fram í aukn- um mæli á Netinu. „Salan hefur stórminnkað í Bandaríkjunum og fleiri löndum,“ segir hún. „Og auðvitað þurfum við að bregðast við þessari þróun. Við spáum mikið í það hvernig heimsmark- aðurinn er. Allur útgáfubransinn er á tánum. Og Íslendingar eru náttúrlega fremstir miðað við höfðatölu í netnotkun, þannig að þróunin yfir í netsölu ætti þá að vera hröð hér.“ ■ ANNA KATRÍNA Geisladiskurinn er ekki dáinn í Skífunni í Kringlunni. Þar hefur sala aukist undanfarið, einkum á íslenskri tónlist. Þó að ekki séu liðin mörg ár frá því að geisladiskurinn leysti vínylplötuna af hólmi er honum spáð hægu en öruggu andláti. Framkvæmdastjóri tonlist.is segir tónlistarsölu framtíðarinnar fara fram í gegnum tölvur. STEFÁN HJÖRLEIFSSON Senn munu tónlistarunnendur geta nálgast um 300 þúsund erlend lög, bæði gamlar perlur og glænýtt efni, á tonlist.is. Stefán segir plötusölu framtíðarinnar alfarið munu fara fram á Netinu. Hann vann að stofnun tonlist.is samhliða MBA-námi í Háskólan- um í Reykjavík. Stefán er ekki hættur að spila á gítar með Ný dönsk, þrátt fyrir annir. Þetta breytist á þann veg að tónlist- armenn munu gefa út ein- stök lög í framtíðinni og fólk mun kaupa nýja tónlist í stykkjatali í stað þess að kaupa heilar plötur. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.