Fréttablaðið - 28.02.2004, Side 22

Fréttablaðið - 28.02.2004, Side 22
Hljómsveitin Mínus hefur mik-ið verið í umræðunni síðustu vikur, bæði vegna deilu meðlima hennar við æskulýðsfélög víða um land sem og vegna þeirrar athygli sem hún hefur fengið í útlöndum. Mínus er nýkomin úr tónleika- ferðalagi um Bretland og Þýska- land og hélt nú fyrir helgi tónleika á Ísafirði og Akureyri. Æskulýðsfulltrúar fara offari „Mér finnst þetta afskaplega sorglegt mál,“ segir Frosti Loga- son, gítarleikari Mínus, spurður um þá ákvörðun forsvarsmanna félagsmiðstöðva á Íslandi að banna sveitinni að spila á fjöl- mennum unglingatónleikum. „Persónulega finnst mér æsku- lýðsfulltrúar fara offari í þessu máli og furðulegt hvað þeir hafa haft mikla þörf fyrir að sannfæra alla í kringum sig um að Mínus sé hættulegasta hljómsveit Íslands,“ segir Frosti. Mínus átti að spila á balli sem Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi standa fyrir og á grunnskólahátíð á vegum Íþrótta- og tómstunda- ráðs Hafnarfjarðar. Samfés og ÍTH kröfðust þess að meðlimir sveitarinnar skrifuðu undir samn- ing þar sem þeir lýstu því yfir að þeir hefðu aldrei neytt eiturlyfja. Mínus neitaði að skrifa undir samninginn en lagði þess í stað fram annan samning þar sem meðlimir sveitarinnar sögðust ekki ætla að spila undir áhrifum vímuefna á skemmtunum. Það töldu forsvarsmenn Samfés og ÍTH ekki nóg og í kjölfarið var Mínus meinað að spila. Vilja ekki láta kúga sig Ástæða þess að sveitin var beð- in að skrifa undir samninginn var sú að fjallað var um eiturlyfja- neyslu Mínusliða í blaðinu Rock Sound og í breska tímaritinu Bang og töldu æskulýðsfulltrúar hljóm- sveitina ekki gefa gott fordæmi. „Umboðsmaður okkar var bú- inn að láta Samfés og ÍTH vita af þessum viðtölum. Forsvarsmenn samtakanna sögðu hins vegar að þetta væri allt í lagi. Það er því einkennilegt að þau leggi síðan fram svona samninga sem þau vilja að við sendum frá okkur,“ segir Frosti. „Mér finnst mjög slæmt fordæmi að láta kúga sig. Það eru ekki skilaboð sem við vilj- um senda frá okkur, hvorki æsk- unni né öðrum. Þar að auki er tjáningarfrelsi á Íslandi og inni- falinn er rétturinn til að þegja. Þetta ættu æskulýðsforkólfar að vita. Meðlimir Mínuss munu aldrei skrifa upp á syndakvittanir og láta þannig undan þrýstingi yfirvalda sem vilja stjórna í krafti bannfæringa. Við viljum hvetja alla til að fórna ekki frelsinu til að tjá skoðanir sínar og tilfinningar í ræðu, riti eða tónlist.“ Hafa prófað eitt og annað Í Bang er haft eftir drengjun- um að íslenskar stúlkur séu fúsar til samræðis á klósettum veitinga- staða gegn greiðslu í eiturlyfjum. Frosti segir fjölmiðla og æsku- lýðsfulltrúa hafa lesið rangt úr greininni. „Í Bang-blaðinu var ég að for- dæma þá sorglegu staðreynd að ungar stúlkur neyti harðra efna í auknum mæli og láti svívirða sig fyrir þau á veitingastöðunum. Í blaðinu kom það hins vegar út eins og við værum að neyða kóka- íni ofan í þessar stúlkur, sem er af og frá og á sér enga stoð í raun- veruleikanum. Hins vegar tel ég það hafa farið mest fyrir brjóstið á þessum aðilum að við skyldum segja svona opinskátt frá því hvað við sjáumst gerast í Reykjavík, en þeir verða þá bara að eiga það við sig,“ segir Frosti. „Í Rock Sound-blaðinu sagði ég að við hefðum jú vissulega prófað eitt og annað en sem betur fer gerum við okkur grein fyrir hætt- unni og skaðseminni sem fylgir því. Ég sagði því að þeir sem ráf- uðu út á þessa braut þyrftu að gera sér grein fyrir þessum hætt- um. Það verður svo hver og einn að túlka orðin eins og hann vill.“ Hvorki englar né djöflar Bassaleikari Mínuss lýsti því yfir í síðarnefnda viðtalinu að hann vildi frekar nota amfetamín en kókaín. Hann sagðist jafnframt ekki hafa áhyggjur af því að tala um eiturlyf í svona viðtölum. „Amma mín les ekki þetta blað!“ sagði bassaleikarinn meðal ann- ars í viðtalinu. Frosti segir þessi ákveðnu um- mæli vera hreint og klárt grín. „Enda segir enginn svona. Ég varð mjög hissa að þjóðin skyldi halda að Þröstur væri svona vit- laus. Þetta var bara hroki og spaug, rokkklisja sem hefur verið notuð hundrað sinnum og þú þarft að vera ansi vitlaus til að sjá það ekki.“ Frosti viðurkennir fúslega að þeir Mínusmenn séu engir englar. „Ég held að það séu nú engir englar gangandi um á Íslandi. En við erum heldur engir djöflar – erum ekki með horn og hala,“ seg- ir gítarleikarinn. Vont að lenda í nornaveið- um Frosti segir það að sjálfsögðu koma sér illa fyrir sveitina að vera meinað að spila á unglinga- skemmtunum. „Það er vont fyrir hvern sem er að lenda í svona nornaveiðum. Við viljum þó ekki svíkja sjálfa okkur með því að láta kúga okkur. Það kemur ekki til greina að við skrifum und- ir svona samninga og göngum við þess í stað frá þessu með höfuðið hátt. Við buðumst til að skrifa undir samning þar sem við sögð- umst ekki ætla að spila undir áhrifum vímuefna enda er það al- veg sjálfsagt. Ég spila aldrei und- ir áhrifum og engin ástæða til að ætla að við hefðum gefið slæmt fordæmi á þessum tónleikum.“ Þegar búið var að útiloka sveit- ina frá áðurnefndum unglinga- skemmtunum sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að með ákvörðun Samfés styttist í að Hitlersæskan verði endurvakin í nýrri mynd hér á landi. Frosti seg- ir að þeir hafi sent frá sér yfirlýs- inguna en ætli að láta þar við sitja. „Það er fyrst og fremst verið að brjóta á krökkunum í þessu máli. Það eru þeir sem vilja sjá Mínus en fá það ekki. Þetta er leiðinlegt mál á milli æskulýðs- fulltrúanna og krakkanna sjálfra. Við erum ekki að fara í neitt stríð gegn einum né neinum,“ segir Frosti. Mínus æskan Mínus hefur þó látið prenta boli með áletruninni „Mínus æsk- an“ sem augljóslega er beint gegn þeim sem vildu láta sveitina skrifa undir samninginn. „Okkur finnst þetta mál forkastanlegt. Við höfum verið með ýmiss konar ádeilu á íslenskt samfélag í gegn- um tíðina, til dæmis í textunum okkar, og með bolunum erum við að reyna að benda á að þetta er ekki eðlilegt. Mér finnst það alveg normal viðbrögð hjá okkur,“ segir Frosti. Þótt Mínus hafi verið meinað að spila á unglingaskemmtunum á vegum Samfés og ÍTH hefur sveitin ekki gefið það upp á bátinn að leika fyrir unglinga. Um næstu helgi ætlar hún að efna til tónleika í Reykjavík fyrir yngri kynslóð- ina. „Tónleikarnir verða eingöngu settir upp fyrir ungt fólk en það verða að sjálfsögðu allir velkomn- ir. Barinn verður lokaður og eng- inn vímuefni höfð um hönd,“ seg- ir Frosti en með Mínus leikur breska hljómsveitin Jarcrew. kristjan@frettabladid.is Í Rock Sound- blaðinu sagði ég að við hefðum jú vissulega prófað eitt og annað en sem betur fer gerum við okkur grein fyrir hættunni og skaðsem- inni sem fylgir því. ,, 22 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Mínus hefur verið á miklu tón-leikaferðalagi síðustu mán- uði og lauk nýverið við tveggja vikna tónleikaferðalag um Bret- land og Þýskaland. Platan Hall- dór Laxness hefur fengið góða dóma í erlendum blöðum, þar á meðal fullt hús stiga í rokktíma- ritinu Kerrang! „Við höfum verið að spila mik- ið síðustu mánuði og þetta er vinna sem vinnst hægt en örugg- lega. Það komu alltaf fleiri og fleiri á tónleikana okkar í London nýverið og við sáum árangurinn mjög greinilega,“ segir Frosti Logason gítarleikari. „Þýska- landstúrinn sem við fórum í um daginn með The Distillers lofaði einnig mjög góðu. Þýska pressan hefur meðal annars farið fögrum orðum um okkur svo við getum ekki kvartað undan því.“ Frosti starfaði um tíma sem dagskrárgerðarstjóri á X-inu 977 en hefur fengi leyfi um ókominn tíma, enda orðið fullt starf að vera rokkari. „Við gerum alla- vega ekkert annað,“ segir hann aðspurður hvort þeir lifi á rokk- inu. „Vissulega er þetta ánægju- legt að geta verið í rokkhljóm- sveit eins og okkur hefur dreymt um frá því við vorum smáguttar. Árangur erfiðrar og mikillar vinnu sem er loks að skila sér.“ Mínus hefur alla tíð æft mjög stíft og hefur lítið lát verið á æf- ingum þótt sveitin hafi lagst í víking. „Að öllu jöfnu eiga að vera æfingar á hverjum degi nema eitthvað annað komi upp á. Ef það er laus dagur reynum við að æfa frá tvö til sex,“ segir Frosti, en sveitin hefur einnig verið að semja nýtt efni. „Við erum komnir langt með næstu plötu og það gengur mjög vel. Hún lofar góðu.“ ■ Hljómsveitin Mínus hefur verið milli tannanna á fólki eftir að viðtöl við meðlimi hennar birtust í erlendum tímaritum. Þar var fjallað um eiturlyfjaneyslu þeirra, og í kjölfarið var þeim meinað að spila á unglingaskemmtunum. Í viðtali við Fréttablaðið svarar Frosti Logason gítarleikari fyrir sig og félaga sína, en sveitin hefur lítið tjáð sig um málið hingað til. Höfum hvorki horn né hala Rokkarar í fullu starfi MÍNUS Hljómsveitin Mínus hefur verið í umræðunni síðustu vikur vegna viðtala sem birtust við meðlimi hennar í erlendum tímaritum. FROSTI Frosti Logason, gítarleikari Mínuss, segir meðlimi hvorki vera engla né djöfla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR Ég held að það séu nú engir englar gangandi um á Íslandi. En við erum heldur engir djöflar – erum ekki með horn og hala. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.