Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 24

Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 24
24 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Óhætt er að fullyrða að seinnihluti síðastliðins árs og það sem af er þessu ári hafi verið sér- stakur tími í sögu félagsins. Hér á ég að sjálfsögðu við hið óvænta rjúpnaveiðibann sem sett var á síðastliðið haust,“ sagði Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifé- lags Íslands, við upphaf aðalfund- ar félagsins, þar sem rjúpnaveiði- bannið var helsta umræðuefnið, enda eru skotveiðimenn víða um land allt annað en hressir með bannið. „Vissulega má segja að það hafi nú um nokkurn tíma legið í loftinu að gripið yrði til einhverra aðgerða til verndar rjúpunni,“ sagði Sigmar. „Haustið 2002 var komin sátt í þessu máli sem gekk út á það að rjúpnaveiðitíminn yrði styttur um rúma 20 daga og bann- að yrði að selja rjúpu á frjálsum markaði. Sölubannið fór ekki í gegn á Alþingi, eða réttara sagt fékk ekki formlega afgreiðslu. Þetta kom okkur öllum nokkuð á óvart og því má segja að í fram- haldi af þessari afgreiðslu þings- ins hafi mátt búast við einhverj- um aðgerðum af hálfu stjórn- valda. Það kom okkur hins vegar í opna skjöldu að gripið var til veiðibanns og raunar má segja að undrun okkar verði varla með orðum lýst þegar við í fundi í ráðuneytinu hlýddum á starfs- menn Náttúrufræðistofnunar þar sem þeir lögðu til að rjúpan yrði friðuð næstu fimm árin.“ Sigmar sagðist telja að illa hafi verið staðið að rjúpnaveiðibann- inu, ekkert tillit hafi verið tekið til skoðana veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar né SKOTVÍS eða hlustað á aðra merka fugla- fræðinga eins og prófessor Arn- þór Garðarsson og doktor Arnór Þóri Sigfússon. „Þá á ekki að verja neinu frekara fé til þess að rann- saka hvaða áhrif veiðibannið hef- ur á rjúpnastofninn,“ sagði Sig- mar. Ýmsu áorkað þrátt fyrir rjúpnaveiðibann Sigmar sagði starfsemi félags- ins á starfsárinu hafa mótast mjög af rjúpnaveiðibanninu, eins og gefi að skilja. „En þrátt fyrir rjúpnaveiðibannið hefur ýmsu verið áorkað á starfsárinu,“ sagði hann. „Vildi ég sérstaklega nefna að breytingar á skotvopnalöggjöf- inni náðust fram á síðastliðnu ári eftir hartnær fjögurra ára baráttu okkar. Í þessu sambandi ber helst að nefna gott samstarf við emb- ætti Ríkislögreglustjóra.“ Þá sagði Sigmar að félagið hefði fylgst vel með umræðu um stofnun nýrra þjóðgarða. „Þar skiptir mestu hinn svokallaði Vatnajökulsþjóðgarður,“ sagði hann. „Félagið hefur lagt ríka áherslu á að veiðar verði eftir sem áður heimilaðar á þessu svæði, verði af stofnun þjóðgarðsins. Ekki verður annað sagt en að nokkur skilningur sé fyrir þess- um óskum okkar enda er þarna um að ræða svæði þar sem rjúpna-, gæsa- og hreindýraveið- ar eru stundaðar og hreinlega kemur ekki til mála af okkar hálfu að veiðar verði þar bannaðar.“ Þá ræddi Sigmar um væntan- legt námskeið í minkaveiðum sem til stendur að bjóða félagsmönn- um upp á. „Minkurinn er skemmtileg veiðibráð sem nauð- synlegt er að halda niðri og helst eyða,“ sagði Sigmar. Aðeins nokkrir veiðimenn á þingi En mál málanna á aðalfundi Skotveiðifélagsins var vitaskuld rjúpnaveiðibannið. „Rétt er að benda á það að aðeins eru nokkrir skotveiðimenn á hinu háa Al- þingi,“ sagði Sigmar. „Flestir þingmenn hafa því litla sem enga þekkingu á skotveiðum. Ég verð því að segja að mér til ánægju varð ég fljótt var við það að vel- flestir þingmenn höfðu ekki myndað sér skoðun í þessu máli. Það hefur því verið okkar helsta starf í samskiptum okkar við þingið að ræða við þessa þing- menn og koma til þeirra upplýs- ingum sem sýna svart á hvítu að íslenski rjúpnastofninn er í engri hættu vegna skotveiða lands- manna og það er langt frá því að íslenski fálkastofninn sé í stór- hættu vegna rjúpnaleysis. Á þessu stigi málsins getum við lítið meira gert, við erum búin að koma þessum upplýsingum tryggilega til skila.“ Sigmar kvaðst hafa af því nokkrar áhyggjur að ekki næðist samstaða í umhverfisnefnd þings- ins um tillögu sem fæli í sér að skotveiðimenn gætu stundað tak- markaðar rjúpnaveiðar árin 2004 og 2005. Það fyrirkomulag kæmi í stað algjörs rjúpnaveiðibanns. „Meðal þeirra tillagna sem ég hygg að nokkur sátt ætti að geta ríkt um er að veiðitíminn verði styttur verulega,“ sagði Sigmar. „Ég tel mig geta fullyrt hér að meirihluti þingmanna er andsnú- inn algjöru veiðibanni á rjúpu.“ Sigmar sagði mikinn misskiln- ing ríkjandi á meðal almennings um skotveiðar á Íslandi. Til að mynda væri því haldið fram að skotveiðimönnum hefði fjölgað hér á landi, á meðan tölur sýndu annað. „Fjöldi veiðimanna hefur verið mjög svipaður nú um nokkurn tíma,“ sagði Sigmar. Hann sagði það gleðiefni að yfir- leitt væru landsmenn jákvæðir gagnvart veiðum, þó svo að þeim sem væru andsnúnir þeim hefði líka fjölgað. „Við vitum það öll sem hér erum að veiðar eru svo ótal margt annað en að deyða dýr,“ sagði Sigmar undir lokin á ræðu sinni. Nýr í stjórn félagsins var kjör- inn Friðrik Friðriksson, spari- sjóðsstjóri á Dalvík, sem verður gjaldkeri. ■ Veiðifréttir Silungsveiði á Grænlandi Á mánudaginn næsta verður án efa fróðleg kynning hjá Ármönn- um, í Árósum, á silungsveiði á Suður-Grænlandi. Sérstakir gestir verða Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlandi, Örn Logi Hákonarson frá Árbót í Aðal- dal og Bragi Guðbrandsson Ár- mann. „Okkur langar til að segja frá afar eftirminnilegri veiðiferð til Grænlands í fyrrasumar,“ seg- ir Bragi. „Hápunktur ferðarinnar var veiði í Miklavatni, á suður- odda Grænlands, sem er tíu kílómetrar á lengd. Í þetta vatn renna ótal lækir og í ósum þeirra er gríðarmikið af fiski. Það vatn er eiginlega þekkt fyrir stór- bleikju, mikla og góða veiði.“ ■ Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands: Rjúpnaveiðibannið helsta umræðuefnið Maður að mínu skapi er Svein-björn Jónsson frá Suður- eyri,“ segir Árni Steinar Jóhanns- son, landslagsarkitekt og fyrrum þingmaður. „Ég er búinn að fylgj- ast með honum í fjöldamörg ár þar sem hann hefur, af mikilli þrautseigju, unnið að máli sem hann hafði trölla- trú á, það er að framleiða beitu á nýstárlegan hátt. Nú hefur Svein- björn sett verk- smiðju á laggirnar í gamla Norður- tangahúsinu á Ísa- firði þar sem haf- in er framleiðsla á hugðarefni hans, pokabeitu.“ Árni Steinar, sem starfar nú sem landslagsarki- tekt að verkefnum fyrir Fjarða- byggð, fylgist vel með smáiðnaði og framförum en þannig kynntist hann Sveinbirni. „Mér finnst hugmynd hans dæmi um það sem getur leyst úr læðingi ef einstaklingar fá að njóta sín á þeim vígstöðvum sem hugur þeirra stendur til,“ segir Árni Steinar. „Draumur Svein- björns er að geta notað ýmsar af- urðir, sem hann formar á vélræn- an hátt, í beitu. Beitan er síðan sett í poka og notuð í staðinn fyrir síli eða þvíumlíkt. Hann getur því notað ýmislegt sem hann formar í töflur og notar síðan í beitu.“ ■ ■ Maður að mínu skapi SVEINBJÖRN JÓNSSON Vinnur að því að hanna nýstárlega beitu. Maður með tröllatrú ÁRNI STEINAR JÓHANSSON Vinnur nú sem landslagsarkitekt að verkefnum fyr- ir Fjarðabyggð. Karnival út um Frægasta karnival í heimi er haldið í Rio de Janeiro í Brasilíu, en það hófst í vikunni. Þangað streyma þúsundir gesta á ári hverju til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Karnival er þó haldið í mun fleiri löndum. Eins og sjá má á myndunum hér á síðunni láta Evrópubúar ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að efna til þessa litskrúðuga húllumhæs. Jafnvel Íslendingar bregða á leik, á sinn hátt. SPÁNN Carlota Hernandez tróð upp á Drottningarkarnivalinu í Tenerife á Spáni. PORTÚGAL Á karnivali í Portúgal létu trúðar og aðrir grínarar ekki sitt eftir liggja. Karnivalið fór fram í þorpinu Sesimbra, 30 kílómetra fyrir utan Lissabon. MAKEDÓNÍA Makedónskar stúlkur í kanínubúningum stigu trylltan dans á karnivali í borginni Strumica rétt fyrir utan höfuðborgina Skopje í vikunni. Tilefnið var Trimery-dagurinn, frídagur rétt- trúnaðarkirkjunnar, og að vanda voru illir and- ar reknir burt með dansi. Dagurinn markar upphaf föstunnar fyrir páska. ÖSKUDAGUR Á ÍSLANDI Íslendingar eiga ekkert eiginlegt karnival. Oft myndast þó hálfgerð karnivalstemning á öskudaginn þegar börn klæða sig í ýmis gervi og syngja fyrir búðareigendur og fá nammi að launum. Þessir krakkar voru í góðu stuði ásamt þúsundum íslenskra skólabarna sem klæddu sig upp í búninga þennan dag í vikunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.