Fréttablaðið - 28.02.2004, Side 26
26 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
■ Bækur
Harold Bloom er 73 ára gam-all, þekktasti gagnrýnandi
Bandaríkjanna og helsti sér-
fræðingur heimsins í Shakespe-
are. Naomi Wolf er 41 árs og
höfundur nokkurra femínískra
bóka, þar á meðal
metsölubókarinn-
ar The Beauty
Myth sem fjallar
um kvenímyndir.
Nú hefur Wolf
ruðst fram á sviðið
og sakar Bloom um
að hafa áreitt sig
kynferðislega - fyr-
ir 20 árum.
Árið 1983 var
Naomi Wolf nem-
andi í enskum bók-
menntum við Yale.
Kennari hennar,
Harold Bloom, kom
í heimsókn einn dag-
inn, hafði lofað að
lesa ljóð hennar.
Hann hafði með sér sérrí og
drakk ótæpilega af því. Hann
sýndi engan áhuga á að lesa ljóð
nemanda síns en lagði skyndi-
lega beinabera hönd sína á læri
hennar. Wolf
segir að sér
hafi orðið svo
mikið um að
hún hafi ælt í
vaskinn og
Bloom hafi
látið sig
hverfa. Hún
hafi borið
fram kvörtun
við skólayfir-
völd, sem
hafi ekkert
viljað gera í
málinu.
Þetta er
f r á s ö g n
Wolf, 20
á r u m
seinna, í
grein í bandarísku tímariti og
margir spyrja sig hvers vegna í
ósköpunum hún sé að rifja upp
og magna fremur lítilfjörlega
sögu. Rithöfundurinn Camille
Paglia, sem er fyrrverandi
skjólstæðingur Blooms, hefur
gagnrýnt Wolf harðlega. „Þetta
lyktar af Salem-galdraofsóknun-
um með tilheyrandi móðursýki,“
segir Paglia og bætir því við að
Wolf hafi alla ævi deplað augun-
um og dillað brjóstunum til að
ganga í augun á karlmönnum.
Fleiri konur hafa komið Bloom
til varnar. Katie Roiphe, höfund-
ar bókar um stefnumótanauðg-
anir, segir Wolf vera að vekja á
sér athygli vegna þess að síðasta
bók hennar um móðurhlutverkið
hafi ekki slegið í gegn. Umrætt
atvik hafi greinilega verið
minniháttar.
Wolf segir málið ekki ein-
göngu snúast um hegðun
Blooms heldur ekki síður um
viðbrögð skólayfirvalda. Bloom,
sem er heilsuveill, hefur ekki
viljað tjá sig um ásakanir Wolf
en náinn vinur hans segir þær
vera siðlausa lygi. ■
HAROLD BLOOM
Camille Paglia hefur komið
honum
til varnar.
Metsölulisti Bókabúða
Máls og menningar,
Eymundssonar og
Pennans
ALLAR BÆKUR
1. Lífshættir fugla
David Attenborough
2. Orð í gleði
Karl Sigurbjörnsson
3. Bókin um viskuna
og kærleikann
Dalai Lama
4. Öxin og jörðin
Ólafur Gunnarsson
5. Þú getur hætt að reykja
Guðjón Bergmann
6. Fiskiveisla fiskihatarans
Dr. Robert Buckman & Anne Charlish
7. Villibirta Liza Marklund
8. Einhvers konar ég
Þráinn Bertelsson
9. Leggðu rækt við ástina
Anna Valdimarsdóttir
10. Stóra kynlífsbókin
Suzi Godson
SKÁLDVERK
- INNBUNDNAR BÆKUR
1. Öxin og jörðin
Ólafur Gunnarsson
2. Alkemistinn
Paulo Coelho
3. Glæpur og refsing -
Fjodor Dostojevskí
4. Í leit að glötuðum
tíma Macel Proust
5. Vetrarferðin Ólafur
Gunnarsson
6. Djöflarnir Fjodor Dostojevskí
7. Ilmurinn Patrik Suskind
8. Lokavitni Patricia Cornwell
9. Anna Guðbergur Bergsson
10. Plateró og ég Juan Ramón Jiménez
SKÁLDVERK
- KILJUR
1. Villibirta
Liza Marklund
2. Svo fögur bein Alice
Sebold
3. Röddin Arnaldur
Indriðason
4. Mýrin Arnaldur Indriðason
5. Annað tækifæri
James Pattersson
6. Ár hérans Arto Paasilinna
7. Grafarþögn Arnaldur Indriðason
8. Synir duftsins Arnaldur Indriðason
9. Dauðarósir Arnaldur Indriðason
10. Reisubók Guðríðar Símonardóttur
Steinunn Jóhannesdóttir
Listinn er gerður út frá sölu dagana 18.
02. - 24. 02. 2004 í Bókabúðum Máls
og menningar, Eymundsson og Penn-
ans.
BÓK VIKUNNAR
The Stain on the Snow
eftir Georges Simenon
Simenon skrifaði um 500 bækur
á langri starfsævi og gat skrifað
bók á fjórum dögum. Furðulegt
nokk komu afköstin ekki niður
á gæðum. Þetta er ein þekkt-
asta bók hans og þar segir frá
hinum 19 ára gamla Frank, sem
er þjófur og morðingi. Dag einn
er hann handtekinn. Simenon
lýsir hugarheimi þessa unga
manns á meistaralegan hátt.
Drungaleg og merkileg sálfræði-
stúdía sem er af mörgum talin
meðal bestu sakamálasagna
sem skrifaðar hafa verið.
Femínisti ásakar gagnrýnanda
NAOMI WOLF
Sakar Harold Bloom um kynferðislega
áreitni.
Nýr krimmi eftir rússneska glæpasagnahöfundinn Boris Akúnin er komin út í íslenskri þýðingu.
Rússneski glæpakeisarinn
Einn af gestum bókmennta-hátíðar síðasta haust var keis-
ari rússnesku glæpasögunnar,
Boris Akúnin. Sjálfur sagðist
hann ekki hafa neitt sérlega gam-
an af því að lesa upp úr verkum
sínum og vera alveg hættur því á
heimavelli í Moskvu en sig hefði
langað til að koma til Íslands.
Þessi hægláti en meinhæðni höf-
undur er orðinn vanur því að
flengjast um heiminn til að kynna
bækur sínar og stóra skrefið í
þeim efnum var útkoma Vetrar-
drottningarinnar á ensku vorið
2003. Nú er þessi bók komin út hjá
Máli og menningu í þýðingu Árna
Bergmann en íslenskir lesendur
hafa áður fengið að kynnast ævin-
týrum Fandorins ríkisráðs í bók-
unum Ríkisráðið og Krýningar-
hátíðin sem hlutu rífandi dóma.
Glæpasögur af nýjum toga
Það var árið 2000 sem Boris
Akúnin varð að stórveldi í rúss-
nesku bókmenntalífi. Hægt og ró-
lega hafði hann byggt upp les-
endahóp, en svo varð allt í einu
sprenging. Á örskömmum tíma
hafði hann selt yfir eina milljón
eintaka af bókunum um Fandorin
ríkisráð og nunnuna Pelagiu á
Rússlandsmarkaði og frægð
hans barst eftir það út um heim-
inn. Þetta voru glæpasögur af al-
gerlega nýjum toga. Sögurnar
gerðust allar á 19. öld og
byggðu allar á stefjum, persón-
um og stíl sem lesendur heims-
bókmenntanna þekktu úr
skáldsögum stóru meistar-
anna: Tolstojs, Lermontovs,
Dostojevskís. Flestar taka
sögurnar mið af raunveruleg-
um atburðum úr rússneskri
sögu og alls staðar þar sem
eitthvað ber til, hvort sem
það er krýning Nikulásar II
eða stríð Rússa og Tyrkja,
þar eru Fandorin og Pelagia
komin til að leysa málin.
R é t t t r ú n a ð a r n u n n a n
Pelagia, sem er tilbrigði við
stef „munkaglæpasögunnar“,
heltist reyndar brátt úr lestinni og
um hana ritar Akúnin ekki meir,
en þeim mun meiri vinsælda hef-
ur Fandorin ríkisráð notið. Nú eru
bækurnar um hann orðnar tólf og
sú þrettánda á leiðinni. Hann hóf
einnig að rita sagnabálk um Niku-
lás, lítinn frænda Fandorins, sem
gerist í rússnesku byltingunni og
á árunum fyrir hana en enn sem
komið er hafa þær bækur aðeins
komið út á frummálinu.
Á Ítalíu og í Frakklandi og
Þýskalandi er nú um helmingur
Fandorin-bálksins kominn út og
stórblöð þar hafa keppst við að
hrósa hinum rússneska glæpa-
sögukeisara fyrir einstæð tök á
bókmenntagreininni. Frankfurter
Allgemeine Zeitung segir Fandor-
in vera „ótrúlega persónu“ og
Corriere della Sera hefur hampað
Akúnin sem hugmyndaríkum rit-
höfundi sem hafi tekist á snilldar-
legan hátt að vinna úr rússnesk-
um bókmenntaarfi.
Þeir sem þekkja til Fandorins
og ævintýra hans kannast mæta-
vel við þessa furðulegu blöndu af
James Bond, Philip Marlowe og
Dostojevskí. Hver bók er líka
samin inn í sérstaka bókmennta-
tegund; sumar eru njósnasögur,
aðrar, eins og Vetrardrottningin,
klassískar glæpasögur, aðrar
bækur í stíl Agöthu Christie og
ein Fandorin-sagnanna fjallar um
fjöldamorðingja. Sögurnar Ríkis-
ráðið og Krýningarhátíðin eru
báðar pólitískir tryllar um baráttu
við hryðjuverkamenn. Þar nýtir
Akúnin sér að rússneskir anar-
kistar á 19. öld voru á undan sam-
tíma sínum í hryðjuverkum og
sjálfsmorðsárásum og nær að
skapa andrúmsloft sem á jafn vel
við nú í upphafi 21. aldar og þá.
Ian Fleming Rússlands
Vetrardrottningunni var vel
tekið þegar hún kom út í Banda-
ríkjunum og Bretlandi í fyrra.
New York Times Book Review
birti um hana heilsíðudóm og
reyndi að átta sig á því af hverju
spennusögur af þessum toga
væru svona vinsælar í Rússlandi.
Bókinni var sömuleiðis tekið afar
vel í Bretlandi og glæpasögu-
drottningin Ruth Rendell skrifaði
afar lofsamlega um hana í
Sunday Times og kallaði Akúnin
Ian Fleming Rússlands. Þegar
það spurðist líka að Paul Ver-
hoeven, leikstjóri myndanna Ro-
bocop, Total Recall og Showgirls,
hefði fest kaup á kvikmyndarétt-
inum jók það enn á spenninginn
og samkvæmt Akúnin sjálfum
hafa rússneskir efnamenn lofað
að leggja pening í framleiðsluna.
Á meðan öllu þessu vindur fram
heldur hinn hámenntaði og hóg-
væri Akúnin áfram sína leið. Hann
talar reiprennandi ensku, japönsku
og kínversku og les flest Evrópu-
mál. Hann er með próf í austur-
lenskum bókmenntum og tungu-
málum frá Moskvuháskóla og dval-
di um hríð í Japan við nám. Hann
fæddist í Georgíu árið 1956 og heit-
ir réttu nafni Grígoríj Tsjkartísjví-
lí. Hann var lengi ritstjóri hins
áhrifamikla bókmenntatímarits
Ínostrannja Literatura í Moskvu.
Hann er húmoristi sem horfir á
heiminn úr fjarlægð og gerir gys
að flestu á góðlátlegan hátt, ekki
hvað síst eigin velgengni.
kolla@frettabladid.is
Þeir sem þekkja til
Fandorins og ævin-
týra hans kannast mætavel
við þessa furðulegu blöndu
af James Bond, Philip Mar-
lowe og Dostojevskí.
,,
BORIS AKÚNIN
Þessi hugmyndaríki höfundur heitir réttu nafni Grígoríj Tsjkartísjvílí,
er hámenntaður og les flest Evrópumál.
VETRARDROTTNINGIN
Rómuð glæpasaga Akúnins er komin út hjá Máli og
menningu í íslenskri þýðingu Árna Bergmann.