Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 1
Bjór í fimmtán ár MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 40 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR INTERSPORT-DEILDIN Fimm leikir verða í Intersport-deildinni í körfubolta karla í kvöld. Hamar og KR mætast í Hveragerði, UMFN og KFÍ kljást í Njarðvík, ÍR og UMFG eigast við í Seljaskóla og Breiðablik og Tindastóll leika í Smáran- um. Loks mætast Snæfell og Haukar í Stykkishólmi en með sigri tryggir Snæfell sér deildarmeistaratitilinn í ár. Allir leikirn- ir hefjast klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA VÆTA OG ÁFRAM MILT Mest verður úrkoman á Vestfjörðum en við henni má búast víðast hvar, síst allra aust- ast. Dálítill vindur vestan til á landinu annars hægviðri. Sjá síðu 6. 29. febrúar 2004 – 59. tölublað – 4. árgangur Í HÖRÐUM HNÚT Engin lausn er í sjónmáli í heimahjúkrunardeilunni og fátt sem getur komið í veg fyrir að 40 starfs- menn af 83 hætti störfum frá og með morgundeginum. Sjá síðu 2 JÁTNING Grétar Sigurðarson, einn þre- menninganna sem eru í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarins í Neskaupstað, hefur ját- að aðild sína að málinu, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Sjá síðu 4 BJÖRGUNARSTÖRFUM LOKIÐ Al- þjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kom aftur heim í gær eftir björgunarstörf á jarðskjálftasvæðinu í Marokkó. Ljósmyndari Fréttablaðsins var í för með björgunarmönnum. Sjá síðu 4 LAXNESSSTOFA Vaka-Helgafell og fjölskylda Halldórs Lax- ness hafa skrifað undir viðbótarsamning um útgáfu og kynningu á öllum verkum skáldsins. Sjá síðu 6 UPPRENNANDI SKÁKDROTTNING EINBEITT Á SVIP Þessi unga skákdrottning velti fyrir sér stöðunni á skákborðinu á fjölskyldu- hátíð Hróksins á Broadway í gær. Mikill fjöldi skemmtikrafta og skákmeistara tók þátt í hátíðinni. ATHAFNALÍF „Þó okkur yrði boðin hún í dag þá hef ég ekki hugmynd um hvort við tækjum henni vegna þess að svona ábyrgð er í sjálfu sér ekki æskileg,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, um tvö hund- ruð milljóna dala ríkisábyrgð vegna uppbyggingar í lyfjaþróun. „Þetta er sértæk aðgerð sem þú vilt helst forðast. Það sem meira er þá kemur svona ábyrgð ekki ókeypis. Það fylgja skuldbinding- ar til þessa samfélags um þróun fyrirtækisins sem er ekki endi- lega auðvelt fyrir okkur að axla þannig að ég er ekki viss um hvar þetta myndi enda,“ segir Kári. Í viðtalinu fjallar hann um nýjan samning við lyfjafyrirtæk- ið Merck um lyfjaprófanir en að- ferðir sem Íslensk erfðagreining hefur þróað hafa vakið mikla athygli. Hann segir að samstarfið við Merck feli í sér mun minni áhættu en flest önnur starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem mjög hátt hlutfall lyfja sem komist á síðari stig prófunar kom- ist á markað. Hann segir einnig að betur hafi gengið að hemja rekst- ur Íslenskrar erfðagreiningar en flestra annarra fyrirtækja í sam- bærilegum rekstri. Prófanir á hjartalyfi sem félag- ið hefur þróað hefjast á næstu vikum og stutt er í klínískar próf- anir á lyfi við æðakölkun í fótum. Sjá síður 14-15 Nú eru fimmtán ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð á Íslandi. Bjórbannið markar í hugum margra eitt undarlegasta skeið Íslandssögunnar, en bjór var bannaður í 77 ár. En hverju hefur bjórinn breytt og hafa svartsýnisspárnar ræst? SÍÐA 24–25 ▲ Afhuga ríkisábyrgð Ekki er víst að Íslensk erfðagreining taki við ríkisábyrgð þótt hún bjóðist. Samstarf um lyfja- prófanir við Merck þykir mikil viðurkenning. Stutt er í að tvö lyf frá ÍE fari í klínískar prófanir. Sveinn Andri Sveinsson Brotalamir á réttarkerfinu SUNNUDAGSVIÐTAL „Erfiðasta málið sem ég hef tekist á við var hið svo- kallaða barna- hristingsmál sem ég var með í Hæstarétti. Þar var saklaus maður dæmdur. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í viðtali um lögmannsstörf, dómkerfið og pólitík. Nánar á síðum 22 - 23. Íslandsbankaorrustan: Víglundur arkitektinn VIÐSKIPTI Sú kenning er hávær í viðskiptalífinu að Víglundur Þor- steinsson, fulltrúi Lífeyrissjóðs VR í stjórn Íslandsbanka, sé arki- tektinn að kaupum Helga Magn- ússonar og Orra Vigfússonar í Íslandsbanka, og að fléttan sé með vitund og vilja Björólfs Guð- mundssonar. Með þessu hafi sam- eining Íslandsbanka og Lands- banka einungis verið sett í bið, en þess verði ekki langt að bíða að þreifingar hefjist að nýju. Sjá nánar á síðum 16–17. Nýtt leikskáld Óhætt er að segja að Jón Atli Jónasson hafi ruðst fram á sjónar- sviðið sem leikskáld. Tvö verk eru komin á fjalirnar eftir hann og það þriðja er á leiðinni. Hann vill leik- hús með geðveiki. ▲ SÍÐUR 18–19 Hið feikivinsæla stúlkna- band Sugababes er á leið til landsins. Blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hinnar sykursætu Heidi. Samtal við sykurskvísu ▲ SÍÐUR 20–21 SVEINN ANDRI Hefur varið marga afbrotamenn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.