Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 8
8 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUROrðrétt SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Richard Butler, fyrrum yfirmaður vopna- eftirlitssveita Sameinuðu þjóð- anna í Írak, segir að að minnsta kosti fjögur lönd hafi hlerað sím- töl hans á árunum 1997 til 1999. Yfirlýsing Butlers kom í kjölfar fullyrðinga Clare Short, fyrrum þróunarráðherra í bresku ríkis- stjórninni, um að breska leyni- þjónustan hefði njósnað um Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, segir að ásakanir Short séu afar óábyrgar en Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að það sé ólöglegt að njós- na um framkvæmdastjórann. Butler fullyrðir að Bandaríkja- menn, Bretar, Frakkar og Rússar hafi komið fyrir hlerunarbúnaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna og því hafi mikilvægustu samtölin farið fram í mötuneyt- inu, niðri í kjallara eða í Central Park. Crispin Tickell, fyrrum sendi- herra Breta hjá Sameinuðu þjóð- unum, segir að það komi sér ekki á óvart að stórveldin fjögur hafi stundað njósnir innan höfuð- stöðva S.Þ. Boutros Boutros- Ghali, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tekur í sama streng. Hann segist hafa verið varaður við því þegar hann hóf störf hjá S.Þ. að líklega hefði ver- ið komið fyrir hlerunarbúnaði á skrifstofu hans og heimili. ■ Dagforeldrar segja neyðarástand blasa við vegna nýrrar reglugerðar Dagforeldrar gera alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Sex til sjö hundruð dagforeldrar af landinu öllu hafa verið boðaðir til fundar á þriðjudag. Þeir telja að breytingin sé ávísun á neyðarástand í dagvistarmálum í haust. DAGFORELDRAR „Við hefðum viljað taka þátt í breytingum á reglu- gerðinni og fórum fram á það á sínum tíma en á það var ekki hlustað. Við fengum bara drögin til umsagnar og erum ekki sátt,“ sagði Inga Hanna Dagbjartsdóttir, dagmóðir og ein talsmanna dag- foreldra í Reykjavík. Félagsmálaráðuneytið hefur um nokkurt skeið unnið að endur- skoðun reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum og er henni ætlað að koma í stað reglugerðar sem sett var árið 1992. Samkvæmt drögunum verður hverju dagforeldri aðeins heimilt að hafa fjögur börn í gæslu í stað fimm eins og nú er. Þá eru hertar reglur um leiksvæði hjá dagfor- eldrum og skal leiksvæði fyrir hvert barn inn- andyra vera að lágmarki 3 fer- metrar eða sam- tals 12 fermetr- ar fyrir fjögur börn. Þá skal leiksvæðið vera í sérherbergi. S a m k v æ m t drögunum verð- ur dagfor- eldrum ekki heimilt að leigja sérhúsnæði und- ir daggæslu heldur ber að gæta barnanna í eigin íbúðarhúsnæði. Mörg dæmi eru um að dagforeldr- ar leigi sérstakt húsnæði eða kaupi fyrir daggæsluna en búi þar ekki. Slíkt verður ekki heimilt samkvæmt nýrri reglugerð, að sögn dagforeldra. Reglugerðardrögin hafa verið send dagforeldrum til umsagnar. Athugasemdafrestur var fram- lengdur að kröfu dagforeldra og hafa þeir nú frest til 10. mars. Nú eru að minnsta kosti 600 dagfor- eldrar starfandi á landinu öllu, þar af eru um 300 í Reykjavík. Ætlunin er að nýja reglugerðin taki gildi 1. apríl næstkomandi en dagforeldrar segja að það verði þá í fullkominni ósátt við hundruð dagforeldra. Margir þeirra muni í framhaldinu snúa sér að öðrum störfum. „Við sjáum fram á mikla fækk- un dagforeldra og jafnvel að nýir bætist ekki í hópinn. Við höfum heyrt að dagforeldrar ætli hrein- lega að hætta ef ekki nást fram breytingar á reglugerðardrögun- um. Þetta er 20% skerðing á tekj- um okkar og munar um minna. Það sér hver maður hvað það þýð- ir og það geta skapast vandamál strax í haust. Foreldrar fá ekki pláss hjá dagforeldrum í haust því þau pláss verða einfaldlega ekki til. Og ekki komast börnin inn á leikskólana,“ segir Inga Hanna Dagbjartsdóttir. Barnavistun, félag dagmæðra í Reykjavík, Samtök dagforeldra í Kópavogi og félög dagforeldra í Hafnarfirði og á Suðurnesjum ætla að efna til fundar dagfor- eldra á landinu öllu í Gerðubergi næstkomandi þriðjudagskvöld. Lögfræðingur dagforeldra hefur farið yfir drögin og mun kynna at- hugasemdir sem dagforeldrar hyggjast gera við reglugerðar- drögin. „Við viljum heyra sjónarmið dagforeldra á landinu, hvort þeir eru sáttir við fyrirhugaðar breyt- ingar. Andstaðan er fyrst og fremst við fækkun barna og breyttar reglur um húsnæði. Við verðum með undirskriftalista á fundinum þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt og breyt- inga krafist. Listana og athuga- semdir okkar ætlum við að af- henda félagsmálaráðherra á næstu dögum. Ef ekki verður hlustað á okkur þá eru ekki góðir dagar framundan,“ sagði Inga Hanna Dagbjartsdóttir. the@frettabladid.is Aukastærðin á Bessastöðum „Forsetaembættið verður á eng- an hátt skilgreint sem óhjá- kvæmilegur þáttur í hinu nýja, netvædda lýðræði. Ríkisstjórn og þjóðkjörnir fulltrúar halda á hinn bóginn velli.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Morgun- blaðið 28. febrúar Ja svei! „Jafnvel hefur verið sagt að rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hafi komið á stöðugleika í efnahags- málum. Það er eins og þjóðar- sáttinni hafi verið stolið frá mér og minni ríkisstjórn.“ Steignrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráð- herra, DV 28. febrúar Engin framlenging „Í dag er ég að komast á marka- mínútuna. Ég er að verða 44 ára gamall og ef ég skora ekki núna er þetta búið.“ Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari, KR-ingur og líkamsræktartröll, Fréttablaðið 28. febrúar KOFI ANNAN Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að það sé ólöglegt að njósna um fram- kvæmdastjórann. Það grafi undan starfi hans á alþjóðavettvangi. Ásakanir um njósnir koma ekki á óvart: Fjögur lönd hleruðu símtöl embættismanna Fíkniefnasmygl Laus úr varðhaldi FÍKNIEFNI Tveir menn og kona um tvítugt, sem voru úrskurðuð í átta daga gæsluvarðhald á fimmtu- daginn í síðustu viku, eru laus úr haldi lögreglu. Þremenningarnir ferðuðust saman og fundust eitt hundrað grömm af kókaíni við leit á kon- unni en hún faldi efnið innvort- is. Öðrum manninum var sleppt á miðvikudag þar sem ekki var tal- in ástæða til að halda honum lengur. Hinn maðurinn og konan losnuðu í gær. Málið telst upp- lýst. ■ Reykjavík: Nýr flokkur leigubóta HÚSNÆÐISMÁL Nýjar reglur um fé- lagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík taka gildi um næstu mánaðarmót. Þá geta Reykvíkingar sótt um „sérstakar“ húsaleigubætur sem ætlað er að koma til móts við þarf- ir einstaklinga sem verst eru sett- ir. Sérstakar húsaleigubætur fela í sér að fólk á almennum leigu- markaði getur sótt um styrk sem jafngildir niðurgreiðslu húsaleigu í íbúðum á vegum Félagsbústaða hf. Gert er ráð fyrir að þrjú til fjögur hundruð einstaklingar og fjölskyldur eigi rétt á sérstökum húsaleigubótum. ■ AUKIÐ LEIKRÝMI Samkvæmt reglugerðardrögunum verða kröfur um leikrými hertar og börnum á hvert dagforeldri fækkað úr fimm í fjögur. ÓSÁTTAR VIÐ REGLUGERÐARDRÖG Dagforeldrar blása til fundar á þriðjudag vegna fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Dagforeldrar segja breytingarnar þrengja svo að starfseminni að fjölmargir muni hætta daggæslu. F.v. Snjólaug Kristjánsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Inga Hanna Dagbjartsdóttir. „Það geta skapast vandamál strax í haust. Foreldrar fá ekki pláss hjá dagforeldrum í haust því þau pláss verða einfald- lega ekki til.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.