Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 9
Sælkeralíf upp á franskan máta Tvær frábærar sælkera- og vínsmökkunarferðir með Halldóri E. Laxness, leikstjóra. Vínáhugamenn og sælkerar ættu ekki að láta þessa ferð fram hjá sér fara. Hérna er tækifæri til að gæða sér á hinum einu sönnu eðalvínum í frægasta vínhéraði Frakklands, Búrgúndí, snæða dýrindis máltíðir á heillandi veitingastöðum og yfirleitt hafa það eins gott og hugsast getur. * Innfalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, rúta allan tímann, þrjár nætur á 4ra stjörnu hótel í Dijon; með morgunverði, þrjár þríréttaðar kvöldmáltíðir með drykkjum, ein sælkeraveisla (vín og kaffi innifalið), vínsmökkun þar sem bragðað er á 25-30 vínum frá 5 framleiðendum, ein nótt á 3ja stjörnu hóteli með morgunverði í Fontainebleau, flugvallarskattar, þjónustugjöld og íslensk fararstjórn. Lágmarksþátttaka: 20 manns. Freyðandi saga, vín, matargerð og stærsta verksmiðju- útsala í Evrópu - 200 fatamerki, 110 tískufram- leiðendur. 19. - 23. maí. Hér er ógleymanleg ferð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að sameina vínsmökkun, verslun og sögu. Frábær ferð fyrir saumaklúbbinn eða hvern þann sem lætur sig dreyma um að sitja og sötra dýrindis kampavín í sjálfu Champagne eða kaupa flottan tískufatnað á rýmingarsöluverði. * Innifalið: Flug, rútuferðir erlendis, 3 nætur á 3ja stjörnu hóteli fyrir utan Troyes með morgunverði, ein nótt á 3ja stjörnu hóteli í Fontainebleau, vínsmökkunarferð um kampavínshéraðið þar sem 2 vínframleiðendur verða heimsóttir, 3ja rétta kvöldverður með víni öll kvöldin nema á fimmtudagskvöld er 4ja rétta sælkeraveisla að hætti Champagne- búa á einnar stjörnu Michelin stað; flugvallarskattar, þjónustugjöld og íslensk fararstjórn. Lágmarksþátttaka: 20 manns. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 6 0 2/ 20 04 Sjá nánari dagskrá á www.icelandair.is/serferdir VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Vorsólarsæla í Champagne Sælkeraferð til Búrgúndí„Cote d´Or”, mekka þeirra sem kunna að meta bestu eðalvín heims og matargerðarlist sem á engan sinn líka. 21. - 25. apríl. Verð frá 98.450 kr.* á mann í tvíbýli. Verð frá 92.510 kr.* á mann í tvíbýli. Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst nú að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair. Tilboðið stendur til 1. apríl og gildir einu sinni fyrir korthafa sjálfan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.