Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 14
14 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR 6,0%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.01.2004–31.01.2004 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS * Gengi bréfa síðustu sjö daga. 8,0% -14,8% -9,4% 15,6% 9,9% Mesta hækkun (%)* * Gengi bréfa síðustu sjö daga. Mesta lækkun (%)* Mesta veltaÞorbjörn Fiskanes hf.Kaldbakur hf. Líftæknisjóðurinn hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Íslandsbanki hf. 8.116 milljónir Pharmaco hf. 2.353 milljónir Landsbanki Íslands hf. 1.915 milljónir mán. þri. mið. fim. fös. -3,8% á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r 25 20 15 10 5 0 -5 AFL fjárfestingarfélag hf. Eimskipafélag Íslands hf. Landsbanki Íslands hf. ATHAFNALÍF Íslensk erfðagreining gerði í liðinni viku stóran samning við Merck, eitt stærsta lyfjafyrir- tæki heims, um samstarf við seinni stig lyfjaprófana. Samning- urinn er til sjö ára og mun Íslensk erfðagreining að jafnaði hafa allt að fimm slík verkefni á höndum. Kári Stefánsson, forstjóri fyrir- tækisins, segir að þessi samningur sé mikil viðurkenning á því starfi sem verið er að vinna í Íslenskri erfðagreiningu en áhugi Merck er sprottinn af þeim aðferðum sem Íslensk erfðagreining hefur þróað til að prófa þau lyf sem félagið vinnur að sjálft. Samstarf við Merck er gæða- stimpill Kári segir að í samstarfi við Merck felist mikil tækifæri þótt enn séu eigin rannsóknir félagsins mikilvægastar í starfseminni. „Það sem skiptir mestu máli frá okkar bæjardyrum séð er að við höfum unnið í sjö ár við að ein- angra erfðavísa og höfum gott orð- spor þegar að því kemur,“ segir Kári. Hann segir að félagið hafi hins vegar ekki enn komið upp miklu orðspori í lyfjaþróun enda hafi ekkert lyf frá félaginu verið sett á markað. „Þannig að þegar eitt af stóru lyfjafyrirtækjunum kemur til okkar og biður okkur um að hjálpa sér að fara í gegnum klínísk lyfjapróf þá er það auðvitað geysi- lega mikill gæðastimpill á starf okkar og þær hugmyndir og nálg- um sem við erum með,“ segir hann. „Þetta er næstum því eins og fyrir mann sem leikur sér í götukörfu- bolta að vera valinn til þess að spila í NBA,“ bætir hann við. Minni áhætta Að sögn Kára er samningurinn einnig mikilvægur hvað varðar rekstrarhorfur félagsins enda sé samstarf um lyfjaprófanir á síðari stigum, með ákvæði um hlutdeild í sölu lyfjanna, áhættuminni starf- semi en flest það sem Íslensk erfðagreining fæst við. Hann segir að mjög hátt hlutfall lyfja sem komist á síðara stig klínískra prófa fari á markað og því sé samningurinn við Merck ólíkur samningnum við Roche að því leyti að hér er um að ræða lyf sem langt eru komin í þróun og ætla megi að skammur tími líði þar til þau komist á markað. „Stór hluti af áhættunni er tím- inn sem þetta tekur. Þegar þú byrj- ar á því að einangra lyfjamörk þá má reikna með að það séu tíu til fimmtán ár þangað til það er kom- ið lyf á markað. Í þessu tilfelli þá er það í kringum þrjú til fjögur ár,“ segir Kári. Hagkvæmara val á úrtaks- hópum Styrkur Íslenskrar erfðagrein- ingar liggur í aðferðum til þess að komast að því hvaða einstaklingar séu líklegir til þess að svara lyfi á tilætlaðan hátt. Þetta gerir það að verkum að mun auðveldara er að velja æskilegt rannsóknarúrtak og fylgjast með áhrifum lyfsins á fólk. Kári nefnir sem dæmi að niður- stöður rannsókna Íslenskrar erfða- greiningar gefi til kynna að hægt sé að spá með um 90 prósenta ná- kvæmni hvaða börn séu líkleg til þess að bregðast vel við sterameð- ferð við astma. „Þetta skiptir geysilega miklu máli því börnin sem svara lítið eru börnin sem fá stóru skammtana og enda á því að fá aukaverkanir. Þannig að við höf- um verið að setja saman aðferðir sem gera það að verkum að lyfja- gjöfin getur orðið hagkvæmari vegna þess að fólki eru gefin lyf sem raunverulega hafa áhrif og það er hættuminna vegna þess að það þarf ekki að hækka skammt- ana eins og er tilhneiging til að gera þegar menn svara ekki lyfi,“ segir Kári. Dregið úr hættu á rangri lyfjagjöf Aðferðir til þess að greina hvort einstaklingar séu líklegir til þess að svara lyfjagjöf eru mikilvægar þar sem talið er að 25–30 prósent af fólki sem byrjar að nota lyf bregðist ekki við þeim á þann hátt sem ætlast er til – með öðrum orð- um þá virka lyfin ekki á það. „Og þá fer fólk í gegnum töluverðan tíma sem það tekur lélegt lyf og heldur áfram að þjást og heldur áfram að geta ekki sinnt sínu lífi almennilega og getur jafnvel feng- ið slæmar aukaverkanir,“ segir Kári. Sami erfðavísir getur orsakað áhættu eða aukna vörn Í rannsóknum Íslenskrar erfða- greiningar hefur komið í ljós að oftast nær er það smávægileg breyting á erfðavísi sem ræður úr- slitum um það hvort tiltekinn ein- 6 3 0 -3 -6 -9 -12 -15 mán. þri. mið. fim. fös. ÁBYRGUR REKSTUR Að sögn Kára hefur tekist vel að halda rekstrinum í skefjum hjá Íslenskri erfða- greiningu; betur en hjá öðrum fyrirtækjum í sama iðnaði. Nýjar aðferðir í lyfja- prófun vekja athygli Kári Stefánsson segir að samstarfið við Merck sýni að félagið sé að gera rétta hluti í lyfja- prófunum. Kjarnastarfsemi félagsins sé þó mikilvægust. Tvö lyf frá Íslenskri erfðagreiningu eru á leið í klínískar prófanir. Ekki er víst að félagið þiggi ríkisábyrgð verði hún boðin. EKKI VÍST AÐ FYRIRTÆKIÐ TÆKI VIÐ RÍKISÁBYRGÐINNI Kári segir ekki víst að Íslensk erfðagreining þiggi ríkisábyrgð vegna uppbyggingar í lyfja- þróun þótt hún verði boðin félaginu. Hann segir að slíkri aðgerð fylgi kvaðir sem geti verið erfitt að axla fyrir fyrirtækið. FR RÉ TT AB LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.