Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 15
staklingur búi við aukna áhættu um að fá sjúkdóminn eða hann sé sérlega vel varinn gegn honum. Hugmyndafræði Íslenskrar erfða- greiningar í lyfjaþróun er að finna leiðir til þess að hafa áhrif á þá líf- fræðilegu ferla sem skera úr um þetta þannig að sem flestir ein- staklingar flytjist í þann hóp sem er sérstaklega varinn. „Við erum ekki að leita að ein- hverju sem er allt öðruvísi í fólki sem er með sjúkdóminn eða hjá þeim sem eru varðir,“ segir Kári. „Ef við tökum til dæmis lyfið okk- ar gegn hjartaáföllum. Ætlum við þá að breyta ensím-virkninni þan- nig að hún verði svipuð og hjá venjulegu fólki? Nei, við ætlum að breyta henni yfir í það ástand þar sem einstaklingurinn er varinn gegn sjúkdóminum,“ segir Kári. Hann tekur dæmi af samspili erfða og umhverfis varðandi hjartaáföll. „Sumir eru í aukinni áhættu að fá hjartaáföll bara af því þeir eru með arfgengan veikleika, aðrir eru með áhættu vegna þess að þeir reykja, borða illa og svo framvegis. Spurning er þá hvort hægt sé að notast við sama lyf til að takast á við þessa tvenns konar áhættu með því að flytja þá sem eru ekki með arfgengu áhættu yfir í þann hóp sem er með arfgenga vörn. Þá er hægt að verja fólk gegn eigin slæma lífsstíl. Þetta er það sem við erum að skoða og það bendir flest til þess að það sé hægt.“ Flókin prófunarferli Gríðarlegar kröfur eru gerðar um prófanir á lyfjum til þess að leyfi fáist til þess að setja þau á markað í Bandaríkjunum og Evr- ópu og hafa yfirvöld gjarnan verið gagnrýnd fyrir að gera of miklar kröfur til prófana; jafnvel svo miklar að sjúklingar hafa ekki get- að nálgast lyf sem bjargað gætu lífi þeirra. Aðspurður segir Kári að með því að beita aðferðum Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem byggjast á því að velja úrtök í próf- anir með öðrum hætti en áður, breytist leiðin að því að mjög stór hópur fari að taka lyfin en líkurnar á að lyfið misheppnist minnki. „Við veljum sjúklingana á grundvelli veikleikans en sýnum fram á að lyfið hefur áhrif á virkni ensíms- ins hjá öllum,“ segir Kári. Tvö lyf ÍE á leið í prófanir Íslensk erfðagreining vinnur að þróun á eigin lyfjum og í samstarfi við Roche og Merck. Kári segir að þau verkefni séu mörg langt á veg komin. „Lyfjaþróunin á okkar veg- um er það verkefni sem við erum komin hvað lengst á veg með,“ seg- ir hann en klínískar prófanir á lyfi gegn hjartaáföllum hefjast á næstu vikum. Eins er þróun lyfs við æða- kölkun í fótum komin langt. Þá eru lyfjaþróunarverkefni um lyf við geðklofa, heilablóðfalli og sykursýki í samstarfi við Roche langt á veg komin. Ríkisábyrgðin Forsenda þess að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp sem heimilar veitingu umdeildrar ríkisábyrgðar til fyrirtækisins var uppbygging lyfjaþróunarfyrirtækis á Íslandi. Það mál hefur tekið miklum mun lengri tíma en áætlað er og enn er beðið niðurstöðu evrópskra yfir- valda um hvort ábyrgðin sé ólög- mætur ríkisstyrkur. „Þó okkur yrði boðin hún í dag þá hef ég ekki hugmynd um hvort við tækjum henni vegna þess að svona ábyrgð er í sjálfu sér ekki æskileg. Þetta er sértæk aðgerð sem þú vilt helst forðast. Það sem meira er þá kemur svona ábyrgð ekki ókeypis. Það fylgja skuldbind- ingar til þessa samfélags um þró- un fyrirtækisins sem er ekki endi- lega auðvelt fyrir okkur að axla þannig að ég er ekki viss um hvar þetta myndi enda,“ segir Kári um ríkisábyrgðina. „Ég er heldur ekki viss um að það sé sérstaklega mikill vilji hjá yfirvöldum til þess að veita þá ábyrgð og ég er ekki að gagnrýna það. Þetta var hugmynd sem átti sinn tíma til þess að tryggja sam- keppnisstöðu okkar,“ segir hann. Ævintýraleg meðferð á um- sókn Hann segir að sér finnist áhuga- vert að sjá þá meðferð sem málið hefur fengið hjá yfirvöldum í Evr- ópu. „Það er alveg ævintýralegt,“ segir hann og nefnir að reglur ann- ars staðar í Evrópu séu ekki sam- bærilegar. „Ef verið er að stofna líftæknifyrirtæki í Þýskalandi þá geta menn fengið eina til tvær evr- ur frá þýska ríkinu fyrir hverja evru sem lögð er fram. Það er mik- ill stuðningur við líftækni í Finn- landi þar eru þeir með tæknigarða þar sem finnska ríkið mokar fé inn í uppbyggingu og á Írlandi er geysilegur ríkisstuðningur við líf- tækni. Þegar við á Íslandi sendum inn eina svona umsókn, pínulítið samfélag sem er sennilega með einsleitari atvinnuuppbyggingu en nokkuð ríki í Evrópu – þá er það ljótt,“ segir Kári og bætir við: „Mér finnst það alveg ótrúlegt og mér finnst alveg ótrúlegt hvernig þessar reglur eru notaðar.“ Hann segist þó ekki óánægður með stöðu málsins í dag þó hann sé ekki „viss um að þetta fyrirtæki tæki þessu opnum örmum þó okk- ur yrði boðið þetta“. Upplýsingagjöf hefði mátt vera betri Gengi bréfa í deCODE, móðurfé- lagi Íslenskrar erfðagreiningar, á bandarískum hlutabréfamarkaði hafa rokið upp á síðustu mánuðum og hækkað mun hraðar en meðaltal fyrirtækja í sama geira. Um þetta segir Kári að vinna innan fyrirtæk- isins hafi alltaf gengið vel. „Það sem má gagnrýna okkur fyrir, stjórnendur fyrirtækisins, er að hafa ekki tekist að koma þeim skila- boðum klárlega til skila á mark- aðinum að þessi vinna er að ganga vel,“ segir hann. Hann segir að þær deilur sem staðið hafi um fyrirtækið á Íslandi hafi tekið töluverðan tíma frá stjórnendunum. „Það hefur gert það að verkum að það hefur verið minni friður fyrir okkur að sinna öðrum málum heldur en við hefð- um raunverulega þurft. Þetta er ekkert sérstaklega þægilegt um- hverfi fyrir okkur vegna smæðar- innar og vegna þess hvað við end- um á því að vera mikið undir smá- sjá. Við þurftum að læra á það og finna leiðir til að láta það trufla okkur minna. Við getum sagt að sá staður sem við erum á í íslensku samfélagi núna gerir okkur miklu auðveldara að vinna heldur en á árum áður. Okkur hefur tekist á síð- ustu mánuðum að koma því til markaðarins og hvernig það geng- ur og því hefur verið tekið mjög vel,“ segir Kári. Rannsóknir verða að söluvöru Kári segir að markaðurinn sé einnig að bregðast við því að félag- ið sé nú farið að búa til söluvörur á grundvelli þeirra grunnrannsókna sem félagið hafi stundað. Kári segir að gagnagrunnslögin hafi verið með þeim hætti að ekki hafi tekist að nota heilsufarsupp- lýsingar hér á landi með þeim hætti sem til stóð. Hins vegar hafi Ís- lensk erfðagreining safnað að sér svo miklu magni gagna að grund- vallarstarfsemin sé eins og til stóð. „Við höfum notað nákvæmlega sömu vísindalegu hugmyndafræði og við ætluðum okkur í byrjun,“ segir hann. „Það er engin spurning um það að ef lögin um miðlægan gagna- grunn hefðu verið sett saman á þann hátt að það hefði verið hægt að framkvæma þau þá hefði þetta gengið miklu hraðar. Staðreyndin er hins vegar sú að geysileg um- ræða varð um þetta á meðan verið var að ganga frá lögunum og ríkis- valdið var því mjög varkárt um það hvernig það setti þetta saman og fékk að vissu leyti „kalda fætur“ og það er mjög skiljanlegt,“ bætir hann við og segir að útkoman úr þeirri umræðu hafi meðal annars verið sú að nú sé verið að setja sam- an áþekka gagnagrunna víða um lönd. Hann segir ljóst að gagnagrunn- urinn verði settur saman þótt ekki verði í þeirri mynd sem upphafleg- ar hugmyndir hafi staðið til. Böndum komið á reksturinn Kári segir að á undanförnum árum hafi tekist að koma böndum á rekstur Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta segir hann vera óvanalegt í líftækniiðnaðinum þar sem fyrir- tæki hafi vanist því að geta sótt fjármagn á markaði eftir hentug- leika. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að horfa til þess að til að halda þessu svona til langframa þarf reksturinn að vera ábyrgur,“ segir hann og tiltekur að ekki sé rétt sem komið hafi fram, til dæm- is í Fréttablaðinu, að uppgjör síð- asta árs hafi verið verra en vonir hefðu staðið til. „Markmiðið var að við rækjum fyrirtækið á grundvelli þeirra tekna sem við fáum inn. Hins vegar, ef það kæmi að nýrri lyfjaþróun þá þyrftum við að fjár- festa í lyfjaþróun og gætum orðið fórnarlömb þeirra sigra sem við ynnum. Þannig að við fjárfestum meira á síðasta ársfjórðungi síðasta árs heldur en við ætluðum okkur vegna þess að við reiknuðum ekki með að við værum komin svona langt,“ segir hann. Aldrei svartsýnn Þrátt fyrir að um skeið hafi virst sem trú markaðarins á Íslenskra erfðagreiningu væri uppurin segist Kári ekki hafa verið svartsýnn. „Nei, ég var aldrei svartsýnn. Vinn- an hér innan fyrirtækisins hefur bara haldið áfram. Markaðurinn var í algjörum skít og okkur var refsað eins og öðrum,“ segir hann. Hann segir þakkarvert að hann hafi slæmt minni og sérstaklega sé hann fljótur að gleyma því sem óþægilegt sé og hann hafi ætíð get- að fundið nýjar mælistikur til að mæla árangur starfsins. „Að mörgu leyti erum við í alveg óhóflegum lúxus innan þessa fyrirtækis því við erum ekki bara að vinna við að búa til gott fyrirtæki heldur erum við líka að vinna við rannsóknir sem skila árangri. Hvert rannsókn- arverkefni á fætur öðru hefur ver- ið að skila mjög spennandi niður- stöðum sem varpa ljósi á hina ýmsu þætti í sjúkdómsmyndun sem mér finnst sem gömlum lækni mjög spennandi. Þannig að mér finnst ég vera í fínni aðstöðu,“ segir Kári Stefánsson að lokum. thkjart@frettabladid.is 15SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 ALDREI SVARTSÝNN Þótt trú fjárfesta á Íslenskri erfðagreiningu hafi verið lítil um skeið segir Kári að hann hafi aldrei verið svartsýnn því starfið hafi gengið vel og hann hafi getað fundið sér nýja mælikvarða til þess að meta árangurinn út frá. FR RÉ TT AB LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.