Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 17
taka Íslandsbanka. Í leiðinni kom hann því á framfæri að Lands- bankinn liti til hagræðingartæki- færa á fjármálamarkaði. Yfirlýs- ingin stefndi í tvær áttir. Hagræð- ingartækifærin eru ekki mörg eftir að sparisjóðaleiðin lokaðist. Augu Landbankans hlutu því að beinast að Íslandsbanka og Straumi sem var að stærstum hluta í eigu Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka og Þórður Már Jóhannes- son eru gamlir vinir og fóstbræð- ur frá Akranesi. Bjarni réð Þórð til starfa í 600 milljóna króna fjár- festingarfélagi sem breyst hefur í fjárfestingarbanka með eigið fé um 17 milljarða. Með því að ná tökum á Íslandsbanka og samein- ast honum næðu Björgólfur og hans menn í öflugt tæki sem með bankanum og Burðarási hefði afl til að ráðast í stór erlend fjárfest- ingarverkefni. Landsbankinn hefur stækkað mikið að undanförnu. Stækkunin hefur veikt eiginfjárhlutfall bank- ans. Þar fyrir utan er áhætta bankans veruleg innanlands. Áföll í hagkerfinu kæmu sér því illa fyrir bankann. Margir eru þeirrar skoðunar að hátt verð hlutabréfa hér á landi sé drifið áfram af hræringum viðskiptalífsins. Leið- rétting markaðarins er ekki ólík- leg, án þess að auðvelt sé að tíma- setja hana. Sameining bankanna myndi því draga verulega úr áhættu hluthafa Landsbankans. Íslandsbanki er með hærra eigin- fjárhlutfall og viðskiptabanka- hluti bankans ber af hvað varðar kostnaðarhlutfall og rekstur. Það er því eftir nokkru að slægjast. Baráttan í bankaráðinu Tækifærið sem Landsbankinn sá var meðal annars flokkadrætt- ir í bankaráði Íslandsbanka. Ann- ar veikleiki var dreifð eignaraðild Íslandsbanka. Hvert prósent er því mikilvægt fyrir valdahlutföll- in í bankaráðinu. Lífeyrissjóðirnir hafa verið sterkir innan bankans og ólíkt því sem almennt gerist, beitt sér í valdatafli innan bank- ans. Víglundur Þorsteinsson, full- trúi Lífeyrissjóðs verslunar- manna og Helgi Magnússon, full- trúi Framsýnar hafa unnið saman innan bankaráðsins og háð orrust- ur bæði við Bjarna og Kristján Ragnarsson. Framsýn notaði tækifærið og seldi ríflega þriggja prósenta hlut í Íslandsbanka til Landsbankans. Lífeyrissjóður verslunarmanna á hins vegar enn 8,1% hlut í bankanum. Samkvæmt vinnureglu Samtaka atvinnulífs- ins var Víglundur Þorsteinsson búinn með kvóta sinn til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Það þýddi að hann yrði ekki bankaráðsmað- ur í Íslandsbanka. Víglundur barðist hart gegn brotthvarfi sínu. Hann tapaði innan SA, en tókst að fá Samtök iðnaðarins til þess að styðja sig til setu í stjórn Lífeyrissjóðsins. Þar með var leið hans aftur orðin greið í bankaráð- ið. Helgi var í verri stöðu. Fram- sýn átti ekki eftir söluna fyrir manni í bankaráðið. Helga og Víglundi hafði áður tekist að koma Helga í stjórn Straums. Hugsunin er talin hafa verið sú að nota eignarhlut Straums í Íslands- banka til að styðja við áframhald- andi setu þeirra. Þessi leikur var ekki til þess að auka eininguna innan bankaráðsins. Hart var tek- ist á um kjör Helga. Andstæðing- um þótti óeðlilegt í ljósi þess að Straumur var að breytast í fjár- festingarbanka, að sami maður sæti í tveimur bankaráðum. Víglundur og Helgi höfðu sitt fram. Kaupendur í mínus Valdataflið hélt áfram síðast- liðna viku. Landsbankinn og Burðarás voru komnir með gula spjaldið frá Fjármálaeftirlitinu. Sú leið var lokuð. Lausnin í bili var sú að Orri Vigfússon keypti ríflega fimm prósenta hlut Burða- ráss og Helgi Magnússon 8,8 pró- senta hlut af Landsbankanum. Gengið var tæplega 8,5 sem er töluvert yfir markaðsgengi. Fjár- festing þeirra byrjar í 700 millj- óna króna mínus. Upphæð sem er mun hærri en sameiginlegar eign- ir þeirra eru taldar. Helgi hefur sagt að öflugir fjárfestar muni koma að fjárfestingunni. Við- skiptin eru gerð með framvirkum samningum sem renna út 1. júní. Helgi og Orri eru veiðifélagar og þekkjast vel. Helgi er auk þess gamall samstarfsmaður Björgólfs Guðmundssonar frá Hafskipsár- unum. Þeir neita því hins vegar að tengsl séu á milli kaupa þeirra. Úti á markaðnum trúa fáir þeirri fullyrðingu. Flestir telja að Landsbankinn hafi komið atkvæð- isréttinum í geymslu. Samanlögð kaupin eru upp á þrettán millj- arða. Til þess að standa undir þessum kaupum þurfa bréf Ís- landsbanka að hækka verulega. Þótt bankinn sé vel rekinn, þarf líklega meira til. Sú kenning er hávær að arkitektinn að þessu sé Víglundur Þorsteinsson og að ein- hvers konar bandalag sé á milli hans og Björgólfs. Víglundur, Helgi og Orri munu styðja Einar Sveinsson til formennsku í banka- ráðinu. Sú staða er talin trygg. Auk þess á Karl Wernersson tryg- gt sæti í bankaráðinu. Meiri óvissa er um aðra. Ekki er full- ljóst hvort komi til margfeldis- kosningar eða menn nái sam- komulagi um bankaráð. Margir spá því að ekki muni verða langt liðið á starfstíma nýs bankaráðs þegar þreifingar verði hafnar á milli bankanna um sameiningu. Gerist það ekki eru margir þeirr- ar skoðunar að áhugi fjárfesta á bankanum muni dvína. Hækkun hans að undanförnu byggist á þessari spennu. Lækki gengi bankans væru nýir skuldsettir kaupendur í erfiðum málum. Straumur fer að heiman Sala Íslandsbanka á 26% hlut í Straumi sem styður það að Þórður og Bjarni hafi metið stöðuna þan- nig að stutt væri í Landsbankann. Sátt var á milli Bjarna og Þórðar um þennan leik í fléttunni. Kallað- ir voru til sögunnar Trygginga- miðstöðin, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum. Sam- eiginlega munu þessir aðilar tryggja kjölfestu í hluthafahópi Straums. Með sölunni var sjálf- stæði Straums tryggt. Landsbank- inn mun ekki komast yfir Straum, að minnsta kosti ekki í þessari lotu. Vilji er hins vegar innan Straums til að vinna með Lands- bankanum sem og öðrum að væn- legum fjárfestingarverkefnum. Óvissan er meiri um framtíð Bjarna innan bankans. Víglundur hefur horn í síðu hans. Karl Wern- ersson styður hann, en hinir hafa ekki gefið upp hug sinn. Kristján Ragnarsson sá hver staðan var og ákvað að stíga úr formannsstóli. Hann stýrði fundi bankaráðsins þar sem Straumur var seldur. Þessi leikur var snöfurmannlegur og nokkuð óvæntur. Landsbankinn bíður átekta. Staðan er óljós, en þar á bæ eru menn áhyggjulausir yfir þróun mála. haflidi@frettabladid.is 17 Skrefi Landsbankans má líkja við það þegar strákur sem er skot- inn í stelpu togar í fléttu hennar. Hún bregst illa við, en hún tekur eftir stráknum upp frá því. ,,SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 ARKITEKTINN Margir telja að Víglundur Þorsteinsson sé arkitektinn að kaupum Helga Magnússon- ar og Orra Vigfússonar í Íslandsbanka. Sumir telja að fléttan sé með vitund og vilja Björgólfs Guðmundssonar. TVEIR TRYGGIR Einar Sveinsson verður nýr formaður bankaráðs og Helgi Magnússon fulltrúi Framsýnar sest í bankaráðið í krafti eigin eignarhlutar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.