Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 18
18 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Leikhús með geðveiki Það hefur verið í nógu að snúasthjá Jóni Atla Jónassyni leik- ritaskáldi síðustu daga. Leikrit hans Draugalestin var frumsýnt fyrir skömmu í Borgarleikhúsinu og um síðustu helgi frumsýndi leikhópurinn Vesturport verkið Brim. Það styttist einnig í að þriðja verk Jóns Atla, Rambó 7, verði frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. „Ég skrifaði smásagnasafnið Brotinn takt árið 2001 en fyrir það hafði ég ekki skrifað af neinu viti. Ég gaf bókina út og í kjölfarið fór ég að gera léttar tilraunir með að skrifa leikrit,“ segir Jón Atli spurður um aðdraganda þess að hann fór að skrifa. „Ég skrifaði leikritið Draugalest í desember 2001 og í byrjun árs 2002 skilaði ég leikritinu inn í keppni hjá Borgarleikhúsinu. Svo leið eitt og hálft ár án þess að nokkuð væri gert við verkið því leikhúsið átti í fjárhagsvandræðum. Á meðan var ég að skrifa hin verkin en það kemur furðu oft út í þessari um- fjöllun að ég hafi skrifað þrjú leikrit í einu. Það er alls ekki þan- nig.“ Frelsi leikara Rambó 7 skrifaði Jón Atli árið 2002 en hugmyndin að verkinu Brim hafði hann gengið með í kollinum um nokkurt skeið. Um síðustu áramót hófst svo vinna með leikhópnum Vesturporti. „Það kom þannig til að þau voru að ræða um hvert þau vildu fara sem leikhópur. Þá voru nokk- ur handrit á borðinu og þau voru að velta því fyrir sér hvert væri næsta lógíska skrefið sem ætti að taka. Svo var ég kallaður inn og lét þau hafa þetta handrit. Við höf- um síðan verið að vinna með það síðustu mánuði,“ segir Jón Atli. Þó leikritaskáldið eigi hug- myndina og megnið af texta verksins finnst honum gott að gefa leikhópnum frelsi til að vinna það áfram. „Mér finnst hið besta mál hvernig leikararnir koma verkinu til skila, þau syngja til dæmis mikið og spila á hljóð- færi. Það hefur líka ákveðinn spuni átt sér stað og það finnst mér hið besta mál. Það má eigin- lega segja að þau hafi beta-testað það með mér. Ég held að það sé eina orðið sem er til yfir þá vinnu.“ Tilraunakennt leikhús Þótt Jón Atli hafi verið iðinn við leikritaskrif undanfarið hefur hann lítið sem ekkert komið ná- lægt leikhúsi. „Ég tók þátt í einni uppsetningu í menntaskóla og lék síðan í einu verki með Jóni Gnarr. Það var að vísu svona sjoppuleik- hús. Ég held að ég hafi fengið hlutverkið út af röddinni,“ segir Jón Atli en þær eru ófáar auglýs- ingarnar sem hann hefur lesið fyrir útvarp og sjónvarp og sumir vilja reyndar ganga svo langt að kalla hann „auglýsingarödd Ís- lands“. „Leikhúsið upplifði ég sem létta fangavist,“ segir hann. „Ég held að það leikhús sem ég er að gera og það leikhús sem er í gangi hér á Íslandi séu tveir ólíkir hlut- ir.“ Hann tekur sem dæmi verk- efnaval leikhúsanna. „Mikilvæg- asta spurningin sem þú spyrð þig að í leikhúsi er: Af hverju? Ég hef ekkert á móti klassík en mér finnst hlutföll verkanna sem valin eru vera svolítið brengluð. Það er til svo mikið af fínum leikritum og ég sé enga ástæðu fyrir því að setja upp klassísk verk æ ofan í æ.“ Í samræmi við þetta telur Jón Atli sig ekki eiga fullkomlega heima í hinum hefðbunda leikhús- heimi. „Það hefur komið á daginn að gagnrýnendur hafa enga hug- mynd um hvað ég er að gera. Þeir nálgast verkin eins og eitthvað rjómabolluleikhús. Ég er bara að gera allt aðra hluti en tíðkast. Ég vil gera tilraunakennt leikhús með einhverri avant garde geð- veiki. Ég hef mest gaman af því.“ Leikhús er ekki skemmtun Jón Atli segir að gott leikhús sé alltaf tíu skrefum á undan gagn- rýnendum. „Það sem styrkir mig í þeirri trú er að í jafn litlu sam- félagi og á Íslandi er auðvelt að detta ofan í eitthvað smáborgara- leikhús. Það finnst mér bara vera tímaeyðsla. Ég trúi ekki á leikhús sem einhverja skemmtun og ef það er tekið sem partur af ein- hverjum afþreyingariðnaði ertu strax búinn að tapa. Þá tapar þú einfaldlega fyrir 24, Lord of the Rings og Sugababes í Laugardals- höllinni. Leikhús getur verið af- þreying, eins og það getur verið skemmtilegt að hlusta á einhvern segja frá, en fyrst og fremst snýst þetta um að sýna eitthvað. En leik- hús er ekki skemmtun og ég neita að trúa því.“ Jón Atli vill þó ekki meina að afþreying sé slæm. „Ég fer í bíó og allt það, færi jafnvel á Suga- babes ef miðaverðið væri ekki svona hátt. Það sem ég hins vegar kýs að gera í leikhúsi er ekki skemmtun, þó ég sé skemmtileg- ur. Það eru tveir ólíkir hlutir.“ Íslendingar áhugaverðir Leikritið Brim gerist um borð í litlu fiskiskipi og nálægð þeirra sem þar vinna. Draugalestin fjall- ar um fjóra karlmenn á mismund- andi aldri sem hittast í lítilli her- bergiskompu og ræða saman á býsna persónulegum nótum. Í Rambó 7 reynir Jón Atli hins veg- ar að fanga tíðaranda aldamótar- kynslóðarinnar í Reykjavík. „Ég er oft spurður að því hvað ég eigi sjálfur í persónunum, það er hvað komi frá mér sjálfum. Að mörgu leyti er ég að skrifa um fólk sem ég hef kynnst eða þekki. Síðan þarf að raða því saman og þetta er svolítið púsl. Það eru kannski viss element í mér sem nýtast vel í sumar persónur og önnur sem nýtast alls ekki,“ segir Jón Atli og bætir við að þær per- sónur sem líkist honum séu kannski svolítið geggjaðar. „Ég held að útgangspunkturinn í því að skapa góða persónu sé að þykja svolítið vænt um þær. Þegar manni þykir vænt um fólk er það líka vegna galla þeirra en ekki bara vegna kostanna.“ Jón Atli segist skrifa um Ís- lendinga, sem eru spennandi og ekki eins og fólk er flest. „Þeir eru mjög spennandi og þá sérstak- lega ungt fólk. Mér finnst ungt fólk ekki hafa náð að skila sér al- veg nóg yfir í íslenskt leikhús. Það er svo mikil orka í gangi hér því Ísland er svo furðulegt og það þarf því að gera mjög lítið til að gera þetta fólk áhugavert.“ Fólk gerir bara það sem það gerir Draugalestin varð til þess að Jóni Atla var boðið að vinna í mánuð við Royal Court leikhúsið í Englandi, sem hefur verið leið- andi afl í Evrópu í áratugi, sér- staklega þegar kemur að því að uppgötva nýja höfunda. „Það var mjög skemmtilegt reynsla. Þar kynntist ég öðrum leikskáldum og fékk góða mynd af því sem er í gangi. Ég lærði líka mjög mikið um leikhús en mikil- vægasta lexían er samt að maður verði að halda sínu striki,“ segir Jón Atli. „Svo ég vitni í Brimið og sjálfan mig, þá gerir fólk bara það Það hefur komið á daginn að gagn- rýnendur hafa enga hug- mynd um hvað ég er að gera. Þeir nálgast verkin eins og eitthvað rjómabollu- leikhús. Ég er bara að gera allt aðra hluti en tíðkast. Ég vil gera tilraunakennt leikhús með einhverri avant garde geðveiki. Ég hef mest gaman af því.“ ,, Jón Atli Jónasson hefur skrifað þrjú leikverk. Búið er að frumsýna tvö þeirra en það þriðja verður frumsýnt seinna á árinu. Í viðtali við Fréttablaðið segir Jón Atli að íslenskur leikhúsheimur eigi illa við sig og hann vilji gera annars konar leikhús: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ÞYKIR SKEMMTILEG Manneskjan sem við spyrjum þykir ekki bara samviskusöm og dugleg heldur líka skemmtileg. Samviskusöm og dugleg Við spyrjum um konu. GautiGrétarsson, sjúkraþjálfari og íþróttagarpur, þekkir nokkuð til hennar og segir hana ákveðna: „Hún er afar fylgin sér og berst fyrir hugsjónum sínum, sem hún á nóg af. Hún er líka góður vinur vina sinna, ræktar vinskapinn vel og passar upp á alla.“ Já, góður vinur vina sinna, segir Gauti, en það er ótvíræður kostur við hverja manneskju. Vigdís Hauksdóttir, blóma- skreytingameistari og háskóla- nemi, hefur hinsvegar þetta að segja: „Hún er ofboðslega sam- viskusöm og klárar alltaf vel það sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er líka afar skemmtileg.“ Skemmtileg já, það er líka mikill kostur. Við förum svo alla leið inn á Al- þingi Íslendinga til að finna síð- ustu umsögnina. Hana á Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar. „Hún er fal- leg kona með bjart bros, alltaf vel klædd en þó ekki að sama skapi smart í klæðaburði. Það er ákveð- in reisn yfir henni, hún er metnað- arfull baráttukona, dugleg og hef- ur staðið sig vel í starfi. Á það þó til að bregðast við í fljótfærni.“ Og nú spyrjum við, hver er maðurinn? Svarið er að finna á blaðsíðu 28. ■ GEORGE HARRISON Aðdáendur hans í Liverpool vilja sérstaka minningarathöfn um hann. George Harrison hefði orðið 61 árs á dögunum. Aðdáendur hans hafa ekki gleymt honum: Vilja messu um Harrison Bítillinn George Harrison hefðiorðið 61 árs þann 25. febrúar síðastliðinn. Aðdáendur hans í Liverpool notuðu daginn til að hvetja borgaryfirvöld til að minn- ast hans með sérstakri minningar- hátíð. Ári eftir morðið á John Lennon var haldin vegleg minn- ingarhátíð í Liverpool og aðdáend- ur Harrisons vilja að hið sama gildi um hann. Harrison lést í des- embermánuði árið 2001, 58 ára gamall og hafði í nokkurn tíma barist við krabbamein. Aðdáend- ur hans vilja minningarathöfn í rómversk kaþólskri kirkju bæjar- ins í vor og segjast fullvissir um að fólk víða að úr heiminum muni streyma til Liverpool og minnast Harrisons. Einnig hafa komið fram hugmyndir um minningar- garð og styttu af Bítlunum. Tals- maður borgarstjórnar segist vera í sambandi við fjölskyldu Harri- sons og verið sé að skoða ýmsa möguleika en allt taki það sinn tíma. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.