Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 22
22 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Ég set þetta upp sem keppni Sveinn Andri Sveinsson hæsta-réttarlögmaður starfar á Lög- fræðistofu Reykjavíkur. Auk hefðbundinna lögmannsstarfa hefur hann varið margan sak- borninginn á undanförnum árum og komist í kynni við fólk af ýmsu sauðahúsi. Hann hefur varið seka jafnt sem saklausa og ýmist sigrað eða tapað. Meðal skjólstæðinga hans nú eru Jónas Ingi Ragnarsson sem situr í varðhaldi vegna líkfundarins í Norðfjarðarhöfn og Karl Bene- diktsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sem er ákærður fyr- ir umboðssvik og fleiri brot í starfi. Hann hefur kynnst flest- um hliðum mannlífsins og til dæmis þurft að vinna fyrir fólk sem lent hefur í mikilli ógæfu. En hvernig er að verja menn sem þú veist að eru sekir um mjög alvarlega glæpi? „Sem bet- ur fer eru skjólstæðingar mínir oftast saklausir en aðal málið er að allir eiga rétt á eins góðri lög- fræðilegri vörn og kostur er þannig að ég hef fyrst og fremst mínar skyldur sem lögmaður til að reyna hvað ég get til að tryggja hagsmuni míns umbjóð- anda. Oft er ég spurður hvernig ég geti varið kynferðisbrota- mann, fíkniefnasala og svo framvegis en maður getur ekki tekið þetta inn á sig. Maður myndi ekki endast í þessu nema með því að ýta slíkum hugsunum frá sér. Ég set þetta upp sem keppni, andstæðingurinn er ákæruvald- ið og mitt markmið er alltaf að vinna leikinn. Og ég get alveg viðurkennt að það er mjög sérstök tilfinning að fá mann sýknaðan sem ég veit, eða þykist vita, að er sekur. Sigurtilfinning- in getur verið mögnuð,“ segir Sveinn Andri og bætir við, „það er mun betra að tíu sekir menn gangi lausir heldur en einn sak- laus sitji inni.“ En hvernig fer það með sam- viskuna að berjast fyrir sýknu manns sem þú veist að er sekur? „Ég friða samviskuna með þeirri staðreynd að viðkomandi ein- staklingur á alltaf rétt á topp vörn. Mín samviska er í lagi ef ég veit að ég hef unnið mitt verk og staðið mig vel. Og þó menn viti að sekur maður sleppi við refsingu þá er það hluti af kerf- inu, það hefur skort á sannanir.“ En myndirðu aldrei stuðla að því að sekur maður, skjólstæð- ingur þinn, hlyti dóm? „Nei, ég bara má það ekki. Það er ósköp einfalt.“ Hin hliðin á þessum peningi er að saklausir menn lendi bak við lás og slá. Og gerist það þá segja tilfinningarnar til sín: „Það er ferleg tilfinning,“ segir Sveinn Andri og víkur nán- ar að slíku máli síðar í samtal- inu. Margt á huldu í líkmálinu Sem kunnugt er gætir Sveinn Andri hagsmuna Jónasar Inga Ragnarssonar sem nú situr í varðhaldi vegna líkfundarins í Norðfjarðarhöfn. Hvernig hyg- gst hann spila úr því máli? „Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og ég bakka hann fullkom- lega upp í því.“ Og til að skýra ögn í hverju ráðgjöf verjanda til sakbornings getur verið fólgin segir Sveinn Andri: „Maður hvetur aldrei mann til að neita þegar hann sjálfur vill játa. En stundum hvetur maður mann til að játa þó hann sjálfur vilji neita. Slíkt er þó ekki uppi á ten- ingum í þessu máli, hann er harður á þeim framburði sínum að hann hafi ekkert komið að þessu máli og hafi aldrei hitt hinn látna og það er þá sannleik- urinn sem ég vinn með.“ Brota- kenndar fréttir hafa birst af málinu frá því að fyrst spurðist af líkinu í höfninni og í raun eru aðeins örfáar staðreyndir ljósar. Hvað veit verjandinn? „Ég veit nánast bara það sem staðið hef- ur í blöðunum. Það blasir við að verkefni míns umbjóðanda og hinna sakborninganna tveggja er að sannfæra lögregluna um að þeir hafi átt eðlilegt erindi aust- ur. Hvort þeim tekst það verður bara að koma í ljós. Margt er enn á huldu og það má líkja þessu við púsl, það þarf að raða þessu saman bita fyrir bita.“ Saklaus maður dæmdur Sveinn Andri hefur fengist við mál af ýmsu tagi og bæði sigrað og tapað. Eins og gengur taka þau mismikinn tíma og reyna misjafnlega á hann. „Erf- iðasta málið sem ég hef tekist á við var hið svokallaða barna- hristingsmál sem ég var með í Hæstarétti. Þar var saklaus maður dæmdur. Það er ekkert flóknara en það.“ Til upprifjunar þá snérist málið um mann sem var ákærð- ur fyrir manndráp af gáleysi eft- ir að barn sem var í hans umsjá hafði látist. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði hrist barnið ógætilega og að hristingurinn hefði dregið það til dauða og var það álit byggt á kenningum um barna- hristing (Shaken baby syndrom). „Við kölluðum til viður- kennda erlenda sérfræðinga sem allir voru þeirrar skoðunar að dauða barnsins hefði borið að vegna einhvers annars en hrist- ings. Hæstiréttur kaus hins veg- ar að leggja álit læknaráðs til grundvallar og það þó augljóst væri að læknaráð hefði enga vinnu lagt í málið, hvað þá kynnt sér nýjustu rannsóknir.“ Sveini Andra er ekki skemmt þegar hann rifjar málið upp og minnist til dæmis á tiltekinn rökstuðning læknaráðsins: „Hæstiréttur bað um rökstutt svar við tíu spurningum og ein spurningin var: Getur hristingur valdið banvænum heilaáverka? Og svarið var: Já, hristingur get- ur valdið banvænum heilaá- verka. Þannig var nú allur rök- stuðningurinn við þeirri spurn- ingu. Að auki var ráðið vanhæft því það hafði komið að málinu í undirrétti og lögin um læknaráð gera ráð fyrir að menn víki ef þeir hafa komið að máli áður. Það hvarflaði hins vegar ekki að þeim þó athygli væri vakin á því.“ Málið er skelfilegt í alla staði Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefur varið marga sakborninga fyrir dómstólum. Meðal skjólstæðinga hans nú eru Jónas Ingi Ragnarsson sem situr í varðhaldi vegna líkfundarins og Karl Benediktsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Framsýnar. Sveinn Andri talar um erfið dómsmál, pólitík og íþróttir í viðtali við Fréttablaðið: VERJANDINN „Ég set þetta upp sem keppni, andstæðingurinn er ákæruvaldið og mitt markmið er alltaf að vinna leikinn. Og ég get alveg við- urkennt að það er mjög sérstök tilfinning að fá mann sýknaðan sem ég veit, eða þykist vita, að er sekur. Sigurtilfinningin getur verið mögnuð. Það er mun betra að tíu sekir menn gangi lausir heldur en að einn saklaus sitji inni.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Umbjóðendum mín- um hefur verið heitið frelsi gegn því að þeir játuðu á sig glæpi og það án þess að ég, lögmaður þeirra, væri viðstaddur. Þetta er strang- lega bannað og það veit löggan en samt hafa svona dæmi komið upp. ,, Oft er ég spurður hvernig ég geti varið kynferðisbrotamann, fíkni- efnasala og svo framvegis en maður getur ekki tekið þetta inn á sig. Maður myndi ekki endast í þessu nema með því að ýta slíkum hugs- unum frá sér. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.