Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 24
24 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Á morgun, 1. mars, eru fimmt-án ár liðin frá því að sala bjórs hófst í vínbúðum ÁTVR. Þá hafði bjórinn verið bannaður í 77 ár eða frá því að algjört áfengisbann var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Bannið var tilkomið vegna almennra áhyggna af að áfengisneysla landsmanna væri svo yfirgengileg að hún hamlaði framförum þjóðarinnar. Árið 1922 var áfengisbanninu hnekkt að hluta en bjórbannið var enn í gildi. En þó að bjór hafi verið bannaður samkvæmt lögum var bjórbragðið landsmönnum síður en svo framandi. Bæði máttu far- og ferðamenn hafa með sér bjór inn í landið, nokkuð var um smygl og margir kneyfuðu mjöðinn af kappi í heimsóknum sínum til út- landa. Þannig var umhorfs Árið 1989 voru útsölusaðir ÁTVR fjórtán en nú, fimmtán árum síðar eru þeir orðnir fjöru- tíu og tveir. Fjöldi veitinga- og skemmtistaða var langt frá því sem nú er og krár voru svo til óþekktar. Þá voru svokölluð kaffi- hús í Reykjavík teljandi á fingr- um annarrar handar. Aðeins mátti veita vín á tilteknum tímum dags og kvölds og skemmtistöðum var lokað mun fyrr en nú er. Mikil umræða fór fram í þing- inu og þjóðfélaginu um hvort rétt væri að leyfa sölu bjórs en svo fór að lög þess efnis voru samþykkt í maí 1988. Var þar kveðið á um að bjórinn skyldi leyfður frá og með 1. mars árið eftir og var samfélag- inu þar með gefið nokkurt svig- rúm til að búa sig undir það sem í vændum var. Bjórinn kemur Engum blöðum er um það að fletta að bjórnum var tekið opnum örmum af þorra þjóðarinnar. Salan fyrsta daginn var gríðar- leg og urðu sumar vínbúð- irnar og krárnar uppi- skroppa, svo mikil var eftirspurnin. Nokkuð var um að fólk tilkynnti veik- indi í vinnu og skólum dag- inn eftir og segir það sína sögu. Það er einnig til marks um sérstæði þessa að erlend- ir fjölmiðlar sáu sumir ástæðu til að senda blaða- og fréttamenn upp til Íslands til að fylgjast með herlegheitun- um. Áfengisneysla eykst Áfengisneyslan hefur aukist gríðarlega á þessum fimmtán árum eða sem nemur tveimur lítr- um af hreinum vínanda á mann á ári. Þó verður að hafa í huga að þróun áfengisneyslu hefur raunar verið upp á við síðustu fimmtíu ár. Meðalneyslan var tveir lítrar árið 1952, fjórir lítrar 1972, fimm lítr- ar 1992 og sex og hálfur lítri árið 2002. Síðan bjórsala var heimiluð í landinu nemur bjórneysla um helmingi allrar drykkju í vínanda talið og sé því snarað yfir í hefð- bundinn bjór má sjá að hver landsmaður, fimmtán ára og eldri drekkur um sextíu og fjóra lítra af bjór á ári. Sé því magni tappað á flöskur kemur í ljós að hver og einn drekkur fimm bjórkassa á ári hverju. Sala léttvíns og sterk- ari drykkja minnkaði mjög með tilkomu bjórsins en borðvínssalan hefur aukist nokkuð á nýjan leik. Drekkum okkur full Þó einhverjum kunni að finnast þetta dágott bjórmagn fer því fjarri að bjórdrykkjan hér sé meiri en gengur og gerist meðal þjóða. Öðru nær. Hins vegar er neyslan hér með nokkuð öðrum hætti en víða annars staðar. Við drekkum til dæmis okkar bjór og vín nánast eingöngu frá eftirmiðdegi á föstu- dögum og fram á aðfaranótt sunnudags og flestir í því augna- miði að verða ölvaðir. Nánast ekk- ert er um drykkju áfengra drykkja með mat á virkum dögum og há- degisdrykkja er svo til óþekkt, öf- ugt við það sem víða tíðkast. Drykkja þekkist meðal flestra þjóðfélagshópa á Íslandi í dag en sú var ekki raunin áður. Þannig fóru konur ekki að drekka að ráði fyrr en upp úr 1970 og unglinga- drykkja kom einnig til skjalana þá. Ætla má að níu af hverjum tíu landsmönnum drekki og hefur það hlutfall hækkað talsvert frá árinu 1979 þegar um tuttugu prósent voru bindindismenn. Helgast það helst af aukinni drykkju kvenna. Karlar drekka hinsvegar meira og oftar en konur. Drukkið eftir auraráðum Athyglisvert er það viðhorf Ís- lendinga að þar sem þeim á annað borð finnst hæfa að hafa áfengi um hönd umbera þeir ölv- un. Þessu er ólíkt farið annars staðar þar sem hófsamleg neysla er víða í lagi en ölvun illa séð. Mest drekkum við heima, 75 pró- sent neyslunnar fer fram innan veggja heimilanna en fjórðungur á almannafæri, það er veitinga- stöðum. Eins er það merkilegt út af fyrir sig að drykkjugleðin er ekki meiri en svo að hún helst vel í hendur við almennan kaupmátt. Þannig má segja að Íslendingar drekki ekki um efni fram, þeir stilla allavega neysluna af í takt við efnahaginn. Til marks um það má sjá að þegar bjórinn var leyfð- ur lá leiðin í efnahagsmálunum niður á við. Eins og vænta mátti tókum við nokkuð hraustlega til drykkjunnar fyrsta árið en fljót- lega upp úr því var nýjabrumið farið af og neyslan minnkaði. Þeg- ar efnahagurinn tók að vænkast á ný upp úr 1993 fylgdi áfengis- drykkjan með. Ungt fólk fylgjandi, gamalt á móti Hildigunnur Ólafsdóttir af- brotafræðingur hefur rannsakað áfengisvenjur Íslendinga frá 1980 og segir margt hafa breyst með tilkomu bjórsins. „Það sem fyrst og fremst hefur breyst er að heildarneysla áfengis hefur auk- ist og vínveitingastöðum hefur fjölgað mikið,“ segir hún. Bjór- leyfið var afar umdeilt á sínum tíma og kallaði á miklar umræður um kosti þess og galla, bæði utan þings og innan. En hafa spár og áætlanir gengið eftir? „Já og nei. Þeir svartsýnustu spáðu að dagleg n e y s l a m y n d i aukast en það hefur ekki gerst. Áfengisneysla er ennþá bundin við helgar. Því var líka spáð að ölvunarakstur myndi aukast en það hefur ekki heldur gerst. Um- ferðin er svo til áfengislaus, í það minnsta að deginum til. Sem betur fer hefur þetta tvennt ekki ræst. Hinsvegar hefur áfengisneysla aukist meira en búist var við en það má ekki bara tengja bjórnum heldur líka ýmsum ytri þáttum svo sem breytingum í samfélag- inu, hnattvæðingu, markaðsstarfi og mildari áfengisreglum.“ Hildigunnur er þeirrar skoðun- ar að það hafi aðeins verið tíma- spursmál hvenær bjórinn yrði heimilaður: „Yngra fólk var hlynnt bjórsölu en eldra fólkið á móti þan- nig að hann hefði alltaf kom- ið.“ Bjórinn í mat- vöruverslanirnar? Vínbúðum hefur fjölgað mikið á þessum fimmtán árum og að- gengið þar með aukist. Háværar raddir eru uppi um að bjórsalan eigi að færast inn í matvöruversl- anir en slíkt fyrirkomulag er í fjölmörgum löndum sem við kjós- um að bera okkur saman við. Hvaða áhrif hefði slíkt á neysl- una? „Það myndi án efa auka hana þar sem því fylgja ákveðnar hömlur að þurfa að fara í sérstak- ar verslanir,“ svarar Hildigunnur. „Reyndar hefur sú breyting orðið að vínbúðirnar eru í mörgum stærri verslanakjörnum og því oft í leið. Hinsvegar myndi neyslan án efa aukast ef bjórinn yrði seld- ur í matvöruverslunum, ekki síst neysla unglinga. Það er reynslan erlendis frá.“ Áfengiskaupaaldurinn lækkaður? Fólk þarf að hafa náð tuttugu ára aldri til að fá að kaupa áfengi en sú skoðun er á lofti að lækka beri aldursmörkin niður í átján ár. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir Alþingi. Hvaða áhrif myndi slíkt hafa að mati Hildigunnar? „Rannsóknir sýna að vandamálum fjölgar eftir því sem áfengis- kaupaaldurinn er lægri,“ segir hún. „Hæstur er hann í Bandaríkj- unum, tuttugu og eitt ár, og þar hefur dregið úr skaðsemi eins og slysum og ofbeldi vegna áfengis- neyslu eftir að mörkin voru hækk- uð. Víðast hvar eru þau á bilinu sextán til tuttugu ár. Lengi vel voru engin aldursmörk í Dan- mörku en árið 1998 voru sett 15 ára aldursmörk til að kaupa áfen- gi. Þar er nú rætt um að hækka mörkin upp í sextán í þeim til- gangi að draga úr áfengisneyslu og ölvun danskra unglinga sem er sú mesta í Evrópu.“ Áfengisauglýsingar heimil- aðar? Svo virðist sem íslenskt sam- félag sé enn að reyna að átta sig á því hvernig best er um að umgang- ast bjórinn og eru nýlegar deilur um bjórauglýsingar til marks um þetta. Þótt bannað sé að auglýsa bjór og annað áfengi ber talsvert á slíkum auglýsingum, ýmist bein- um eða óbeinum. Það fer vel á því að spyrja afbrota- og félagsfræð- inginn um þetta álitamál að lokum. Hildigunnur segir slíkar auglýs- ingar neysluhvetjandi: „Rannsókn- ir eru reyndar svolítið misvísandi. Sumar þeirra segja þátt auglýs- inga í neyslu ofmetinn en framleið- endur og seljendur hafa mikla trú á að þær hafi mikil áhrif og það hlýtur að segja sitt.“ Hún bendir á að áfengisauglýsingar séu áber- andi í erlendum tímaritum og sjón- varpsstöðvum sem hingað berast en stór munur sé á því og að hafa þær í sjónvarpinu á undan vinsæl- um þáttum á borð við Kastljósið og Ísland í dag. En hvað sem öllum álitamálum líður, þá er víst að bjórinn á 15 ára afmæli á Íslandi á morgun. Lög- legt sambýli þjóðar og bjórs er Mörgum er 1. mars árið 1989 í fersku minni, en þá var bjór leyfður á Íslandi eftir 77 ára bann. Bjórinn er því 15 ára á morgun. Þegar horft er til baka finnst mörgum erfitt að skilja af hverju hann var bannaður til að byrja með. Margt bendir til að innkoma hans í þjóðarmenning- una hafi gjörbreytt áfengisvenjum landans og líklega þjóðlífinu í heild. Bjórinn í lífi Íslendinga 10 SÖLUHÆSTU BJÓRTEGUND- IRNAR 2003 SAMKVÆMT SÖLUTÖLUM ÁTVR Víking Thule (dós) Egils Gull Faxe Premium Tuborg Heineken Carlsberg Thule (flösku) Beck’s Egils sterkur Það sem fyrst og fremst hefur breyst er að heildarneysla áfengis hefur aukist og vínveitingastöðum hefur fjölgað mikið. ,, DR. HILDIGUNNUR ÓLAFSDÓTTIR Hún hefur unnið að yfirgripsmiklum rannsóknum á áfengisvenjum Íslendinga. Hún segir svartsýnar spár, eins og að ölvunarakstur og dagleg neysla áfengis myndi aukast með bjórnum, ekki hafa ræst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BJÓRINN Þessi guli mjöður var bannaður á Íslandi í 77 ár, og hafa án efa margir Íslendingar lent í því að útskýra fyrir útlendingum hverju það sætti. Enda vakti 1. mars 1989, eða bjórdagurinn, mikla athygli erlendra fjölmiðla á sínum tíma. Fólk átti erfitt með að skilja af hverju Íslendingar leyfðu allt áfengi nema bjór.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.