Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 31
Sýndar verða mynd-ir úr útivistarferð síðastliðið sumar um Jökulfirði, Grunnuvík og Snæfjallaströnd á myndakvöldi annað kvöld. Ferðin hófst í Dal- bæ á Snæfjallaströnd en þaðan lá leiðin yfir Dalsheiði til Leirufjarðar. Dvalið var einn dag í Leirufirði og farið inn að skriðjöklinum í botni dals- ins. Næsta dag var haldið út sveit- ina og yfir Staðarheiði til Grunnu- víkur. Þar var dvalið í einn dag og gengið á Maríuhorn og út undir Staðarhlíð. Úr Grunnuvík lá leiðin yfir Snæfjallaheiði að Sandeyri á Snæfjallaströnd. Síðasta daginn var gengið inn Snæfjallaströnd og end- að á sama stað og ferðin hófst. Mjög gott veður var allan tímann og eyði- byggðin skartaði sínu fegursta enda gróður í blóma og fjallasýn góð. Myndirnar sem sýnd- ar verða tók Anna Kristmundsdótt- ir en Gunnar H. Hjálmarsson segir ferðasöguna og lýsir því sem fyrir augu bar. Sýningin stendur yfir í um klukkustund en eftir hana býður kaffinefndin upp á kaffi og hlað- borð. Myndakvöldið er haldið í Skeifunni 11 og hefst kl. 20. ■ SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 Myndakvöld: Ferðasaga frá Vestfjörðum Salou Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika svæðisins, þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Salou er fallegur strandbær í Suður-Katalóníu á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Frá kr. 49.890 Miðað við 2 í íbúð á Novelty 20.maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti Frá kr. 37.495 Miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára á Novelty 20.maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti Í Salou er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar, ævintýralegir rússibanar, hvers kyns leiktæki, veitingastaðir, verslanir og fjölbreytt skemmtiatriði. Þessi sólarbær er því frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur. Salou skartar fallegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og einstöku veðurfari. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar að kvölda tekur. suður af Barcelona sólarperlan 8.000 kr. Bókaðu fyrir 15 . mars og tryggðu þér 8.0 00 kr. afslátt í valdar brottfa rir. afsláttur ef þú b ókar strax. Vikulegt flug í sumar Áttu vini í Færeyjum? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 96 63 04 /2 00 4 Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald. Takmarkað sætaframboð Sími: 570 3030 Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu). Einstakt tilboð á flugi, aðeins 7.500 kr. Embla kynnir ferðir: Um allan heiminn Ferðaskrifstofan Embla kynnir ídag ferðir sem ferðaskrifstofan býður upp á á þessu ári. Af því tilefni er boðað til kynningarfundar á ferðaskrifstofunni í Aðalstræti 2 kl. 15 til 18 í dag. Á fundinum verða meðal annars kynntar ferðir til Jap- ans í haust með möguleika á fram- lengingu á Fiji-eyjum. Sömuleiðis ferð um áhugaverð svæði í Suður- Ameríku sem einnig verður farin í haust. Embla býður upp á tvær ferð- ir um páskana, 10 daga ferð til Buenos Aires og 20 daga ferð um Ekvador, Amason og Galapagos-eyj- ar. Loks kynnir Embla nýjar Evrópu- ferðir, meðal annars til Sikileyjar. ■ Námskeið í fjallamennsku fyrir skíða og brettamenn: Öryggi utan brauta Fjallamennska fyrir skíða- ogbrettamenn er efniviður nám- skeiðs sem Íslenskir fjallaleiðsögu- menn standa fyrir í vikunni í sam- vinnu við Íslenska alpaklúbbinn. Markmiðið er að gera skíða- og brettamönnum kleift að ferðast af öryggi og kunnáttu um fjalllendi og að renna sér utan brauta. Á nám- skeiðinu er einnig farið lauslega í möguleika á viðeigandi búnaði svo sem fjallaskíðum og klofnum brett- um. Námskeiðið hefst með kynn- ingu á fimmtudagskvöld. Úti- kennsla fer svo fram í nágrenni Reykjavíkur á laugardag. Námskeiðið hefst á fimmtu- dagskvöldið, þá verður farið í undirbúning fyrir útikennslu, kynningu á helsta útibúnaði svo sem línum, broddum, ísöxum, snjóflóðaýlum, skóflum og stöng- um, snjóþrúgum, skinnum og öðr- um fjallaskíðabúnaði. Rætt er um viðeigandi fatnað, nesti, vökva- þörf og skipulag ferða. Á laugardag er farið í leiðaval með tilliti til snjóflóðahættu, kenndar helstu grunnaðferðir við mat á snjóalögum, farið yfir notk- un snjóflóðaýla og meðferð þeirra æfð ítarlega. Kennd er notkun ísaxar sem öryggis- og stuðnings- tækis á uppleið. Lauslega er farið í ferðamennsku og leiðaval á jökl- um þar sem á að renna sér niður. Kennari er Leifur Örn Svar- varsson sem hefur 20 ára reynslu af fjallamennsku Engar forkröfur eru fyrir þátt- töku á námskeiðinu. Allur búnað- ur er innifalinn í námskeiðsgjaldi sem er 7000 krónur. Veðrið getur að sjálfssögðu sett strik í reikninginn og er áhugasömum bent á að fylgjast með nýjustu upplýsingum á www.mountainguide.is. ■ Á FJALLASKÍÐUM Ekki amalegt að geta rennt sér utan brauta með þessum hætti. SNÆFJALLASTRÖND Blasir við frá Ísafirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.