Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 40
40 29. febrúar 2004 SUNNUDAGURHandbolti Arnór Atlason, leikmaður KA: Æðisleg tilfinning HANDBOLTI Arnór Atlason skoraði 13 mörk fyrir KA gegn Fram og sýndi og sannaði að hann er orð- inn einn allra besti leikmaður okk- ar Íslendinga. „Við vorum ekki ánægðir með leik okkar í fyrri hálfleik en vor- um samt tveimur yfir. Við hefðum samt átt að vera með meira for- skot. Við fundum það alveg frá byrjun að við vorum sterkari. Það var eiginlega gamli félaginn okk- ar, Petsja [Egidijus Petkevicius, markvörður Framara], sem var aðallega að angra okkur. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefð- um við valtað yfir þá frá byrjun,“ sagði Arnór. „Í seinni hálfleik small vörnin hjá okkur saman og ég veit eigin- lega ekki hvað var að honum í markinu [Hafþóri Einarssyni]. Hann varði eins og ég veit ekki hvað,“ sagði Arnór með bros á vör og bætti við: „Þá var sóknarleik- urinn ekki mikið vandamál en vörnin og markvarslan lögðu grunninn að sigrinum. Það var búið að tala um Framarana sem gott varnarlið en ég get ekki betur séð en við höfum sannað okkur sem mjög gott varnarlið. Þetta er æðislega tilfinning og vonandi bara forsmekkurinn að því sem koma skal,“ sagði ungstirnið Arn- ór. ■ KA bikarmeistari í þriðja sinn KA er bikarmeistari karla í handbolta eftir öruggan sigur á Fram, 31-23, í úrslitaleik í Laugardalshöll. HANDBOLTI Eins og tölurnar gefa til kynna voru KA-menn sterkari aðilinn í gær. Þeir höfðu tveggja marka forystu í hálfleik 12-10 og juku muninn jafnt og þétt í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 31-23 og öruggur sigur KA-manna í höfn. Þetta var þriðji bikarmeistara- titillinn í sögu félagsins. Arnór Atlason átti stórleik í liði KA og skoraði 13 mörk. Andreus Stelmokas var næstmarkahæstur með sjö mörk. Markvörður KA, Hafþór Einarsson, var í miklu stuði í leiknum og varði 23 skot. Hjá Fram voru þeir Stefán B. Stefánsson og Valdimar Þórsson markahæstir með fimm mörk hvor. Edgar Petkevicius varði 16 skot í markinu þar til hann fór meiddur út af um miðjan síðari hálfleik. ■ ARNÓR Skoraði 13 mörk í úrslitaleiknum í gær . LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Þunglyndi Sálfræðilegt sjónarhorn Fræðsluerindi á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Haldið í „Námunni", húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7 Átta fyrirlestrar á fimmtudagskvöldum í mars 2004, kl. 20:15-22:00 Opnir fyrirlestrar - allir velkomnir Dagskrá: Fimmtudagur 4.3. 1. Þunglyndi: Sálfræðileg sýn á vaxandi vanda. Árangursrík meðferð, en skert aðgengi. Oddi Erlingsson, klínískur sálfræðingur 2. Þunglyndi: Einkenni, orsakir og algengi. Jón Sigurður Karlsson, klínískur sálfræðingur Fimmtudagur 11.3. 3. Þunglyndi, líkamlegir sjúkdómar og streita. Dr. Hörður Þorgilsson, klínískur sálfræðingur 4. Þunglyndi, áföll og erfið lífsreynsla. Álfheiður Steinþórsdóttir, klínískur sálfræðingur Fimmtudagur 18.3. 5. Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi. Auður R. Gunnarsdóttir, klínískur sálfræðingur 6. Þunglyndi og misnotkun áfengis. Ása Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur Fimmtudagur 25.3. 7. Jákvæð sálfræði: Forvörn við þunglyndi. Dr. Gunnar Hrafn Birgisson, klínískur sálfræðingur 8. Forvarnarstarf hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, klínískur sálfræðingur Fundarstjórn: Gunnar Hrafn Birgisson og Oddi Erlingsson. Dagskráin er haldin með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og verkefni Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þunglyndi. Aðgangseyrir kr. 500,- FSKS Félag sérfræðinga í klínisri sálfræði EIGINHANDARÁRITUN Leikmenn KA höfðu ekki undan að gefa ungum aðdáendum eiginhandaráritanir sínar eftir sigurinn í SS-bikarnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BIKARINN Á LOFT Leikmenn KA hampa SS-bikarnum með sigurbros á vör í Laugardalshöll í gær. KA -FRAM 31- 23 (12-10) Mörk Fram: Stefán Baldvin Stefánsson 5 Valdimar Þórsson 5/2 Arnar Þór Sæþórsson 4 Héðinn Gilsson 4 Jón Björgvin Pétursson 2 Hjálmar Vilhjálmsson 2 Jón Þór Þorvarðarson 1 Guðjón Finnur Drengsson Hafsteinn Ingason Martin Larsen Þorri Björn Gunnarsson Varin skot: Egidijus Petkevicius 16 Sigurjón Þórðarson 2 Fiskuð víti: 3, Arnar, Hjálmar, Héðinn Hraðaupphlaup: Héðinn 4, Stefán 3 Brottvísanir: 6 mínútur Mörk KA: Arnór Atlason 13/5 Andreas Stelmokas 7 Einar Logi Friðjónsson 4 Ingólfur Axelsson 3 Sævar Árnason 3 Árni Björn Þórarinsson 1 Jónatan Magnússon 1 Bjartur Máni Sigurðsson Varin skot: Hafþór Einarsson 25/1 Fiskuð víti: 5, Einar, Stelmokas, Jónatan, Árni, Sævar Hraðaupphlaup: Arnór 3, Stelmokas 3, Einar Logi 2 Brottvísanir: 6 mínútur HANDBOLTI Heimir Ríkharðsson, þjálfari Framara, tók tapinu af karlmennsku. „Ég vil bara óska KA-mönnum innilega til hamingju með bikarinn, þeir eiga þetta fylli- lega skilið. Þeir voru einfaldlega tilbúnir í þennan slag en við ekki, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Heimir. „Það vantaði ein- hverja trú á þetta hjá okkur og um leið og við misstum þá fram úr var bara eins og menn hefðu gef- ist upp. Þetta var ekki okkar dag- ur, þeir voru ákveðnari í öllum að- gerðum, börðust meira og voru klárlega betri. Við spiluðum ekki eins og við lögðum upp með en það þýðir lítið að hengja haus yfir þessu. Nú er það bara áfram- haldandi barátta í deildinni og við stefnum ótrauðir á úrslita- keppnina,“ sagði Heimir. ■ Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram: Ekki tilbúnir í slaginn HEIMIR Segir að meiri trú hafi vantað í Fram-liðið. HANDBOLTI Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, var stoltur af strák- unum sínum. „Þetta er ólýsanleg tilfinning og bara eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var að byrja að þjálfa fyrir ein- hverjum tuttugu árum síðan,“ sagði Jóhann. „Þetta spilaðist illa fyrir Framara. Þeir fá á sig mörg mörk eftir hraðaupphlaup og það er niðurdrepandi að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt. Þeir spiluðu greinilega undir getu í dag. Nú skemmtum við okkur fram á mánudag en setjum síðan stefn- una á stóru dolluna í vor,“ sagði vígreifur og alsæll Jóhannes. ■ Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA: Þeir spiluðu undir getu JÓHANNES Var stoltur af strákunum sínum í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.