Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 45
FÓLK Leikarinn George Clooney ætlar að nota óhefðbundna leið í fjármögnun fyrir föður sinn sem stefnir á þingmennsku fyrir Kent- ucky fyrir demókrataflokkinn. Clooney hefur sent handskrifuð bréf til mögulegra stuðningsaðila og boðist til að þvo bílinn þeirra fyrir þóknun. Einnig bauð hann þeim í fjáröflunarkvöldverð á heimili sínu í Kaliforníu í næsta mánuði. Bílaþvottur Clooneys verður ekki ódýr því kvikmyndastjarnan rukkar frá $ 250 til $ 2.000 fyrir þvottinn. Þetta þýðir að ódýrasti þvotturinn mun kosta 17.500 krón- ur en sá dýrasti 140.000 krónur. Ekki kemur fram hvað verður innifalið í bílaþvottinum, nema að George mun annast hann sjálfur. Kosningaloforð Clooneys er að hann muni þvo bílinn vikulega þar til þetta hefur borgað sig. Hann mun því líklega þurfa að þvo ein- hvern bílinn nokkuð oft til að sá sem borgar 140.000 krónur fái eitthvað fyrir sinn snúð. ■ FÓLK Lögreglan í Colorado stöðvaði einkennilegan mann sem hafði far- ið að versla í Wal-Mart verslun með skíðagrímu yfir andliti. Þar sem skíðagrímur eru frekar tengd- ar bankaránum og þvílíkum glæp- um hringdi starfsmaður Wal-Mart í lögregluna og lýsti bílnum sem maðurinn var í. Skömmu seinna var hann stöðvaður af lögreglunni og beðinn um að segja frekari deili á sér. Þá kom í ljós að þar var Michael Jackson, poppstjarnan víðfræga á ferðinni, sem er þekkt- ur fyrir að hylja andlit sitt þegar hann er á ferðinni til að þekkjast ekki. Talsmaður lögreglunnar sagði að engir árekstrar hafi orðið milli lögreglu og Jackson og tók talsmaður Jacksons undir það. Michael Jackson dvelst nú á búgarði sínum í Old Snomass í fríi með börnum sínum og fer lítið fyrir honum en hann á yfir höfði sér ákæru í Kaliforniu fyrir að áreita barn kynferðislega. ■ SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 45 550 5000 HALLE BERRY Var glæsileg að vanda þegar hún mætti á forsýningu Gothika í Berlín á miðvikudag- inn. Pondus eftir Frode Øverli Eldriborgara- miða til Týról, takk! Hallóóó... Týról er í öðru LANDI! Ha, hversu mikið? Æ, æ! Einn af þessum! Ég heyri mjalta- mærina jóðla! Viltu dansa, Heiða? Ekki núna, kallinn minn! En ég þekki einn sem er til í'ða! HVERT ætlar hann? Til Týról! Valhoppaðu, litla Fraulein! Hoppsí, hoppsí! MICHAEL JACKSON Var stoppaður af löggunni í Colorado eftir að hafa farið að versla með skíðagrímu. Hann er þekktur fyrir að vilja ekki þekkjast þegar hann er á ferðinni á almannafæri. Jacko búðarræningi? GEORGE CLOONEY Hægt verður að kaupa bílaþvott af kvikmyndastjörnunni sjálfri, til stuðnings þingframboðs pabba hans. Bílaþvotturinn verður þó ekki ódýr. Clooney í bílaþvott

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.