Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 47
Bókin Heimskir hvítir karlareftir Michael Moore hefur verið endurútgefin í kiljuformi. Bókin kom út í 1700 eintökum fyr- ir jól og seldist upp. Kristján B. Jónsson hjá Eddu útgáfu segir söluna hafa komið öllum á óvart og ekki eitt einasta eintak hafi komið til baka úr skilum. Bókin Heimskir hvítir karlar er að stórum hluta byggð upp sem ádeila á Bush stjórnina. „Moore tekst að koma ádeilu sinni á fram- færi með því að nota háð og grín. Að baki liggur þó mikil reiði og telur hann réttlætiskennd sinni misboðið. Honum finnst harðlega brotið á sér og þeim lifnaðarhátt- um sem hann telur fólk eiga að búa við.“ Edda útgáfa hefur reynt mikið til að fá Moore til Íslands og segir Kristján að slíkar tilraunir séu enn í gangi. „Við fengum þau skilaboð frá umboðsmanni hans í New York að Moore svari ekki neinum tilboðum um viðtöl vegna kosningabaráttunnar sem nú er í gangi í Bandaríkjunum.“ Moore studdi Wesley Clark í forkosning- um Demókrata sem nú hefur helst úr lestinni. Talið er líklegt að hann snúi sér að neytendafrömuðinum Ralph Nader sem hefur gefið kost á sér að nýju. Moore studdi Nader við síðustu forkosningar og í bók sinni Heimskir hvítir karlar varði hann Nader með kjafti og klóm. ■ 47SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 37.995 kr. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Mallorca Heimsfer›ir bjó›a flri›ja ári› í rö› beint flug til Mallorca í sumar og stórlækka ver›i› til flessa vinsælasta áfangasta›ar Spánar. Mallorca hefur veri› ókr‡nd drottning fer›amanna undanfarin 40 ár enda getur enginn áfangasta›ur státa› af jafn heillandi umhverfi og fjölbreyttri náttúrufegur›. A› auki eru strendurnar gullfallegar og a›sta›a fyrir fer›amenn frábær. Á Mallorca er au›velt a› lifa lífinu og njóta fless a› vera í fríi. Á eyjunni eru heillandi bæir sem hafa hver sinn sérstæ›a karakter og yfir- brag› og flví flreytist ma›ur aldrei á a› flakka um og kynnast n‡jum sjónarhorn- um á eyjunni fögru. Við stórlækkum verð á Mallorcaferðum 37.995 kr. M.v. hjón me› 2 börn 2-11 ára, 23. júní, Playamar, vikufer› me› sköttum og 8.000 kr. afslætti. Netver› 39.995 kr. M.v hjón me› 2 börn, 2-11 ára, 23. júní, í 2 vikur, Valentin Park, Paguera, me› 8.000 kr. afslætti. Netver› 47.090 kr. M.v. 2 í íbúð, Playamar, vikuferð, 26. maí, með 8.000 kr. afslætti. Netverð Fegursta eyjan N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 4 5 5 / si a. is Fyrstu 300 sætin 8.000 kr. afsláttur fyrir manninn 32.000 kr. afsláttur fyrir fjölskylduna. Gildir í stjörnubrottfarir. Bókaðu fyrir 15. mars og tryggðu þér lægsta verðið á Íslandi. Valentin Club Þjóðarbókhlaða - Landsbóka-safn sendi nýlega frá sér lista yfir 20 vinsælustu útlánin á síð- asta ári, allt frá því nýtt tölvu- kerfi var tekið í gagnið 19. maí síðastliðinn. Arnaldur Indriðason skorar greinilega hátt á öllum vin- sældarlistum því þrjár af glæpa- sögum hans, þar sem lögreglu- maðurinn Erlendur leysir íslensk glæpamál, eru meðal tíu vinsæl- ustu bóka safnsins, sem mest er notað af háskólanemendum. Arn- aldur hlýtur því annað hvort að vera vinsæll til kennslu í bók- menntafræðinni eða þá að há- skólanemendur gefa sér tíma til annars en að lesa námsbækurnar. Vinsælasta bók til útláns síð- asta ár voru heildarverk Martins Luther. Að sögn Áslaugar Agnars- dóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs safnsins, koma vinsældir Luthers til af því að þetta er ritsafn 50 binda og skráist útlán á hverju bindi sem útlán á verkinu. Það er því líklega ekki um að ræða stór- aukinn áhuga á uppruna lúterskr- ar trúar. Í öðru sæti er lokaritgerð í stjórnmálafræði eftir Döllu Ólafs- dóttur, þar sem bornir eru saman vinstri flokkar á Íslandi. „Ég var með verkefni í námskeiði mínu Stjórnmálaflokkar, samtök og lýð- ræði í haust þar sem átti að fjalla um hvort Samfylkingin væri bara gamli Alþýðuflokkurinn og tók eftir að það voru margir sem vitn- uðu í þessa ritgerð. Það er ekki mikið til um þetta efni og því not- ast nemendur við það sem til er. Miðað við að það eru um 100 nemar skráðir á námskeiðið gæti þetta verkefni hafa skekkt aðeins lokaniðurstöðuna,“ segir Úlfar Hauksson aðjunkt í stjórnmála- fræði. Vinsælasta rit sagnfræðinnar eru greinilega annálar 1400-1800 og einnig hefur bók Andra Snæs Magnasonar, Lovestar, náð nokkrum vinsældum. Þessi listi gefur þó ekki heildarmynd af vinsældum bóka háskólanema, því stórir hópar nema eins og lögfræði- og læknanemar notast aðallega við útibú bókasafnsins og eru útlán þar ekki skráð í kerfið. ■ Íþessari viku verð ég á haus útaf kvikmyndahátíðinni,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvik- myndagerðarmaður sem er stjórnandi kvikmyndahátíðarinn- ar Hinsegin Bíódaga sem hefst á fimmtudag. „Ég verð vinnusjúk- lingur þessa vikuna því ég er að klára DVD disk af kvikmyndinni minni Hrein og bein í hjáverkum. Vikan verður svolítið óráðin því ég hef aldrei stjórnað svona hátíð áður og veit ekki hvað ég er að fara út í.“ Hrafnhildur verður í fleiru tengdu kvikmyndum því á mánu- dag ætlar hún á fund með kvik- myndagerðarmönnum til að heyra í Sjónvarpsmönnum um ákvörðun þeirra að draga úr kaupum á ís- lenskum myndum. „Það er áberandi hvað allir kvikmyndagerðarmenn eru á miklum bömmer yfir fjármagni og peningum hér á landi. Hingað til höfum við aðallega sótt fjár- magn til Ríkissjónvarpsins, því þeir eru þeir einu sem borga al- mennilega fyrir okkar afurðir.“ Það verða því eflaust fjörugar umræður á fundinum. „Á þriðjudaginn er ég að skipu- leggja málstofu með Háskólanum þar sem kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, Bennet Sin- ger, mun fjalla um kvikmynd sína, Bróðir og utangarðsmaður: Bay- ard Rustin, sem fjallar um nán- asta samstarfsmann og ráðgjafa Martins Luther King. Í fyrirlestr- inum mun hann draga upp hlið- stæður við réttindabaráttu homma og lesbía í Bandaríkjun- um í dag. Á föstudaginn mun ég svo sjá mynd hans í bíói og eftir það fara í pínulítið teiti hjá banda- ríska sendiráðinu.“ Á fimmtudag opnar hátíðin og að sjálfsögðu mun Hrafnhildur með bróðurdætrum sínum ekki láta sig vanta á hollensku opnun- armyndina: Já systir, nei systir. Í aðalhlutverki þeirrar myndar verður heiðursgestur Hinsegin bíódaga, leikkonan Loes Luca. „Á sunnudaginn verða svo tvær kvikmyndir sem ég hlakka mikið til að sjá, stuttmyndin Þús- und friðar ský á himni og kvik- mynd eftir Láru Martin sem heit- ir Aðalhlutverk Rosu Thurr. Þessi vika verður því bíó, bíó, bíó á milli þess sem ég er sjálf inn í klippi- herbergi að laga mína mynd.“ ■ Bækur ■ Edda útgáfa hefur gefið út að nýju bókina Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore. Unnið er að því að fá rithöfund- inn til landsins. Vikan sem verður HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR ■ Þetta verður hinsegin bíóvika. MICHAEL MOORE Helgar sig þessa dagana baráttu sinni við að koma ríkisstjórn George Bush frá völd- um. Einn liður í þeirri baráttu er gerð heimildarmyndar um kosningarnar. Stefnt er að því að hún verði tilbúin til sýningar í haust og er hún beinlínis gerð til að hafa áhrif á val kjósenda.“ Vilja fá Michael Moore til Íslands Vinsældarlisti Þjóðarbókhlöðu Vinsældir ■ Arnaldur Indriðason gerir það gott á útlánalista Þjóðarbókhlöðunnar rétt eins og á öðrum bókasöfnum. Það vekur einnig athygli að lokaritgerð Döllu Ólafs- dóttur Ragnars Grímssonar er í öðru sæti en það á sínar fræðilegu skýringar. DALLA ÓLAFSDÓTTIR Lokaritgerð forsetadótturinnar var næst mest útleigða ritið hjá Þjóðarbókhlöðunni í fyrra. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Háskólanemar sækja stíft í glæpasögur Arnalds Indriða- sonar í fræðasetrinu. VINSÆLUSTU ÚTLÁN ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU LANDSBÓKASAFNS 19. MAÍ TIL 31. DESEMBER 2003 Sæti Höfundur Ár Titill 1. Luther, Martin 1955 Luther’s works. 2. Dalla Ólafsdóttir 2002 Gamlir flokkar í nýjum búningi?: Samanburður á Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Samtökum um kvennalista annars vegar og Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni-grænu framboði hins vegar. 3. Arnaldur Indriðason 2001 Grafarþögn. 4. 1922 Annálar 1400-1800 = Annales Islandici poster- iorum sæculorum. 5. Arnaldur Indriðason 2002 Dauðarósir. 6.-9. Andri Snær Magnason 2002 LoveStar. 6.-9. 1994 Rannsóknir í félagsvísindum. 6.-9. Arnaldur Indriðason 2002 Röddin. 6.-9. Agnar Kl Jónsson 1969 Stjórnarráð Íslands 1904-1964. 10. 1994 Fléttur: Rit rannsóknarstofu í kvennafræðum. HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR MEÐ VINKONU SINNI TINU NACCACHE Stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar Hinsegin Bíódaga sem verður haldin 4.-14. mars. Bíó, bíó, bíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.