Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 6
6 1. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Bandaríkin Veistusvarið? 1Hver er stjórnandi alþjóðabjörgunar-sveitar Slysavarnafélagsins Lands- bjargar sem nýkomin er frá björgunar- störfum í Marokkó? 2Eyjastúlkur hömpuðu bikarmeist-aratitli í handbolta um helgina. Hver er fyrirliði kvennaliðs ÍBV? 31. mars er gjarnan kallaður bjórdag-urinn. Hvaða ár var bjórinn lögleyfð- ur á Íslandi? Svörin eru á bls. 31 DÓMSMÁL Bragi Guðbrandson félagsfræðingur er ósáttur við Héraðsdóm Reykjavíkur hvað varðar notkun á Barnahúsi og seg- ist ekki skilja hvað liggur til grundvallar. „Skýrslutaka barna sem fer fram í dómhúsi er fráleitt af sömu gæðum og í Barnahúsi,“ segir hann. „Að verða vitni að því að jafn virðulegar stofnanir og dómstólar skuli kjósa að snið- ganga bestu þekkingu og reynslu sem til er í þjóðfélaginu hvað varðar börn, og sérstaklega þau börn sem hafa orðið fyrir jafn alvarlegum brotum og þarna er um að ræða, er óskiljanlegt. Það hvarflar að mér að ef þetta mál snerist ekki um börn heldur eign- ir þá myndi þetta fólk örugglega færa sér í nyt bestu þekkingu sem völ er á. En það virðist því miður vanta verulega mikið á að menn virði réttindi barna í þessu sam- félagi.“ Bragi segir muninn á yfir- heyrslum í Barnahúsi og barna- herbergi dómhúss gríðarlegan. Í Barnahúsi er reynt að draga úr eins og kostur er þeim kvíða sem barnið þarf að upplifa og séð til þess að skýrslutakan fari fram í barnvænlegu umhverfi. Dómhús er stofnun sem er mjög framandi fyrir fullorðna, hvað þá börn, og ekki fallið til þess að börn upplifi sig örugg og róleg. Í Barnahúsi eru barninu skipaðir sérfræðingar, sem hafa hlotið þjálfun í meðferð svona mála. Héraðsdómur Reykjavíkur virðist ekki legga mikið upp úr þessu. Fólk sem yfirheyrir börn í dómhúsi er ágætis fólk, en stað- reyndin er að það hefur ekki þá fræðilegu þekkingu á framburði barns sem er nauðsynleg og ekki þá tækni sem til þarf.“ ■ Hvorki stífni né þvermóðska Héraðsdómur Reykjavíkur er sá dómstóll á landinu sem minnst notar Barnahús til yfirheyrslna. Dómstjóri segir að aðstaðan í dómhúsi til að yfir- heyra börn sé ekki síðri en í Barnahúsi og því sé ekki ástæða til að nýta það. DÓMSMÁL Í lok febrúar féll dómur í Hæstarétti, um að fimm ára barn, sem grunur lék á að hefði verið misnotað kynferðislega, skyldi yf- irheyrt í sérútbúnu barnaherbergi í dómhúsi, en ekki í Barnahúsi. Réttargæslumaður barnsins fór fram á að yfirheyrslur færu fram í Barnahúsi, en því var hafnað fyrir Héraðsdómi Reyjavíkur og Hæsti- réttur staðfesti úrskurðinn. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur, vísar því al- gjörlega á bug að um stífni og þvermóðsku sé að ræða, en athygli hefur vakið að Hérðaðsdómur Reykjavíkur er sá dómstóll sem minnst notar Barnahúsið. „Við erum eini dómstóllinn á landinu sem er með sérútbúna að- stöðu til að yfirheyra börn, þannig að það liggur í augum uppi að ef dómarar vilja nota sér þá aðstöðu þá gera þeir það. Það er í valdi hvers dómara hvar hann velur að yfirheyra börnin og þetta hefur verið talin fullkomin aðstaða,“ seg- ir Helgi. Muninn á að yfirheyra barn á þessum tveimur stöðum segir Helgi nánast engan. „Það fer nákvæmlega eins fram á báðum stöðum og allt samkvæmt lögum, enda um sakamálarannsókn að ræða.“ Aðspurður hvort þörfin sé jafn- vel engin fyrir Barnahús segist Helgi ekkert vilja tjá sig um það. „Það eru nokkur ár síðan aðstöð- unni hjá okkur var komið upp, en dómarar í Reykjavík hafa líka eftir atvikum farið inn í Barnahús með yfirheyrslur. Á hvaða forsendum þeir gera það er auðvitað bara þeirra mál, en í þau þrjú skipti sem hefur verið krafist úrskurðar Hæstaréttar hefur verið um sama réttargæslumann barns að ræða. Ég hef sjálfur yfirheyrt börn á báð- um stöðum og sé engan mun. Yfir- heyrslur hafa gengið mjög vel í dómhúsinu og engin vandamál komið upp,“ segir Helgi og kveður sama fjölda koma að yfirheyrslum á báðum stöðum, dómari sé með sérfróðan kunnáttumann sem yfir- heyrir, og viðstaddir séu réttar- gæslumaður brotaþola, verjandi kærða, fulltrúi lögreglustjóra og eftir atvikum einhver frá barna- verndarnefnd, en þessir aðilar fylgjast með yfirheyrslum á skjá. Afar fátítt sé að kærði sé viðstadd- ur yfirheyrslur. edda@frettabladid.is MINNTUST FORSETANS Forsætis- ráðherrar Makedóníu og Bosníu lögðu í gær blómvönd að staðnum þar sem flugvél Boris Trajkovski Makedóníuforseta fórst á fimmtudag með þeim afleiðing- um að allir sem í henni voru fór- ust. Branko Crvenkovski, forsæt- isráðherra Makedóníu, kom til Bosníu á laugardag og með hon- um sérfræðingar sem hjálpa til við rannsókn málsins. SPRENGJUTILRÆÐI FYRIRBYGGT Spænskir lögreglumenn komu í gær í veg fyrir sprengjutilræði í miðborg Madrídar þegar þeir stöðvuðu lítinn sendiferðabíl og fundu í honum hálft tonn af efn- um til sprengjugerðar. Tveir menn voru handteknir. KÝPUR-GRIKKIR MÓTMÆLTU Þús- undir Kýpur-Grikkja fóru í gær í mótmælagöngu gegn áætlun Sameinuðu þjóðanna um að sam- eina gríska og tyrkneska hluta eyjarinnar. Mótmælendurnir for- dæmdu að þeir fengju ekki að snúa aftur til heimila sinna sem þeir flýðu fyrir 30 árum þegar Tyrkir gerðu innrás á eyna. ÍHALDSFLOKKURINN STÆRSTUR Breski Íhaldsflokkurinn nýtur meira fylgis en Verkamannaflokk- urinn, ef marka má nýja skoðana- könnun dagblaðsins Daily Tele- graph. 39% aðspurðra sögðust myndu kjósa Íhaldsflokkinn en 35% Verkamannaflokkinn. Þetta eru sömu niðurstöður og fengust í könnun blaðsins í janúar. www.plusferdir.is Krít - 50 sæti í júní og júlí 39.232 kr. N E T á mann, m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. 49.980 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is Þorpsbúar langþreyttir : Nýtt nafn gegn þjófum SKOTLAND, AP Íbúar þorps í skosku hálöndunum hafa ákveð- ið að breyta nafni þorpsins til að sporna gegn því að ferðamenn steli skiltinu sem vísar veginn að þorpinu. Þorpið ber keltneska nafnið Lost sem þýðir krá en hvers enska þýðing er villt eða týnt. Ferðalangar hafa sótt í að láta mynda sig hjá skiltinu og sumir gengið lengra og hreinlega stolið því. Kostnaðurinn við nýtt skilti nemur um 13.000 krónum og það þykir rúmlega tuttugu íbúum þorpsins of mikið. Því hefur nafninu verið breytt í Lost Farm í von um að skiltinu hangi uppi lengur en hingað til, einu skiltanna var stolið strax daginn sem það var sett upp. ■ SPRENGING Í FLUTNINGASKIPI Óttast er að 21 sjómaður hafi farist þegar flutningaskipið Bow Mariner sökk eftir að sprenging varð um borð í því undan ströndum Bandaríkjanna. Skipið flutti eldfiman farm og varð fljótt alelda. Sex manns var bjargað úr sjónum; þrjú lík fundust fljótlega en margra var enn saknað. ■ Evrópa BRAGI GUÐBRANDSSON FÉLAGSFRÆÐINGUR Segir af og frá að yfirheyrslur yfir börnum í dómhúsi séu af sömu gæðum og í Barnahúsi. Yfirheyrslur í dómhúsi: Réttindi barna ekki virt HELGI I. JÓNSSON Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur sjálfur yrfirheyrt börn bæði í Barnahúsi og í barnaherbergi dómhúss. Hann segir muninn engan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.