Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 1. mars 2004 BRETLAND Tvö bresk blöð, Observer og Independent on Sunday, héldu því fram í gær að aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í lög- fræðilegum málum hefði breytt greinargerð sinni um lögmæti inn- rásar í Írak, skömmu áður en til hennar kom. Ástæðuna segja blöð- in þá að yfirmenn hersins hafi ótt- ast að þeir og hermenn þeirra kynnu að verða kærðir fyrir stríðsglæpi ef innrás stríddi gegn alþjóðalögum. Bæði blöðin segja að ráðgjafinn hafi áður lýst þeirri skoðun að innrás kynni að vera ólögleg án nýrrar samþykktar ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Peter Hain, leiðtogi Verka- mannaflokksins í þinginu, vísaði því á bug að pólitískum þrýstingi hefði verið beitt til að fá lögfræðiá- litinu breytt. Robin Cook, fyrrum utanríkisráðherra, sagði að Tony Blair forsætisráðherra hefði ekki fyrirskipað innrás ef hann væri ekki viss um lögmæti hennar. John Major, síðasti forsætisráð- herra Íhaldsflokksins, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að nauðsyn bæri til að birta lögfræðiálitið í heild sinni opinberlega til að fá málin á hreint. ■                                !"#! " #!$%"&'   "((( $ )   *  !+  ,%*  !-  % ) .!' .&+*!/ 0!& 0!1 ! / 2&345-11 ! 3! - )   6$%$!&    %) Barnaklámhringir: Upprættir af lögreglunni LÖGREGLUAÐGERÐ Tugir meintra barnaníðinga voru handteknir í samstilltum aðgerðum lögreglu í Ástralíu, Belgíu, Kanada, Þýska- landi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Perú, Bretlandi og á Spáni. Mark- miðið var að uppræta fjölda al- þjóðlegra barnaklámhringja. Lögreglumenn höfðu um langt skeið fylgst með fólki sem skiptist á klámmyndum af börnum á Net- inu. Að sögn Evrópulögreglunnar var lagt hald á mikið magn tölvu- búnaðar og fjölda myndbanda. BBC hefur það eftir lögreglunni að það efni sem fólkið hafði undir höndum hafi verið mjög gróft. ■ hjá ríkislögreglustjóra. Arnar sagði ekki liggja endan- lega fyrir hvað verði gert með sýn- in sem tekin voru í bíla- og hús- rannsóknum. „Við erum enn með bílana og verðum áfram með þá.“ Ekki liggja heldur fyrir niður- stöður varðandi þau gögn sem tek- in hafa verið í rannsókninni. Hann sagði búið að taka skýrslur og ræða við á annað hundrað manns. „Við viljum ekkert segja frá því hvernig það stendur. Þeir eru frá sama bæ sem er þó ekki svo lítill að þeir ættu að þekkjast þess vegna,“ segir Arnar, þegar hann er spurður um hvort tekist hafi að finna tengsl á milli Jucevicius og Malakauskas. Aðspurður um hvort einhverjir séu búnir að játa sagði Arnar. „Ég vil ekkert segja um það heldur. Við höfum ekkert tjáð okkur um hvað er að gerast í yfirheyrslunum.“ Hluti sýnanna var sendur til í DNA-rannsóknar í Noregi. Heim- ildir Fréttablaðsins herma að skömmu eftir að líkið fannst í höfninni hafi lögregla athugað ferðir Grétars. Hann kom til Nes- kaupstaðar þar sem hann sagðist hafa fengið raflost þegar hann var að vinna í íbúðinni sinni og kaus hann því að fara til móður sinnar til að jafna sig um tíma. Skýringar sem hann gaf á heimsókninni þóttu undarlegar. Við nánari athugun kom í ljós að tveir ungir menn á Pajero-jeppa hefðu heimsótt Grét- ar. Þetta voru Jónas og Tomas. At- hygli vakti að þeir voru á dýrum bílaleigubíl sem kostar allt að átján þúsund krónum á sólarhring. Einn játar „Það hefur verið staðfest að Vaidas Jucevicius dó ekki af völd- um eitrunar,“ sagði Arnar Jensson. Hann bætti við að hvorki am- fetamín né kókaín hefði fundist í blóðsýnum. Grunur er um að Jucevicius hafi dáið þar sem hann hafi ekki náð að skila fíkniefnun- um úr líkamanum. Arnar vildi ekki upplýsa hvort einhver þremenn- inganna hafi játað aðild að málinu. Grétar Sigurðarson hefur þrátt fyrir það játað aðild sína að mál- inu, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. „Eftir því sem tíminn líður þá styrkist grunurinn gagnvart þess- um þremur einstaklingum,“ sagði Arnar Jensson. ■ VETTVANGUR LÍKFUNDARINS Netabryggjan í Neskaupstað þar sem líki Litháans var kastað fram af. Líkið var ræki- lega pakkað í plast og þyngt með gúmmíbobbingum. um leið og grunurinn vaknaði um að svona hefði þetta verið. Þær voru hins vegar ekki nægilega staðfestar fyrr en á þeim tíma að við óskuðum eftir aðstoð og fórum með þetta í fjölmiðla,“ segir Arn- ar. Teppið er enn ekki fundið. Arnar segir að engir aðrir en þremenningarnir í gæsluvarð- haldi hafi verið yfirheyrðir með réttarstöðu grunaðra. Hann úti- lokar hins vegar alls ekki að fleiri séu viðriðnir málið. „Auðvitað er verið að skoða sérstaklega það sem varðar fíkniefnaþáttinn. Það er verið að kanna hvaðan efnið kom og hvernig það hafi átt að fara í dreifingu. Það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki ætlað að dreifa því einir,“ segir Arnar. Arnar segir margar vísbend- ingar hafa borist frá almenningi og hafi sumar þeirra reynst gagn- legar við rannsóknina. ■ Efasemdir um lögfræðiráðgjöf vegna innrásarinnar í Írak: Breytt mat á lögmæti TRÚARHÁTÍÐ SJÍTA Ashoura, trúarhátíð sjítamúslima, fór fram í helgu borginni Karbala í gær. Menn börðu sig með járnkeðjum nærri gröf trúarleið- togans Husseins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.