Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 12
12 1. mars 2004 MÁNUDAGUR TÍGURIN OG SNJÓKALLINN Hvíta tígurin Chandi lék við snjókall sem dýragarðsstarfsmaður byggði í girðingu hans í Longleat-dýragarðinum í Englandi. Snjóað hefur á Bretlandseyjum síðustu daga og hefur mesti jafnfallni snjór á Englandi mælst tíu sentímetrar. Kristinn H. Gunnarsson vill ráðherra af Alþingi: Ráðherralaust þing spari 60 milljónir STJÓRNMÁL „Það er rangt að kostn- aður Alþingis muni aukast um 120 milljónir króna ef ráðherrum yrði gert að segja af sér þingmennsku. Þvert á móti myndi Alþingi spara 60 milljónir króna,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður vegna fréttar í Fréttablaðinu um að kostnaður myndi aukast ef frumvarp Kristins um að þeir sem takist á hendur ráðherradóm verði að segja af sér þingmennsku nái fram að ganga Kristinn segir að þvert á móti myndi breytingin lækka kostnað Alþingis um 60 milljónir króna. „Í dag greiðir þingið ráðherr- um, sem jafnframt eru þingmenn, þingfararkaup. Alþingi mun ekki bera neinn kostnað af ráðherrum sem ekki sitja á þingi og það verða 63 alþingismenn eftir sem áður,“ segir hann. Kristinn viðurkennir að breyt- ingarnar muni líklega leiða til þess að kostnaður ríkissjóðs auk- ist vegna þeirra 12 nýju þing- manna sem tækju sæti á Alþingi í stað ráðherranna. „Það getur hugsanlega gerst að kostnaður ríkissjóðs aukist við breytingarnar. En það er önnur umræða,“ segir Kristinn. ■ Afríka dregst a Hlutdeild Afríkuríkja af útflutningstekjum ríkja h ungur þess sem hún var fyrir rúmum áratug. Búv heims skaðar möguleika Afríkuríkja til að byg GENF, AP Afríkuríki hafa orðið fyr- ir miklum skakkaföllum í útflutn- ingi á síðustu árum og er nú svo komið að hlutdeild þeirra í út- f lutningstekjum ríkja heims er ein- ungis þriðjungur þess sem hún var árið 1990. Það ár komu sex prósent útflutnings ríkja heims frá Afríku, á þarsíðasta ári var það hlutfall komið niður í tvö prósent samkvæmt nýrri skýrslu sem tekin var saman fyrir ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um viðskipti og þróun. „Jafnvel á þeim sviðum þar sem Afríka ætti að njóta sterkrar samkeppnisstöðu er álfan að tapa mörkuðum,“ segir Kamran Kous- ari, einn höfunda skýrslunnar. Samkvæmt skýrslunni er ástæðan fyrir versnandi stöðu Afríku tví- þætt þegar kemur að landbúnað- arafurðum. Annars vegar séu bændur ekki samkeppnisfærir við bændur í Asíu og Afríku í framleiðslu á kaffi, te og kakó. Hins vegar grafi ríkisstyrkir rík- ari þjóða til bænda sinna undan möguleikum bómullarframleið- enda til að selja vöru sína á alþjóðamarkaði. Talsmenn ráðstefnunnar, sem er reyndar stofnun á vegum Sam- einuðu þjóðanna, lýsa furðu sinni á því að iðnvæddu ríkin séu óvilj- ug til að koma á stöðugleika í heimsmarkaðsverði afurða og halda því uppi. Þetta sé óskiljan- legt í ljósi þess að sömu ríki beiti hiklaust innflutningshindrunum til að halda uppi vöruverðum á innlendum markaði, innlendum bændum til hagsbóta. Í skýrslunni segir að ef ekkert verður gert til að draga úr mis- munum gagnvart framleiðslu fá- tækra ríkja geti menn ekki bundið vonir við að markmið Sameinuðu ■ Hæsti tollur á innflutning landbúnaðar- afurða til Suð- ur-Kóreu er þúsund pró- sent, 350 prósent til Bandaríkjanna og 506 prósent til Evrópu- sambandsins. 1. Skýrsla stjórnar félagsins um liðið starfsár. 2. Skýrsla forstjóra. 3. Endurskoðaðir reikningar ársins 2003 lagðir fram til samþykktar. 4. Tillaga um ráðstöfun hagnaðar. 5. Stjórnarkjör. 6. Kosning endurskoðunarfirma. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 8. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að hækka hlutafé félagsins og að hluthafar falli frá forkaupsrétti að aukningunni. 9. Tillaga um að félagið megi kaupa allt að 10% hlutafjár í sjálfu sér. 10. Önnur mál. Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2004 Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. verður haldinn þriðjudaginn 16. mars 2004 í Ármúla 3, Reykjavík og hefst kl. 16:30. Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, Þjónustuver 560 5000, www.vis.is Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. F í t o n F I 0 0 8 9 3 5 Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 2003 verður hluthöfum til sýnis í höfuð- stöðvum Vátryggingafélags Íslands hf. að Ármúla 3 í Reykjavík, frá og með 9. mars nk. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á www.vis.is. Atkvæðaseðlar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, frá kl. 15:30 á fundardegi, þriðjudaginn 16. mars nk. Dagskrá Vátryggingafélag Íslands: Tryggingar fyrir dýrin TRYGGINGAR Vátryggingafélag Ís- lands, VÍS, hefur hafið sölu á tryggingum fyrir hesta, hunda og ketti, í samstarfi við sænska tryggingafélagið AGRIA. Unnt er að fá ábyrgðartryggingu, líf- tryggingu, slysa- og sjúkratrygg- ingu og jafnframt afnotamissis- tryggingu fyrir dýrin. Þá er unnt að fá umönnunartryggingu fyrir hunda og ketti, sömuleiðis sér- staka tryggingu fyrir kynbóta- hross og ófrjósemistryggingu fyr- ir stóðhesta. ■ TAÍVAN, AP Á aðra milljón Taívana tók í gær höndum saman og myndaði keðju sem náði þvert yfir eyjuna. Með því vildu þeir leggja áherslu á stuðning sinn við sjálfstæði eyjunnar og mótmæla endurteknum ógnum Kínverja um að beita hervaldi til að ná Taívan á sitt vald. Chen Shui-bian forseti hvatti landsmenn til að taka þátt í mót- mælunum sem fóru fram daginn sem Taívanar minnast þúsunda manna sem létu lífið fyrir hendi kínverskra hermanna 1947. Þrjár vikur eru fram að kosningum og mótmælin talin geta styrkt stöðu forsetans. ■ SVO LANGT SEM AUGAÐ EYGIR Keðja mótmælenda náði enda Taívan á milli, tæpa 500 kílómetra vegalengd. Taívanar mótmæla: Tóku höndum saman gegn Kína Ferðatími til vinnu: Tvær vikur á leiðinni BANDARÍKIN, AP Íbúar New York verja að meðaltali 13,4 dögum ár hvert í að ferðast til og frá vinnu, lengri tíma en íbúar nokkurrar ann- arar borgar í Bandaríkjunum. Það tekur þá að meðaltali rúmar 38 mín- útur að komast hvora leið eða rúm- an klukkutíma daglega að komast til og frá vinnu. Íbúar Chicago eru tæpar 33 mín- útur á leiðinni í vinnuna eða heim úr henni og íbúar Philadelphiu rúmar 30 mínútur. Íbúar Wichita í Kansas eru fljótastir, 16,5 mínútur hvora leið, næst koma íbúar Tulsa í Okla- homa sem eru tæpar 17 mínútur á leiðinni og íbúar Omaha í Nebraska sem eru rúmar 17 mínútur. ■ RÁÐHERRAR Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður vill spara Alþingi kostnað með því að gera ráðherrum skylt að segja af sér þingmennsku. DÝRATRYGGINGAR VÍS býður nú tryggingar fyrir dýr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.