Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 16
Sú skoðun Guðna Ágústssonarlandbúnaðarráðherra að vernda beri kúabúskap sem fjölskyldurekst- ur á án efa marga fylgismenn. Þessi skoðun er byggð á sígildri þjóðernis- legri íhaldssemi, sem er líklega út- breiddust pólitískra lífsskoðana á Ís- landi. Það sést til dæmis á því að hún hefur sterk ítök í öllum stjórnmála- flokkum. Hvort allir flokkar muni taka þessari afstöðu ráðherrans fagnandi er hins vegar annað mál. Innan flokkanna allra tekst þessi þjóðernislega pólitík á við önnur við- horf og þótt hún sigri yfirleitt þegar kemur að landbúnaðarmálum er það ekki svo að það sem var, verði alltaf – en það eiga þeir sem aðhyllast þessa afstöðu einmitt erfitt með að sætta sig við. Fjölskyldurekstur er ákveðinn þáttur í íslensku samfélagi og halda mætti því fram að hann mætti vera veigameiri. Íslendingum hættir til að ætla sér stóra hluti í rekstri – mun stærri en að sjá sér og fjölskyldu sinni þokkalegan farborða. Íslend- ingar eru því ekki góðir smáborgarar – ef notuð er stéttarskilgreining Marx. Við eigum fá lítil fjölskyldu- fyrirtæki sem verið hafa í eigu sömu fjölskyldu um langan aldur og þar sem fjölskyldumeðlimir sinna flest- um störfum. Ef við skilgreinum kúa- og fjárbúin sem fjölskyldufyrirtæki þá eru þau líklega hjartað og lungun í þeim geira. Ef það er vilji landbúnaðarráð- herra að vernda kúabúin fyrir stór- rekstri mætti hann allt eins útvíkka þessa hugmynd sína og leggja til að- gerðir til verndar fjölskyldurekstri almennt – í öllum greinum. Í rök- semdum hans kemur fram að hann vantreystir stórrekstri til að fara vel með landið og í slíkum rekstri sé meiri hætta á að sjúkdómar verði að faraldri. Ef munurinn liggur í rekstr- arforminu ætti hið sama að eiga við um allar aðrar atvinnugreinar. Sam- kvæmt sígildri þjóðernislegri íhalds- semi fara smábátaeigendur betur með auðlindir hafsins en stórútgerð- armenn. Og sjálfsagt má búa til sam- bærilegar kenningar um aðrar grein- ar. Er ekki klassískt að treysta betur kaupmanninum á horninu en stór- markaðinum, sparisjóðinum fremur en bankanum og svo endalaust áfram. Nú kunna sígildir þjóðernislegir íhaldsmenn að hafa margt rétt fyrir sér. Nálægð í viðskiptum, skýr ábyrgð og bein tengsl þeirra sem vinna verkin við afkomu fyrirtækis- ins gera smárekstur um margt meira heillandi en stórrekstur. Gallinn er hins vegar sá að hann er oftast of dýr og stenst því ekki samkeppni. Hug- mynd Guðna er að loka fyrir slíka samkeppni í tiltekinni atvinnugrein. En ef sú hugmynd er góð ætti hún einnig að vera góð í öðrum greinum. En líklega er enginn þjóðernislegur íhaldsmaður tilbúinn að leggja slíkt til – jafnvel ekki Guðni. Og ef tillag- an er afleit í öðrum greinum er hún jafn vitlaus í rekstri kúabúa. Hún leiðir til lítilla hagsbóta fyrir bændur og afleitra kjara fyrir neytendur. ■ Þessi fyrirsögn er sótt í um-mæli forstjóra Landssímans, Brynjólfs Bjarnasonar í stórri grein í nýjustu útgáfu Viðskipta- blaðsins. Forstjóranum finnst eðlilegt að þjóðin fái að eiga ein- hvern hlut í þessari stofnun. Þetta sýnir mikinn stórhug, eða hvað? Var það ekki þjóðin öll, í sameinuðu átaki, sem setti þessa þjónustu og þessa stofnun á laggirnar í upphafi síðustu aldar og hefur þróað allar götur síðan, þangað til nú nýlega að hún var hlutafélagsvædd og eins og aðrar slíkar stofnanir fengin málaliðum hlutafélagsformsins í hendur. Slíkir aðilar hafa ekki reynst bera mikla viðingu fyrir uppbyggingarstarfi forvera sinna og oftar en ekki finnst þeim þeir þess umkomnir að snúa nösunum upp í loftið. Á mælikvarða Íslandssögunn- ar erum við ekkert mjög langt frá árinu 1996. Það ár var tekin ákvörðun um að hlutafélagavæða Póst og síma. Þá var samgöngu- ráðherra þjóðlegur íhaldsmaður, Halldór Blöndal, núverandi for- seti Alþingis. Af öllum mönnum varð það hans hlutskipti að hafa forgöngu um hlutafélagavæðingu Pósts og síma; stíga fyrstu skrefin með þessa þjóðþrifastofnun inn á markaðstorgið. Alfarið í eigu ríkisins Halldór Blöndal var ekki einn á ferð. En ég nefni hann sérstaklega til sögunnar því hann gaf mjög af- dráttarlausar yfirlýsingar um eignarhaldið á hlutafélaginu. Í viðtali við BSRB- tíðindi sagði þessi þáverandi samgöngumála- ráðherra Íslands um hlutafélags- væðinguna á Pósti og síma: „Í mínum huga kemur ekki annað til greina en að Póstur og sími verði alfarið í eigu ríkisins.“ Ég hef þá sannfæringu að Halldór Blöndal hafi meint þetta, kannski öll ríkis- stjórnin. Hún var sennilega, þeg- ar allt kemur til alls, einfaldlega að fylgja alþjóðlegri bylgju markaðsvæðingar, kaupa sér tá- mjóa skó af því ekkert annað var í búðunum, svo við yfirfærum þetta yfir á tungumál tískunnar. Því miður var engin tilraun gerð til að skilgreina hvernig Íslending- ar gætu best lagað sig að breyttum heimi á þessu sviði með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Menn flutu áfram eins og síðar gerðist varð- andi raforkuna og gáfu sér að fyrst stórþjóðirnar færu svona að, þá hlytum við að gera það líka. Lævís- ari menn brostu í kampinn. Þeir gáfu lítið fyrir tíðarandann, meira fyrir peningahagsmuni. Þeir vissu sem var, að hafin var einkavæðing Pósts og síma. Þar væri rekin starfsemi sem gæfi vel af sér. Nú væri um að gera að komast yfir þá peninga. Reyndar þurfti ekki lævísina til. Hægri sinnað fólk á Alþingi fagn- aði þessum fyrsta áfanga í því að svipta þjóðina þessari þjóðareign og fela hana í hendur mönnum sem kynnu betur með að fara, eins og þeir svo oft komust að orði. Þetta hljómar nánst eins og grín. Fæst- um okkar er þó held ég hlátur í huga frammi fyrir þeirri hrikalegu mótsögn sem fólst í því að hafa eignir af þjóðinni undir ræðuhöld- um sem gengu út á það eitt að telja fólki trú um að allt væri þetta gert af sérstakri umhyggju fyrir þjóð- arhag. En víkjum nánar að pening- unum, arðinum af Landssímanum. Núverandi forstjóri Landssímans eða Símans hf. eins og stofnunin heitir víst nú, Brynjólfur Bjarna- son, segir okkur í umræddu við- tali í Viðskiptablaðinu hvaö Sím- inn hafi greitt mikið í arð í ríkis- sjóð á síðustu mánuðum og hvað bíði Ríkissjóðs á komandi mánuð- um. Hann segir um þetta efni: „Við munum skila ríkissjóði 2.110 m.kr. i arðgreiðslur á aðalfundi félagsins gangi tillögur stjórnar þar að lútandi eftir. Það er hreint ekki lítið og ég er ánægður með útkomuna. Eiginfjárstaða Símans er hærri en gengur og gerist meðal íslenskra fyrirtæja eða 56%.“ Þegar vara er boðin til sölu Í annars mjög upplýsandi úttekt Viðskiptablaðsins er ekki farið ofan í saumana á þjóðhagslegu gildi Landssímans í tímans rás og ekki taldir til allir þeir milljarða- tugir sem þaðan hafa komið ríkis- sjóði til hagsbóta. Viðskiptablað- inu leikur hins vegar forvitni á að heyra hvaða áform eru uppi um sölu fyrirtækisins og viðhorf for- stjórans til hennar. Hann er spurð- ur hvort honum þyki æskilegt að íslenskir aðilar kaupi. „Það er að mínu mati mjög æskilegt,“ svarar hann, „að Síminn verði áfram að einhverju leyti í eigu Íslendinga“. En leiðir það ekki til enn frekari samþjöppunnar hér í viðskiptalífi er aftur spurt. „Þarna er spurning sem augljóslega gæti verið já við,“ svarar Brynjólfur Bjarnason, „það er þó erfitt að stýra því þegar vara er boðin til sölu.“ Við erum held ég nokkuð mörg úti í þjóðfélaginu sem kunnum ráð við þessu. Fyrir það fyrsta átti aldrei að gera Póst og síma, þessa ágætu þjónustustofnun að vöru á markaði, eins og núverandi stjórn- endur skilgreina hana. Hitt er svo einnig til umhugsunar hvort yfir- leitt eigi að stilla „vörunni“ út í söluglugga. Er það með öllu illt að þjóðin fái áfram að njóta þess milljarða arðs sem kemur frá Landssíma Íslands? ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kúabúskap sem fjölskyldustefnu. 16 1. mars 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Deila er risin vegna þeirrarákvörðunar hjá RÚV að halda að sér höndum um efniskaup frá innlendum framleiðendum heimildamynda og annars efnis. Skýringin sem gefin er á þessu er sú að svo margt sé dýrra stórvið- burða sem RÚV þurfi að kaupa og peningar séu af skornum skammti. Þessir viðburðir eru íþróttamót í útlöndum sem sýnd væru á Sýn ella. Íþróttaáhugi yfirmanna sjón- varpsins jaðrar við að vera sjúk- legur; meinloka. Frægasta dæmið sem ævinlega mun fylgja núver- andi valdhöfum stofnunarinnar er vitaskuld þegar þeir tímdu ekki að rjúfa útsendingu á fótboltaleik vegna jarðskjálftanna miklu á Suðurlandi og kipptu þannig fót- unum undan helstu röksemdinni fyrir sjálfri tilvist stofnunarinn- ar: mátu meir gildi íþróttavið- burðarins en sjálft öryggis- og sameiningarhlutverk ríkissjón- varpsins. Stundum hvarflar að manni að forráðamenn Ríkisútvarpsins telji að íslenska þjóðin samanstandi einkum af íþróttafréttamönnum. Hér séu með öðrum orðum sér- fræðingar í íþróttum á annarri hverri þúfu og ekki í rónni nema þeir fái reglulega skýrslu um íþróttalíf heimsins. Eða hvernig stendur á þessum látlausa frétta- flutningi af gengi liða í finnsku annarri deildinni í fótbolta eða handbolta eða blaki? Langar okkur öll svona mikið að vita hvernig Ágústi og félögum hans í Siiomuununi Wanderers vegnaði í leik helgarinnar jafnvel þótt Ágúst hafi ekki komið við sögu í leiknum? Kannski suma. En af hverju eru þá aldrei fréttir á borð við þá að Sigrúnu Andrésdóttur hafi í gær tekist með félögum sínum á teiknistofunni að sigra í sam- keppni um útlit á félagsheimili aldraðra borgara í Næstved? – að Inga Hafstað hafi um helgina greint með miklum sóma sitt fyrsta botnlangatilfelli á sjúkra- húsinu í Skövde í Svíþjóð? – að Rögnvaldur Hannesson hafi í vikunni skilað af sér óvenju lag- legri raflögn í Osló? Eru þetta síðri viðburðir en að einhver Ís- lendingur hafi ekki komið inn á í einhverjum leik í Wiesbaden í Þýskalandi? Þessar íþróttafréttir: er þetta ekki einhver meinloka? Hæ hó og jibbíjei... Væri allt með felldu hjá stofnuninni þá myndi RÚV ein- mitt flytja okkur fréttir af þeim Rögnvaldi, Ingu og Sigrúnu og öll- um hinum sem basla við að lifa og starfa eftir fremstu getu, hér og þar. Því það er beinlínis hlutverk RÚV að flytja okkur eilífar fréttir af okkur sjálfum, lífsbaráttu okkar, menningu okkar, þrám okk- ar og sögunum okkar. Það má ekki verða einskært Frægramannatal eða vettvangur fyrir plöggara eða íþróttarás. Innlent efni í ríkissjónvarpinu hefur verið nokkurn veginn eins um árabil: gleði, glens, hlátur: það snýst allt um að gera sér daga- mun. Innlend dagskrárgerð Sjón- varpsins miðast við að lífið sé stanslaust þorrablót. Spaugstofan er frábær satíruþáttur þar sem maður undrast ævinlega endur- nýjunarmáttinn og þáttur Gísla Marteins skal síst lastaður, þar er vissulega glatt á hjalla á góðri stund og hver sem betur getur horfir að sögn á Gettu betur: allt eru þetta prýðisþættir en sem spegilmynd af þjóðlífinu hrökkva þeir því miður ekki langt. Þeir sýna okkur hresst þjóðlíf, geysi glaðvært og soldið spaugilegt, en þeir takmarkast við það sem vekur hlátur. Samkvæmt innlendri dag- skrárdeild RÚV eigum við heima á Hlælandi. Að uppfylla þarfir En við erum ekkert alltaf svona ofboðslega glöð. Sjónvarp getur leitast við að uppfylla ýmsar þarfir: það getur reynt að uppfylla þörf okkar fyrir að lifa í gegnum annað fólk á passívan hátt: þá einbeitir það sér að efni þar sem svokallað frægt fólk deilir með okkur nokkrum ástæðum fyrir því hversu vellukkað það sé. Fyrir þessum þörfum er ríkulega séð af öllum sjónvarpsrásum landsmanna. Sjónvarp getur líka leitast við að uppfylla þörf okkar fyrir sögur af okkur sjálfum, svokölluðu venju- legu fólki í blíðu og stríðu. Þetta er gert erlendis í miklum mæli í sápuóperum, stofukómedíum, leikritum og jafnvel þáttum um líf og störf venjulegs – eða óvenju- legs fólks í dagsins önn. Ekkert af þessu er gert hér á landi. Hins vegar hafa kvikmyndagerðar- menn komist upp á lag með að nýta sér ódýra tækni til að búa til eftirminnilegar heimildamyndir um allt milli himins og jarðar: róna, sjómennsku, sérvisku, haga- mýs, götuspilara, fegurðardrottn- ingar... Að vísu hafa myndirnar verið misjafnar en alltaf athyglis- verðar heimildir um okkur og skemmtilegar á að horfa. Þetta efni ætlar sjónvarpið að hætta að kaupa og þar með ætlar það að bregðast uppvaxandi stétt kvikmyndagerðarmanna, jafnvel þótt það sinni í engu skyldum sínum um framleiðslu á leiknu efni. Áfram verður látið duga að bjóða upp á íþróttir í Hlælandi. ■ Framboð Ástþórs Magnússonar Kristinn Sigurjónsson skrifar: Nú hefur Ástþór Magnússon boð-ið sig aftur fram til embættis forseta Íslands og upp kemur spurn- ingin: Hvað er hann að meina. Hann bauð sig fram fyrir átta árum og tapaði þeim með glæsibrag. Það er grunnforsenda lýðræðis að hver sem er getur boðið sig fram. En er ekki nóg að spila rassgatið úr buxunum einu sinni. Við Íslendingar höfum mátt horfa upp á þennan mann gera sig að athlægi í fjölmiðlum oft á tíðum með fáránlegum málflutningi þó að hann hafi nokkuð til síns máls. Það er samt eitt sem kemur alltaf upp hjá mér. Hvernig fjármagnar hann allt sem hann er að gera. Ég man ekki hvað framboð hans kostaði 1996 en hann eyddi langmestu og virtist ekki hafa verið í vandræðum með að greiða. Nánast allt sem hann gerir kostar milljónir. Hvaðan koma peningarnir? Því langar mig til þess að Ástþór svari því. Auk þess tel ég það verðugt verk- efni fyrir rannsóknarblaðamann að fara ofan í þá sauma. Ástþór hefur eflaust marga góða kosti og góða hugsjón en tilraunir hans til að vinna sínum málum stuðning er fáránlegar og yrði Ást- þór einn í kjöri mun ég skila auðu. ■ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um Innlent efni í Ríkissjón- varpinu. Umræðan ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ alþingismaður skrifar um sölu Landssímans. ■ Bréf til blaðsins ,,Æskilegt að Síminn verði að einhverju leyti í eigu Íslendinga“ Íhaldssöm andstaða við stórrekstur Um daginnog veginn Á ég heima á Hlælandi?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.