Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 1. mars 2004 Það vakti nokkra undran í fyrstaleik knattspyrnufélagsins Fram í deildarbikarnum á móti Skaga- mönnum hversu margir ungir fót- boltamenn fengu að spreyta sig. Leikurinn fór reyndar 5-2 fyrir Skagaliðinu en mörk Fram skorð- uðu annars vegar Kristján Brooks, sem hætti með liðinu síðasta haust, og Eyþór Jóvinsson sem á venju- legum degi er markmaður liðsins í 2. flokki. „Hinn markmaðurinn var meiddur og ég var kvaddur til að vera varamarkmaður. Þegar um 70 mínútur voru liðnar af leiknum slasaðist sóknarmaður og ég varð að gjöra svo vel að hlaupa og ná mér í bláa treyju og fara inn á völl- inn. Þetta var mjög ánægjulegt því þetta var fyrsti leikur minn með meistaraflokknum og eftir um fimm mínútur náði ég minni fyrstu snertingu við boltann og skoraði.“ Eyþór segir þetta sérstaklega ánægjulegt því hann segist hafa verið Skagamaður frá blautu barnsbeini. „Ég er frá Flateyri og eftir snjóflóðið 1995 buðu Akranes- bær okkur á Skagann til að æfa fót- bolta. Eftir það hef ég verið mikill Skagamaður.“ Hann er nokkuð ánægður með gengi síns liðs, þrátt fyrir tapið, enda Fram með vængbrotið lið. „ÍA var með allt sitt sterkasta lið og það var gaman að skora á móti þeim en ekki einhverju varaliði.“ ■ Markmaðurinn skorar HILUX - ÓDREPANDI HARÐJAXL. Hilux hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum vegum og vegleysum. Gríðarlegur styrkur, frábær ending og afburða aksturseiginleikar einkenna þennan ódrepandi harðjaxl sem á sér margra ára frægðarsögu hér á landi. Komdu og reynsluaktu. www.toyota.is Hilux fæst nú með notadrjúgum aukahlutapakka á sérstöku tilboði: 31" breyting, kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 79 7 0 2/ 20 04 Nú er tækifæri til að eignast HILUX á hörkutilboði! Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 brunamal@brunamal.is www.brunamal.is Brunamálastofnun Skrifstofan er opin virka daga kl. 8-16 Námssjóður brunamála Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróun- arverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námsleyfis- tíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Brunamálastofnun annast úthlutun styrkja að fenginni umsögn brunamálaráðs. Allar umsóknir sem falla að markmiði sjóðsins koma til álita. Árið 2004 verður þó lögð sérstök áhersla á styrki til eftirfarandi námskeiða: Námskeið um viðbragð við mengunarslysum, fyrir stjórnendur slökkviliða á slysstað, verður haldið haustið 2004. Námskeiðið stendur yfir í 8 daga (3 dagar á Íslandi og 5 dagar erlendis). Tveggja daga kennslunámskeið fyrir slökkviliðsmenn og aðra sem hyggjast fá réttindi til að kenna við Brunamálaskólann, haldið í Reykjavík haustið 2004. Umsóknir merktar Námssjóður brunamála 2004 skal senda til Brunamála- stofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, fyrir 20. mars nk. á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin eru einnig á www.brunamal.is. Athygli er vakin á því að styrkveiting fellur úr gildi ef styrkur er ekki nýttur fyrir lok næsta árs eftir úthlutun. Nánari upplýsingar veita Elísabet Pálmadóttir skólastjóri (elisabet@brunamal.is) og Pétur Valdimarsson tæknifulltrúi (petur@brunamal.is). Brunamálastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Námssjóði brunamála. G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1) 2) Fyrra bindi af skáldævisöguGuðbergs Bergssonar Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar, íþýðingu Enrique Bernárdez, hef- ur nýlega verið gefið út af Tusquet-útgáfunni á Spáni og hlot- ið góða dóma. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1997 og hlaut Guð- bergur Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir hana árið 1998 og var tilnefndur til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs og Aristeion-verðlaunanna. Í menningarblaðinu Babelia sem gefið er út af dagblaðinu El País, fer Marcos Giralt Torrente lofsamlegum orðum um Guðberg og bókina og segir meðal annars að Guðbergur sé einn af stöðugt færri rithöfunum sem láta hugs- unina sitja í fyrirrúmi í verkum sínum en slíkt sé merki alvarlegra bókmennta enda sé tilgangur þeirra að fjalla um örlög manns- ins. Í framhaldi segir hann „í Föð- ur og móður og dulmagni bernsk- unnar er þetta fært á æðsta stig“. Jafnframt kemur fram að það sé engin leið að fjalla í umsögn blaðsins á tæmandi hátt um allar uppgötvanir í jafn auðugu og magnþrungnu verki sem þessu. „En kannski vekur mesta furðu að allt þetta skuli vera byggt á æsku fátæks barns (í Grindavík) á Ís- landi kringum 1930 og að höfundi takist þau ósköp að endurvekja dulmagn bernskunnar, æsku allra manna, án þess að fara niður á svið tilfinningavellu.“ Samið hefur verið um að bókin komi út í Þýskalandi hjá útgáfu- fyrirtækinu Steidl og mun það væntanlega gerast í haust. ■ Fótbolti EYÞÓR JÓVINSSON ■ skorar mark gegn hetjunum sínum. EYÞÓR JÓVINSSON Spilar í stöðu markmanns í 2. flokki knattspyrnufélagsins Fram en fékk óvænt að spila sem framherji í fyrsta leik meistaraflokksins í deildarbikarnum. Bókmenntir FAÐIR, MÓÐIR OG DULMAGN BERNSKUNNAR ■ fær lofsamlegir dóma í menningarblaði El País. Guðbergi vel tekið á Spáni GUÐBERGUR BERGSSON Æskuminningabók hans Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar fær góða dóma á Spáni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.