Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 1. mars 2004 Dagskrá: Kl.: 10:00 Fundargögn afhent Kl.: 10:15 Setning námskeiðsins Kl.: 10:30 Viðskiptaáætlanir Guðni Gunnarsson - Deloitte Kl.: 11:30 Fjárhags- og rekstraráætlanir Bjarni P. Hjarðar - Ferðamálasetur Íslands Kl.: 12:30 Matarhlé Kl.: 13:30 Fjármögnun og bankaviðskipti Friðgeir Baldursson - Landsbanki Íslands Kl.: 14:30 Kaffihlé Kl.: 15:00 Bókhald og notkun þess Guðni Gunnarsson - Deloitte Kl.: 16:00 Námskeiðslok Námskeiðsgjald kr.: 2.500 Innifalið: Fyrirlestrar, námskeiðsgögn í möppu og léttur málsverður. Ferðamálasamtök Íslands standa fyrir námskeiðum í áætlanagerð og fjármála- stjórnun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á vesturlandi. Námskeiðin verða haldin fimmtudaginn 4. mars á Hótel Borgarnesi og föstudaginn 5. mars á Hótel Stykkishólmi. Námskeiðin eru skipulögð fyrir fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja, sveitastjórnar-menn og einstaklinga sem áhuga hafa fyrir málefninu. Þátttakendur hafi samband við Hrafnhildi hjá Upplýsingamiðstöð Vesturlands í síma: 437-2214, netfang: upplysingar@vesturland.is Bætt arðsemi af ferðaþjónustu Námskeið í áætlanagerð og fjármálastjórnun Samstarfsaðilar Samgönguráðuneytið KÖRFUBOLTI Grindvíkingar tryggðu sér annað sætið í Intersportdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöld þegar liðið vann öruggan sigur á ÍR, 88-69, í Seljaskólanum í gær. Grindvíkingar gerðu út um leik- inn í fyrsta leikhluta en þeir leid- du með fimmtán stigum, 29-14, eftir hann. ÍR-ingum tókst á tíma- bili í þriðj leikhluta að minnka muninn niður í ellefu stig, 54-65 en nær komust þeir ekki. Páll Axel Vilbergsson fór á kostum í liði Grindavíkur og var yfirburðamaður á vellinum. Hann skoraði 38 stig og tók níu fráköst og var með ólíkindum hversu lausum hala hann fékk að leika fyrir utan þriggja stiga línuna. Darrell Lewis og Jackie Rodgers skoruðu 16 stig hvor fyrir Grinda- vík og Þorleifur Ólafsson skoraði 10 stig. Ólafur Þórisson og Eugene Christopher voru stigahæstir hjá ÍR með 15 stig hvor, Ómar Örn Sævarsson skoraði 10 stig og tók 10 fráköst og Maurice Ingram skoraði níu stig og tók átta fráköst. ÍR-ingar eru í níunda sæti í deildinni og geta hvorki fallið né komist í úrslitakeppnina. KR-ingar töpuðu sínum fimmta leik í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Hamarsmönnum í Hver- gerði, 78-75, og fengu þá upp við hlið sér í 7. til 8. sætinu. KR-ingar eru þó ofar á betri árangri í inn- byrðisviðureignunum. Tindastóll vann auðveldan sigur á Breiðabliki, í Smáranum, 89-74. Uros Pilipovic og Kyle Williams skoruðu 16 stig hvor fyrir Breiða- blik en Nick Boyd var atkvæða- mestur hjá Tindastóli með 28 stig og 15 fráköst. Clifton Cook bætti við 17 stigum fyrir Sauðkrækinga. Með tapinu er Breiðablik fallið í 1. deild þar sem KFÍ, sem er tveimur stigum fyrir ofan, er með betri ár- angur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar rúlluðu yfir Ís- firðinga, 125-81, í Njarðvík. KFÍ getur þó huggað sig við það að þeir eru sloppnir við fall í 1. deild þökk sé tapi Breiðabliks gegn Tindastóli. Brandon Woudstra var stigahæstur hjá Njarðvík með 26 stig, Páll Kristinsson skoraði 24 stig og tók 10 fráköst, Brenton Birmingham skoraði 18 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 15. Troy Wiley skoraði 28 stig og tók 18 fráköst fyrir KFÍ og Bethuel Fletcher skoraði 18 stig. ■ PÁLL AXEL VILBERGSSON Hann átti frábæran leik fyrir Grindavík gegn ÍR og skoraði 38 stig. Grindvíkingar tryggðu sér annað sætið í Intersportdeildinni: Páll Axel með 38 stig gegn ÍR KÖRFUBOLTI Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Inter- sportdeild karla með sigri á Hauk- um 79-69 í Stykkishólmi í gær- kvöldi. Þetta er fyrsti stóri titill- inn í sögu Snæfells. Leikurinn var jafn á flestum tölum framan af. Snæfell hafði forystu í hálfleik 41-36 eftir að hafa skorað sjö síðustu stigin í hálfleiknum. Þeir voru hins vegar heldur værukærir í upphafi síðari háfleiks. Haukar náðu forystu 45- 48 en þá tóku Snæfellingar sig til og lokuðu öllum leiðum að körf- unni. Þeir skoruðu 14 stig á móti tveimur á fjögurra mínútna kafla og náðu níu stiga forskoti. Eftir- leikurinn var nokkuð auðveldur fyrir Snæfell og merkum áfanga náð í sögu félagsins. Mikil stemn- ing var undir lok leiksins og sungu áhorfendur hástöfum sig- ursöngva. Tvær troðslur frá Ed- mund Dotson undir lok leiksins innsigluðu sigur Snæfells og gerðu um leið allt vitlaust í hús- inu. Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, var sigurreifur í leiks- lok. „Hin liðin á landinu eru búin að vinna þennan titil mörgum sinnum undanfarin ár og finnst þessi bikar kannski ekkert merki- legur fyrir vikið. Við erum að að vinna þetta í fyrsta sinn og þess vegna er þessi titill mjög merki- legur fyrir okkur,“ sagði hann. „Ég myndi ekki segja að við séum með besta liðið á landinu strax en við erum búnir að standa okkur vel hingað til og ætlum að njóta þess. Við hlökkum bara til úrslita- keppninnar.“ Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, var einnig himinlifandi. „Þetta er stærsta stundin í íþróttalífi bæjarins. Þetta var frá- bær skemmtun og góður leikur. Við vorum eðlilega svolítið taugatrekktir vel fram í leikinn en við sýndum hversu sterkt lið við erum með að ná að yfirstíga það og klára leikinn. Þetta er vonandi smjörþefurinn af því sem koma skal í Hólminum í vetur,“ sagði Bárður. Dondrell Whitmore var stiga- hæstur Snæfellinga með 23 stig. Dotson setti niður 20 stig, þar af 16 í fyrri hálfleik. Corey Dickerson bætti 12 stigum við og gaf sjö stoðsendingar. Michael Manciel var stiga- hæstur Hauka ásamt Sævari Inga Haraldssyni með 16 stig. Whitney Robinson skoraði 15. ■ Intersportdeild karla: Bikar á loft í Hólminum VIÐ ERUM MEISTARAR Leikmenn Snæfells sjást hér fagna deildarmeistaratitlinum sem liðið tryggði sér í gærkvöld með sigri á Haukum. STEMNING Í STÚKUNNI Stuðningsmenn Snæfells létu ekki sitt eftir liggja þegar sigurinn mikilvægi gegn haukum í gær var innbyrtur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÚRSLIT Hamar - KR 78-75 UMFN - KFÍ 125-81 ÍR - UMFG 69-88 Breiðablik - Tindastóll 74-89 Snæfell - Haukar 79-69 STAÐAN Í INTERSPORTDEILD KARLA Snæfell 21 18 3 36 UMFG 21 17 4 34 Keflavík 20 14 6 28 UMFN 21 13 8 26 Tindastóll 21 12 9 24 Haukar 21 12 9 24 KR 21 10 11 20 Hamar 21 10 11 20 ÍR 21 6 15 12 KFÍ 21 5 16 10 Breiðablik 21 4 17 8 Þór Þorl. 20 4 16 8 DONDRELL WHITMORE Skorar hér tvö af 23 stigum sínum fyrir Snæfell í leiknum gegn Haukum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.