Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 26
23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR26 Aðdáendur Goldfrapp ættu ekkiað verða sviknir af San Diego- sveitinni Ilya. Þetta er triphopp með sterkum evrópskum djass- áhrifum. Mjög kvikmyndatón- listarlegt og svalt. Tekur álíka jafn mikið frá Ennio Morricone, Getz og Gilberto og Portishead. Þetta er skemmtilegt ferðalag. Stórtækt og vandað ævintýri þar sem strengja- og lúðrasveitir eru kynntar til sögunnar. Allt úr heims- tónlist er velkomið. Banjó, mari- achiblástur og kórar. Svo er smá James Bond hér og þar. Söngkonan Jo beitir röddinni stundum svipað Beth Gibbons en er þó öllu dekkri. Það er líka tölu- vert léttara yfirbragð yfir þessum kokkteil en ríkir yfir Portishead. Þessi tónlist hefði frekar getað átt upptök sín á frönsku kaffihúsi en á klúbbunum í London. Það sem bindur lögin saman er afslappaður undirleikur djasstrommara og fönkaður bassaleikur. Lögin eru misgóð, auðvitað, en þegar best tekst til er hrynhitinn dáleiðandi. Helsti galli sveitar- innar er að eiga til að hafa lögin lengri en þau eiga innistæðu fyrir. Lögin renna sum út í tilgerðaleg leiðindi sem auðveldlega hefði verið hægt að forðast. Pottþétt tónlist fyrir kvik- myndir, leik – og kaffihús. Hér eru nokkrar perlur og tónlistin fram- kallar afbragðs kvikmyndasenur í höfði manns. Senurnar eru flestar stórfenglegar og dreymandi en inni á milli eiga leikararnir það til að ofleika, og míkrófónninn kemur einu sinni inn í rammann. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist ILYA They Died For Beauty Kvikmyndir úr hljóði BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALIkl. 5.40, 8, og 10.20SOMETHING GOTTA GIVE kl. 8, og 10.20LOVE ACTUALLY kl. 5 og 8 B. i. 14 THE LAST SAMURAI kl. 3.45 M/ÍSL TALIFINDING NEMO SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6, 8 og 10 kl. 4 & 8 Lúxus kl. 5 & 9LORD OF THE RINGSkl. 8 & 10.20LOST IN TRANSLATION kl. 4 & 6 Með ísl. textaHUNDAHEPPNI SÝND kl. 6, 8 og 10.10 kl. 6 og 9SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 10 B.i. 14HOUSE OF SAND .... kl. 9.10 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER SÝND kl. 6 og 9 B.i. 16 SÝND kl. 5 og 8 B. i. 16 ára SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 HHH1/2 SV MBL HHH1/2 SV MBL kl. 6HEIMUR FARFUGLANNA FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Sýnd kl. 8.05HESTASAGA FILM-UNDUR KYNNIR kl. 6 og 8KALDALJÓS Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law HHH1/2 SV MBL Laugard. 28. feb kl. 19.00 UPPSELT! Miðvikud. 3. mars kl. 21.00 Fimmtud. 11. mars kl. 21.00 Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Ekki missa af Sellófon! Sýningin sem slegið hefur í gegn - síðustu sýningar. „salurinn lá úr hlátri“ KVIKMYNDIR Berin eru súr hjá fyrrum kærustuparinu Ben Affleck og Jenni- fer Lopez þessa dagana. Það er ekki nóg með það að fyrsta samstarfs- verkefni þeirra, kvikmyndinni Gigli, hafi verið slátrað af gagnrýnendum í fyrra og að nánast enginn hafi nennt að sjá hana í bíó. Til að bæta gráu ofan á svart sleit parið trúlofun sinni og þau héldu hvort í sína áttina, svekkt og sár. Niðurlæging þeirra í fjölmiðlum hélt síðan áfram í gær þegar þau rökuðu saman skammar- verðlaununum sem kennd eru við gylltu hindberin. Verðlaunin eru afhent á hverju ári sólarhring á undan Óskarsverðlaun- unum. Þau eru beinlínis sett til höf- uðs Óskarnum og eru alger and- hverfa þeirra verðlauna. Gigli var valin versta mynd ársins í gær og auk þess vann Affleck sem versti leikarinn, Lopez sem versta leikkonan, Martin Brest, leikstjóri og handritshöfundur Gigli, krækti sér í tvenn verðlaun fyrir framlag sitt til myndarinnar. Niðurlæging Gigli var svo innsigluð með verðlaunum Afflecks og Lopez sem versta parið í bíómynd árið 2003. Gigli-hópurinn gat þó huggað sig við það að þó að myndin næði sex hindberjum sló hún ekki met Showgirls og Battlefield Earth sem náðu báðar sjö berjum á sínum tíma. Verstu aukaleikararnir þetta árið eru svo gömlu kempurnar Sylvester Stallone og Demi Moore. Stallone landaði tíundu skammarverðlaunun- um sínum fyrir leik sinn í SpyKids 3D og Demi fékk sín fyrir leik sinn í Charlie’s Angels en sú mynd vann einnig í flokki verstu framhalds- mynda. Nýjasta mynd Mike Myers, Kött- urinn með höttinn, vann í nýrri grein sem tekur á innihaldslausustu og ómerkilegustu myndinni en The Cat in the Hat fékk átta tilnefningar í það heila. Fína og fræga fólkið leggur það ekki í vana sinn að mæta og taka við gullhúðuðu berjaklösunum, sem talið er að kosti heila 4,89 dollara í fram- leiðslu. Þetta fólk vill miklu frekar baða sig í sviðsljósinu á Óskarsverð- launahátíðinni og það er síður en svo öll nótt úti enn á þeim vettvangi og er í því sambandi skemmst að minnast Sofiu Coppola, sem var margtilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár fyrir Lost in Translation, en hún hlaut hindberið sem versta leikkonan fyrir aukahlutverk sitt í Godfather Part III. ■ Ben og Jennifer súrasta parið FÓLK Fegrunar- tannlæknirinn Ron Baise hit- aði upp fyrir Óskarsverð - launin um helgina með því að birta lista sinn yfir falleg- ustu brosin í Hollywood og tók þá mið af lögun tanna og heildar- svip brosanna. Halle Berry var efst á blaði en Julia Ro- berts náði öðru sæti. Bros Halle er einfaldlega „fullkomið“ að mati sérfræðingsins sem telur bros Roberts njóta þess hversu lengdin á tönnum henn- ar er frábær. Nicole Kidman mátti þola það að verða neðst á list- anum en bros henn- ar er víst eitthvað óekta og þvingað. Fyrrverandi eiginmaður Kid- man, Tom Cruise, náði fjórða sæt- inu og er því sá karlmaður í Hollywood sem skartar fallegasta brosinu og þarf svo sem engan að undra þar sem sagan segir að hann hafi eytt gríðarlegum fjárhæðum í tennur sínar. Brad Pitt brosir ekki nógu fallega, að mati tannlæknisins, en það er víst of mikið pláss uppi í honum. Hinn gullfallegi Jude Law fékk svo háðulega útreið hjá tannálfin- um sem líkti tönnum hans við tyggjó- töflur. ■ Halle á fallegasta brosið HALLE BERRY Bros hennar þykir hvorki meira né minna en fullkomið. BENNIFER Þetta heillum horfna bíópar sópaði til sín Golden Razzies skammarverðlaununum í gær. Þau mættu þó ekki til að veita verðlaununum viðtöku en voru sýnd á stórum sjónvarpsskjá þegar tilefni þótti til. DEMI MOORE Var valin versta leikkonan í aukahlutverki fyrir Charlie´s Angels 2. SYLVESTER STALLONE Konungur Razzie-verðlaunanna fékk sín 10. skammarverðlaun fyrir frammistöðu sína í SpyKids 3D.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.