Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 29
The Passion of the Christ, hinumdeilda mynd Mels Gibson um síðustu 12 klukkustundirnar í lífi Jesú Krists, var í toppsætinu þegar aðsóknartölur helgarinnar voru gerðar upp í Bandaríkjun- um. Myndin halaði inn 76,2 millj- ónir dollara frá frumsýningu á miðvikudag en þegar allt er tekið saman, forsýningar tveimur dög- um fyrir frumsýningu og fleira þá hefur myndin þénað 117,5 milljón- ir dollara sem er næstbesta mið- vikudagsbyrjun sögunnar en ein- ungis The Return of the King hef- ur gert betur en hún tók inn 124,1 milljón dollara á sama tímabili. Þegar horft er á aðsóknartöl- ur frumsýningarhelgarinnar frá föstudegi til sunnudags hafa Gibson og Jesú vinninginn á Pet- er Jackson og hobbitana en The Return of the King þénaði 72,7 milljónir dollara frumsýningar- helgina. ■ MÁNUDAGUR 1. mars 2004 ■ KVIKMYNDIR MEL GIBSON Er að gera allt brjálað með mynd sinni um ævilok Jesú en kemur samt sterkur inn í miðasöluna. Söngvarinn Peter Andre, semfyrirsætan Jordan gerði sér dælt við í raunveruleikaþættinum I’m A Celebrity Get Me Out of Here, hefur blandað sér í illdeilurnar sem ríkt hef- ur milli Vict- oriu Beck- ham og Jord- an á síðum slúðurblaða undanfarin fjögur ár. Hann lýsti því yfir í út- varpsviðtali á dögunum að sér þætti Victoria sæt. Jordan tók þessu illa og haft hefur verið eftir henni að hún sé „öskureið og það sé eins gott fyrir hann að hafa sagt þetta í gríni“. Annars lét Andre það fljóta með að ef hann og Jordan byrji saman þá standi deilan líka milli hans og Davids Beckham þar sem Beck- ham styðji eiginkonu sína og hann standi með Jordan. Fyrrum kryddpían Geri Haliwellhefur upplýst það að hún þjáðist af átröskun á meðan hún bjó undir sama þaki og hinar stelpurnar í Spice Girls. Hún segir að sér hafi fundist hún vera feit í samanburði við hinar gellurnar og hafi því byrjað að kasta upp eftir máltíðir. „Það fylgir því bara að þegar maður býr með öðrum konum þá gerir maður smá sam- anburð og sjúkdómurinn getur orðið mjög lævís við þessar að- stæður. Athony Hopkins hefur tekið aðsér að leika rithöfundinn Ernest Hemingway í nýrri kvik- mynd sem mun heita Papa en þar segir frá ungum blaðamanni sem kemur til Havana árið 1959 í leit að föður sínum og fjölskyldu í miðj- um byltingaróróanum á Kúbu. Þar hittir hann Hemingway og finnur einhvers konar föðurímynd í rit- höfundinum drykkfellda. Denne Bart Petitclerc skrifar handritið og byggir það á eigin reynslu og kynnum sínum af Hemingway. Áætlaður framleiðslukostnað- ur myndarinnar er 27 milljónir dollara en auk Hopkins mun Meg Ryan fara með stórt hlutverk. Adrian Noble leikstýrir er hann hætti sem listrænn stjórnandi Konunglega Shakespeare leik- hússins í fyrra. Það er svo valinn maður á hverjum stað en ósk- arsverðlaunahafinn Vilmos Zsig- mond sér um kvikmyndatöku og búningahönnun er í höndum Yvonne Blake sem einnig hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir störf sín. ■ Jesús malar gull ANTHONY HOPKINS Er alvanur því að leika þekktar sögulegar persónur og hefur meðal annars spreytt sig á Picasso og Richard Nixon. Hemingway ætti því ekki að vefjast fyrir honum. ■ FÓLK Hopkins leikur Hemingway Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.