Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Ábyrgð? Í Bretlandi er núna allt komið íháaloft út af Íraksstríðinu enn eina ferðina. Blöð þar í landi full- yrða að tíu dögum áður en innrásin var gerð í Írak hafi breskir herfor- ingjar harðneitað að mæta með sína menn til þátttöku í því gríni og beðið að heilsa Tony Blair og George Bush og sagst ekki hafa áhuga á því að láta draga sig fyrir stríðsglæpadóm- stól fyrir þátttöku í ólöglegu árásar- stríði. Og nú segja blaðamenn að dómsmálaráðherrann breski, Gull- smiður lávarður, hafi verið ræstur upp úr rúminu og skipað að úr- skurða að heilagt stríð gegn hinum syndum spillta skálki Saddam Hússein og sonum hans væri löglegt svo að hershöfðingjarnir gætu hætt að hafa áhyggjur af stríðsglæpa- dómstólnum og farið að pakka niður vopnum, herklæðum og sólarolíu. AUÐVITAÐ skiptir það máli að vita nákvæmlega hvernig það ber að höndum þegar þjóðir sem kenna sig við lýðræði taka upp á því einn góð- an veðurdag að ráðast með vopna- valdi á vanþróað og þjakað einræðis- ríki í fjarlægri heimsálfu og her- nema landið og öll gögn þess og gæði frá úlföldum til olíulinda. ÞAÐ væri því afskaplega fróðlegt og þarft að fara bráðum að fá upp- lýsingar um það hvernig á því stóð að Ísland, vopnlaust og friðsamt land að eigin sögn, þusti inn á dans- gólfið þegar Bush Bandaríkjaforseti byrjaði að spila Írakspolkann. Hver úrskurðaði um lögmæti þess að Ís- land lýsti yfir stuðningi sínum við að gera innrás í Írak? Hvaða stofnun eða embættismenn á Íslandi töldu sig hafa umboð frá þjóðinni til að gerast styrktarmeðlimir í þessu um- deilda stríði? Og hvernig lítur það umboð út? STYRJALDIR eru ekkert barnaspil, og það er því bæði hollt og nauðsyn- legt fyrir þjóðir sem í þær raunir rata að athuga gaumgæfilega ferli sem leitt hafa til ófriðar. Þeir Blair og Bush hafa í nógu að snúast um þessar mundir við að útskýra fyrir sínu fólki af hverju það var nauð- synlegt fyrir heimsfriðinn að hlera símann hjá aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hér á Íslandi þyrftum við hins vegar að fara að fá útskýringu á því hver það var sem kom því til leiðar að landið okkar var bendlað við þetta ólögmæta innrásarstríð. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.