Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 2
2 3. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Já, ég bið alltaf um frest. Brynjar Emilsson sálfræðingur sagði í Fréttablað- inu í gær að margir mikluðu fyrir sér að skila skattskýrslunni á réttum tíma. Best væri hins veg- ar fyrir fólk að drífa sig strax í málið. Spurningdagsins Brynjar, hefurðu frestað skilum á skattskýrslu? ■ Evrópa KJARAVIÐRÆÐUR Tilboð atvinnurek- enda um launahækkanir á samn- ingstímanum, sem kynnt var full- trúum stéttarfélaganna á sunnu- dag, kom eins og köld vatnsgusa framan í samningamenn verkalýðs- hreyfingarinnar og við lá að slitn- aði upp úr viðræðunum. Ríkissáttasemjari hélt samn- inganefndum atvinnurekenda og Starfsgreinasambandsins og Flóa- bandalagsins við efnið alla helgina og miðaði vel. Gengið var frá öllum sérkjarasamningum einstakra hópa og var tekið til við að ræða launalið- inn. Um miðjan dag á sunnudag lögðu atvinnurekendur fram hug- myndir um beinar launahækkanir á almennum markaði næstu fjögur árin. „Þeir voru með hugmyndir sem við gerðum þeim strax grein fyrir að myndu ekki ganga upp í okkar umhverfi. Við teljum að samning- arnir eigi að gefa meiri hækkanir en þarna voru nefndar,“ sagði Sig- urður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hljóðaði tilboð atvinnurek- enda upp á 2,3% hækkun við undir- ritun nýrra kjarasamninga. Um næstu áramót áttu laun að hækka um 2,15% og loks um 2% árin 2006 og 2007. Samtals gerir þetta 8,45% hækkun á samningstímanum. Launakröfur stéttarfélaganna nema hins vegar 18,00% á samn- ingstímanum og breytingar á launatöflu gefa að meðaltali 1% hækkun, annars vegar við undirrit- un og hins vegar árið 2006. Það er því himinn og haf milli hugmynda deiluaðila um launalið nýrra samninga. Þetta útspil at- vinnurekenda varð meðal annars til þess að frekari viðræðum var frestað til föstudags. Miklu skipti einnig að fundur fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar með ráðherr- um í ríkisstjórn á laugardag skilaði engu. „Vissulega hefðum við viljað heyra ákveðnari svör af þeirra hálfu. Við verðum að bíða og sjá hvort ekki rætist úr og vonandi fáum við skýr svör frá þeim um næstu helgi um atvinnuleysisbætur og lífeyrismál,“ sagði Sigurður Bessason. Ætlunin er að ræða framhald samningaviðræðna á almennum markaði næstkomandi föstudags- morgun. the@frettabaldid.is Líkfundurinn í Norðfjarðarhöfn: Kafarar fundu hníf í slíðri LÍKFUNDUR „Það fannst meðalstór hnífur í slíðri í sjónum fyrir utan höfnina,“ sagði Arnar Jensson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra. Kafarar Landhelgisgæslunnar, sem hafa leitað í sjónum við Nes- kaupstað síðustu tvo daga að lag- vopni í tengslum við líkfundinn þar, fundu hnífinn um hádegisbil í gær. Hnífurinn var um það bil þrjá- tíu metra frá landi út frá netagerð- arbryggjunni. „Það er nokkuð ljóst að hann er ekki búinn að liggja í mjög langan tíma í sjónum. Við fyrstu sýn lítur hann út eins og það áhald, sem not- að var til að stinga fjögur göt á lík- ið, en það er óstaðfest og þarf að rannsaka betur,“ sagði Arnar. Gæsluvarðhaldsúrskurður þre- menninganna sem eru í haldi vegna rannsóknarinnar rennur út í dag. Arnar Jensson segir að ákvörðun um frekara gæsluvarðhald verði tekin með morgninum. „Það má segja að eftir því sem málinu vindur fram, því meira styrkist grunurinn gegn þremenn- ingunum,“ sagði Arnar. Starfsmenn fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík koma nú að rannsókninni, auk rannsóknar- lögreglumanna Ríkislögreglu- stjóra. Sýslumaðurinn á Eskifirði, sem hefur haft forræði í málinu frá upphafi, óskaði formlega eftir því í gær að Ríkislögreglustjóri tæki við rannsókn málsins. „Meginþungi og framkvæmd rannsóknarinnar hefur færst hing- að suður. Hér eru sakborningar og brotavettvangur sömuleiðis. Það var því eðlilegt að færa forræðið,“ sagði Arnar Jensson. ■ Heimahjúkrunardeilan enn í strandi: Boltinn hjá Heilsugæslunni HEIMAHJÚKRUN Ekki hafði verið boðaður fundur í deilu Heilsu- gæslunnar og starfsfólks heima- hjúkrunar þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Þórunn Ó l a f s d ó t t i r hjúkrunarfor- stjóri Heilsu- g æ s l u n n a r sagði, að allt væri óljóst með f r a m h a l d i ð . Ekkert nýtt hefði komið fram sem gæfi til kynna breytta stöðu málsins. Elsa B. Frið- finnsdóttir formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sagði að stjórn Heilsugæslunnar hefði verið gefinn kostur á fundi í fyrradag, en forstjórinn hefði tek- ið sér frest til að svara hvort hann vildi hitta fulltrúa heimahjúkrun- ar. Boltinn væri nú hjá Heilsu- gæslunni. „Við vildum fara einu sinni enn yfir þau atriði sem við teljum vera lausn á málinu,“ sagði Elsa. „Einnig viljum við sýna að það stendur ekki á okkur að ræða við Heilsugæsluna og leita leið til lausna.“ Elsa sagði að gengið hefði ver- ið mjög langt til móts við Heilsu- gæsluna með þeim tillögum sem varpað hefði verið fram af hálfu heimahjúkrunarfólks. ■ Brotist inn í heimahús: Vaknaði við lætin LÖGREGLUFRÉTT Karlmaður braust inn í heimahús við Skólavörðu- stíg um klukkan hálf sex í gær- morgun. Maðurinn braut rúðu til að komast inn. Þegar hann skreið í gegn skar hann sig til blóðs í leiðinni. Húsráðandinn var heima þegar innbrotið var framið. Hann vaknað við lætin og hringdi í lögregluna sem kom fljótt á staðinn. Maðurinn var handtekinn inni í íbúðinni og var fluttur á lögreglustöðina. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum og að sögn lögreglu á hann yfir höfði sér ákæru. ■ FRÁ SANDGERÐISHÖFN Lögreglan segir innbrot í báta erfið að eiga. Innbrot á Suðurnesjum: Stálu lyfjum úr bátum LÖGREGLUMÁL Brotist var um borð í bátinn Benna Sæm þar sem hann lá við Sandgerðishöfn í fyrrinótt. Lás var spenntur upp og stolið verkja- lyfjum úr lyfjakistu sem var um borð. Lögreglan í Keflavík segir ástandið slæmt. Innbrotið í Benna Sæm sé það ellefta í röðinni frá september á síðasta ári. Í öllum til- fellum var verkjalyfjum stolið úr jafnmörgum bátum sem lágu bæði við Sandgerðis- og Njarðvíkurhöfn. Lögreglan segir þessi mál erfið að eiga við þrátt fyrir að eftirlit sé við hafnirnar á Suðurnesjum. Svo virðist sem menn svífist einskis til að ná í lyf. Þá segir lögreglan skip- stjórnarmenn í sumum tilfellum skilja lyfjakistur eftir opnar og taka með sér verkjalyfin. Hætta sé á að það gleymist að koma með lyfin aft- ur um borð sem geti haft slæmar af- leiðingar verði slys um borð. ■ Röng sjúkdómsgreining: Drap konu sína og syni INDLAND, AP Indverji á fertugsaldri drap eiginkonu sína og tvo unga syni og reyndi að svipta sig lífi eftir að honum hafði, fyrir mistök, verið sagt að hann væri með alnæmi. Madhava Rao hafði farið á heilsugæslustöð þar sem hann taldi sig vera með einkenni alnæmis. Skömmu síðar var honum tilkynnt símleiðis að hann væri smitaður af HIV-veirunni. „Mér fannst eins og heimur minn væri að hrynja“ sagði Rao. Í örvæntingu sinni braut hann höfuð konu sinnar og kyrkti syni sína en sjálfur tók hann inn eitur. Rao var fluttur á sjúkrahús og fékk þá að vita að hann væri ekki smitað- ur af HIV-veirunni. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR Tilbúin í viðræður. ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR Ekkert nýtt í stöðunni. LAUANLIÐUR NÝRRA KJARASAMNINGA Á ALMENNUM MARKAÐI Kröfur Tilboð stéttarfélaga atvinnurek. Við undirritun 5,00% 2,30% 01.01.2005 5,00% 2,15% 01.01.2006 4,00% 2,00% 01.01.2007 4,00% 2,00% Samtals 18,00% 8,45% * Að auki eru breytingar á launatöflu metnar upp á 2,00% á samningstímanum. Himinn og haf milli hugmynda um laun Atvinnurekendur bjóða 8,45% launahækkun á almennum markaði næstu fjögur árin. Kröfur Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins nema átján prósentum. RÝNT Í TÖLUR Samningamenn Starfsgreinasambandsins bera saman bækur sínar hjá sáttasemjara. Byggðastofnun: Milljónir í ráðgjöf ÚTHLUTUN Á þremur árum greiddi Byggðastofnun fjórar og hálfa milljón króna vegna ráðgjafar við úthlutun byggðakvóta. Mest var borgað fyrir ráðgjöf á árinu 2001, eða 1.700 þúsund krónur, 1.550 þúsund árið 2002 og tæplega 1.300 þúsund á síðasta ári. Það var ráð- gjafarfyrirtækið Nýsir sem hafði viðskiptin við Byggðastofnun. ■ Laun lækna: Hæst í Nes- kaupstað LAUN Læknar á landsbyggðinni höfðu allt að 70% hærri laun en læknar á Landspítalanum árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um launaþróun nokkurra starfsmanna heilbrigðis- stofnana. Meðallaun lækna á lands- byggðinni voru hæst 15 milljónir króna í Neskaupstað, en á Landspít- alanum voru þau 9,5 milljónir. Laun- armunurinn var því um 70 prósent. Hæstu heildarlaunin voru hins veg- ar greidd lækni í Vestmannaeyjum en þau námu 19,6 milljónum króna, sem jafngildir 1,6 milljóna mánað- arlaunum. ■ LEITAÐ Í HÖFNINNI Kafarar Landhelgisgæslunnar fundu um hádegi í gær lagvopn í Norðfjarðarhöfn sem talið er að hafi verið notað til að stinga göt á líkið sem fannst þar í febrúar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÓBREYTT ATVINNULEYSI At- vinnuleysi hefur haldist óbreytt á evrusvæðinu síðustu ellefu mán- uðina. Það mælist 8,8%, nokkru meira en í Evrópusambandinu í heild, þar er atvinnuleysi átta prósent. Mest er atvinnuleysið á Spáni, rúm ellefu prósent.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.