Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2004 Náttúrurannsóknarstöð: Ný stjórn til þriggja ára UMHVERFISMÁL Umhverfisráð- herra hefur skipað nýja stjórn Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn til þriggja ára. Stjórnin er skipuð með vísan til laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Davíð Egilsson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, Hörður Krist- insson grasafræðingur, Hregg- viður Norðdahl, frá Háskóla Ís- lands, Jón Benediktsson, til- nefndur af Landeigendafélagi Laxár og Mývatns, og Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. ■ KAÍRÓ, AP Bandarísk mannréttinda- samtök saka yfirvöld í Egypta- landi um að hafa handtekið og pyntað hundruð samkynhneigðra karlmanna sem hafi ekkert unnið sér til saka. Samkynhneigð er bönnuð sam- kvæmt kennisetningum íslam en að sögn samtakanna Human Rights Watch hafa Egyptar ítrek- að lýst því yfir á alþjóðavett- vangi að samkynhneigð sé lögleg í landinu. Engu að síður hefur fjöldi samkynhneigðra manna verið lögsóttur á grundvelli laga um siðspillingu. Í skýrslu Human Rights Watch eru Egyptar hvatt- ir til að gera breytingar á lögun- um til að koma í veg fyrir að karl- menn verði sóttir til saka fyrir það eitt að stunda kynlíf með öðr- um karlmönnum. Samtökin for- dæma þá aðferð lögreglunnar að mæla sér mót við samkynhneigða menn í gegnum einkamálasíður á netinu í þeim tilgangi að hand- taka þá. Árið 2001 voru 23 egypskir karlmenn fundnir sekir um „sið- spillingu“ og dæmdir í allt að fimm ára fangelsi. Að sögn Hum- an Rights Watch hafa hundruð manna til viðbótar verið áreittir, handteknir og pyntaðir. ■ Yfirvöld í Egyptalandi sökuð um mannréttindabrot: Samkynhneigðir karlmenn ofsóttir EGYPTALAND Samtökin Human Rights Watch segja að egypsk yfirvöld ráðist á samkynhneigða karl- menn til að beina athyglinni frá raunverulegum vandamálum í þjóðfélaginu. HELGIATHÖFN Sjíamúslimar í Barein börðu sig til blóðs til minningar um dauða helga mannsins Hussein í orustu árið 680. Helgasti dagur í trúarlífi sjíamúslima var í gær: Minnast or- ustu á 7. öld ÍRAK, AP Sjíamúslimar minntust í gær 7. aldar orustunnar þegar hinn helgi maður Hussein, sonarsonur Múhameðs spámanns, féll. Klofn- ingur múslima í tvær fylkingar, súnní- og sjíamúslima, kristallaðist í orustunni sem fram fór árið 680. Ashoura, dagurinn þegar orustunn- ar er minnst, er helgasti dagur sjíamúslima og venjan að hundruð þúsunda sjía komi saman við helgi- reiti víða í Írak. Dauða Husseins, 20 árum eftir að faðir hans Ali var ráðinn af dög- um, er minnst með margvíslegum hætti. Leikþættir eru fluttir þar sem orustunnar er minnst og karl- menn berja sig til blóðs með keðjum og sverðum til að tjá sorg yfir dauða Hussein. Leiðtogi sjíamúslima, hverju sinni, er imam, eða helgur maður. Sjöundi og níundi leiðtoginn eru grafnir í Kazimiyah helgidómnum í Bagdad þar sem önnur árásanna í Írak í gær átti sér stað. ■ MANNSKÆÐAR SPRENGJU- ÁRÁSIR Í ÍRAK Á ÞESSU ÁRI 17. janúar Þrír bandarískir hermenn og tveir íraskir hermenn biðu bana þegar sprengja sprakk við vegkant skammt frá Bagdad. 18. janúar Að minnsta kosti 31 lét lífið í sjálfs- morðsárás skammt frá höfuðstöðvum bandaríska hernámsliðsins í Bagdad. 31. janúar Að minnsta kosti níu fórust og 45 særð- ust þegar bílasprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í borginni Mósúl. 1. febrúar 109 manns létust í tveimur sjálfs- morðsárásum á skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka í borginni Ir- bil. 10. febrúar 53 fórust þegar sprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í bænum Iskandariyah. Flest fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. 11. febrúar 47 manns biðu bana þegar bíll var sprengdur í loft upp við herstöð í mið- borg Bagdad, innan um hundruð Íraka sem biðu eftir því að láta skrá sig í her- inn. 18. febrúar Að minnsta kosti tíu létu lífið þegar tveir flutningabílar sprungu í loft upp við póls- ka herstöð í Hillah. Um 65 særðust, þar á meðal Írakar, Filippseyingar, Pólverjar, Ungverjar og einn Bandaríkjamaður. 23. febrúar Að minnsta kosti átta fórust og 35 særð- ust þegar bíl hlöðnum sprengiefni var ekið á lögreglustöð í borginni Kirkuk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.