Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 16
16 3. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Ég hef ekki einu sinni birt ljóð íLesbók Moggans,“ segir Birna Þórðardóttir sem gaf út sína fyrstu ljóðabók á 55 ára afmælinu sínu þann 26. febrúar. Öll ljóðin í bókinni eru ort síðasta eitt og hálfa árið að einu undanskyldu. En á Birna þá haug af eldri, óbirtum ljóðum ofan í skúffu? „Ég safna ekki ljóðum í skúffur, heldur inn á tölvu,“ svarar Birna óræð á svip. „Annars hef ég, til þessa, mest ort tækifærisljóð, af- mælisvísur og þess háttar.“ Ljóðabókin ber þann sérstaka titil, Birna Birna. „Það er aldrei bara ein Birna en kannski er ég bara svona einföld að mér datt ekk- ert annað í hug en mér fannst „Líf mitt með Birnu“ og eitthvað í þeim anda svo hallærislegt.“ Birna er þekkt fyrir vasklega framgöngu í hinum ýmsu þjóðfé- lagsmálum og er annálaður her- stöðvaandstæðingur en kveður við hvassan tón í ljóðum hennar? „Ég er svo ljúf,“ segir Birna og glottir, „og þetta eru ástarljóð af öllu tagi. Annars kann ég ekki að skilgreina ljóð, bara njóta þeirra og það er kannski þess vegna sem þetta eru allt ástarljóð þar sem maður skil- greinir ekki ástina, bara nýtur hennar.“ Birna gefur bókina út sjálf og það má hafa símsamband við hana eða panta á Netinu hjá birna@birna.is, auk þess sem bókin er seld í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Birna gaf út hljóðdisk samhliða bókinni en á honum les hún upp eitt ljóðið úr bókinni við tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar. Flytjendur, auk Hilmars, eru Birgir Baldursson, Eyþór Gunnarsson, Jóel Pálsson og Tómas M. Tómasson. „Þegar maður gerir eitthvað svona verður maður að gera það almennilega, annars er alveg eins gott að sleppa því.“ ■ Atli Eðvaldsson fótboltakappi er 47 ára. Þorvaldur B. Þorvaldsson tónlistarmað- ur er 38 ára. Ragna Sara Jónsdóttir sjónvarpskona er 31 árs. Ólafur Darri Ólafsson leikari er 31 árs. JEAN HARLOW Þessi helsta kynbomba Hollywood á fjórða áratugnum fæddist á þessum degi árið 1911, fyrir 93 árum síðan. 3. mars BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Hefur ekki enn fengið mikil viðbrögð við bókinni enda er hún rétt nýkomin út. „Kannski er þetta spurning um að maður þurfi að ganga með hauspoka en það verður bara að koma í ljós.“ Hin mörgu andlit Birnu Fjórir lögreglumenn í Los Ang-eles króuðu blökkumanninn Rodney King af, eftir nokkurn elt- ingaleik, en hann hafði ekið of hratt og ekki virt stöðvunar- skyldu. Þeir drógu hann út úr bíl sínum og börðu til óbóta, meðal annars með stálkylfum. Vegfarandi sem var að prófa nýju myndbandsupptökuvélina sína festi atburðinn á myndband og lögreglumennirnir voru í kjöl- farið kærðir fyrir óþarfa ofbeldi og harðræði. Þeir vörðu sig meðal annars með því að King hefði veitt mikla mótspyrnu en ekkert kom fram á myndbandsupptökunni sem benti til þess. King sagðist eftir á hafa reynt að stinga lögregluna af þar sem hann rauf skilorð með hraðakstr- inum og hefði því verið sendur beint í fangelsi ef lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Myndbandið var sýnt í sjón- varpsfréttum úti um allan heim og vakti hvarvetna almenna hneykslan og óhug. Mest var reiði almennra borgara í Bandaríkjun- um og heitar umræður um ofbeldi lögreglumanna blossuðu upp í kjölfarið. Það sauð svo endanlega upp úr þegar lögreglumennirnir voru sýknaðir. Þá brutust út mikl- ar óeirðir í Los Angeles en í kvið- dómnum sátu 10 hvítir menn og úrskurðurinn þótti byggja á kyn- þáttafordómum. ■ ■ Þetta gerðist 1875 Óperan Carmen, eftir Bizet, er frumsýnd í París. 1934 Bankaræningjarnir John Dillinger og Herbert Youngblood strjúka úr fangelsi. 1959 Tunglkönnunarfarinu The Pioneer IV er skotið á loft. 1999 Monica Lewinsky, fyrrum lærling- ur í Hvíta húsinu, segir frá sam- bandi sínu við Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, í viðtali við Barböru Walters. MYNDBANDIÐ FRÆGA Almenn reiði braut út eftir að myndbandið var sýnt í sjónvarpi. Rodney King misþyrmt RODNEY KING ■ Vegfarandi nær því á myndband þegar fjórir lögreglumenn berja King til óbóta. 3. mars 1991 Elín B. Brynjólfsdóttir, Seiðakvísl 36, Reykjavík, lést sunnudaginn 29. febrúar. Elín Davíðsdóttir, Dalbraut 18, Reykja- vík, lést laugardaginn 28. febrúar. Fjóla Sigmundsdóttir lést föstudaginn 27. febrúar. Guðný K. Á. Vigfúsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, lést sunnudaginn 29. febrúar. Halldóra Ólafsdóttir, hjúkrunarheimilinu Grund, lést sunnudaginn 29. febrúar. Sigrún Pálsdóttir kennari, Grandavegi 47, lést mánudaginn 1. mars. Svanhvít Ágústa Guðmundsdóttir lést á dvalarheimilinu Lundi, sunnudaginn 29. febrúar. 13.30 Fríður Jóhannesdóttir, Birkilundi 7, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Þorsteinn Hjálmarsson Diego, Hátúni 10b, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Árný Kolbeinsdóttir, Víðihvammi 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. 15.00 Elínborg Kristófersdóttir, Suður- hólum 30, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Garðakirkju. 15.00 Fríður Jóhannesdóttir, Birkilundi 7, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Þuríður Billich verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 16.00 Gestur Jónsson, frá Vallholti, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. ■ Jarðarfarir Í fyrra... ... var ég að leika í leikritinu um Mann- inn sem hélt að konan sín væri hattur og í leikritinu Jón og Hólmfríður á nýja sviðinu í Borgarlekhúsinu. Núna... ... leik ég öllum stundum í Chicago, Línu langsokki og Draugalestinni og rembist þess á milli við að reyna að hitta fjöl- skylduna mína. Gunnar Hansson leikari. Breyttirtímar Leitar að afmælis- gjöf í Perlunni Það er mikið að gera í bóka-bransanum með stóru bóka- messuna í Perlunni í algleymi, en þar má oft rekast á afmælisbarn dagsins, Ara Gísla Bragason sem er 37 ára. Ari rekur fornbókasöl- una Bókavörðuna á Vesturgötu þar sem margar áhugaverðar bækur er að finna en hann er að hugsa um að skoða betur úrvalið á bókamessunni því þar eru ýmsar bækur sem hann vildi gjarnan gefa sér í afmælisgjöf. „Þar eru til dæmis ljóðasafn Stefáns Harðar Grímssonar, lista- verkabók um Júlíönnu Sveinsdótt- ur og ýmislegt fleira áhugavert sem ég mun skoða, og kannski fæ ég afmælisafslátt frá hinum for- lögunum.“ Ari segir að það sé mikið um að vera uppi í Perlu og það hafi verið svo fjölmennt að hann hafi eigin- lega þurft frá að hverfa þegar hann var að reyna að raða bókum í rekka. „Það hefur gengið vel hjá okkur. Við erum einnig með stóra hillu sem er meiri sýning á bók- bandi og frumútgáfum á eldri bókum. Þetta eru aðallega bækur á 19.aldar prenti sem eru kannski meira upp á skraut.“ Niðri í búðinni á Vesturgötunni er alltaf jafn heimilislegt hjá þeim feðgum Ara og Braga og enn er á borðum kaffi handa þeim sem sleppa í gegnum nálarauga þeirra. Til að halda upp á afmælið ætl- ar Ari að fara með Sirrý, konu sinni, og Ragnheiði Björk, dóttur sinni, í labbitúr niður á tjörn. „Í tilefni dagsins stoppum við kanns- ki einhvers staðar og fáum okkur smá kaffi og kökur. Ég geri kanns- ki eitthvað annað næstu helgi, kannski slæ ég þessu upp í kæru- leysi á laugardagskvöldið og skrepp eitthvað eftir öli.“ Þetta afmæli verður því nokk- uð rólegra en eitt eftirminnilegt afmæli þegar hann og bernsku- vinur hans, Björn, héldu sameig- inlega upp á þrítugsafmælið. „Þá voru margir góðir vinir og félagar sem hafa kvatt mættir hressir í afmælið, eins og móðir mín og ömmur. Þetta var heilmikil 300 manna veisla sem var haldin í Fóstbræðraheimilinu.“ Björn er enn mikill félagi Ara og einn þeir- ra sem alltaf býðst kaffi í Bóka- vörðunni. ■ Afmæli ARI GÍSLI BRAGASON ■ er 37 ára. Er að hugsa um að gefa sér bók í afmælisgjöf. Ljóð BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR ■ gaf út sína fyrstu ljóðabók á 55 ára afmælinu sínu. Bókin heitir Birna Birna enda er höfundurinn margfaldur í roðinu. ARI GÍSLI BRAGASON Röltir niður að tjörn með konu og dóttur í dag og endar gönguferðina í kaffi og kökum. Hann er að hugsa um að slá þessu upp í kæru- leysi á laugardagskvöldið og skreppa eftir öli. FR É TT A B LA Ð IÐ /R Ó B E R T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.