Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 18
Áhverjum morgni fór ég umdimman dal á leið minni í skól- ann; vegalengd sem fæstir nem- endur myndu nenna að leggja á sig að labba í dag,“ segir fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæm- is nyrðra, Guðrún Ögmundsdóttir (S), þegar hún rifjar upp skólaár barnæskunnar og þá daga sem hún neitaði að skipta um skóla vegna tíðra flutninga fjölskyld- unnar. „Fyrsti skólinn var tíma- kennsla í kjallara kennarahjón- anna Ingibjargar og Jónasar í Laugarnesskóla, að Hofteigi. Þar vorum við tólf krakkar á sjöunda ári í undirbúningi fyrir skóla- gönguna framundan. Amma hafði kennt mér að lesa og ég var orðin fluglæs á þessum tíma.“ Guðrún hóf svo formlega skólagöngu í Laugarnesskóla og stundaði skólann þar til hún varð tíu ára. „Í millitíðinni fluttum við í Ljósheima og þaðan labbaði ég daglega gegnum niðdimman Laugardalinn því ég gat ekki hugsað mér að skipta um skóla. Þótti svo ofboðslega gaman, en í Laugarnesskóla var farið í ein- falda röð á morgnana og sunginn morgunsöngur, þá við undirleik Stefáns Edelstein, skólastjóra Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þetta gerði okkur börnunum ekk- ert nema gott og í raun finnst mér tímabært að endurskoða þessi gömlu, fallegu gildi í námi ís- lenskra barna.“ Þegar Guðrún hafði lifað einn áratug, lá leiðin í Melaskóla. „Man að mér fannst erfitt að byrja í nýj- um skóla en eignaðist fljótlega mínar bestu vinkonur enn í dag og mína yndislegustu kennslukonu; frú Dagnýju Albertsson.“ Þegar barnsskónum sleit var Guðrún skráð í hinn hátt metna Hagaskóla og lauk þaðan gagn- fræðaskólaprófi. „Á gaggóárun- um flutti fjölskyldan á Háaleitis- brautina en ég harðneitaði að færa mig í hverfisskólann þar því Hagaskóli var málið. Hann þótti fínasti gagnfræðaskóli borgarinn- ar og þar voru krakkar úr fínni fjölskyldum og allsstaðar að úr borginni. Jón Baldvin Hannibals- son kenndi mér mannkynssögu og þetta var einstakur tími.“ Eftir gagnfræðapróf tók Guð- rún sér nokkurra ára frí en tók síðar stúdentspróf og dreif sig í háskólanám til Danmerkur í Ro- skilde Universitetscenter í Hró- arskeldu. Þar lauk hún gráðum í félagsfræði, félagsráðgjöf og fjöl- miðlafræði. „Já, já, ég er cand.com,“ segir hún hlæjandi með tilvísun í netheima. „Ég var sex ár í Danmörku og fannst það algjörlega magnað. RUC-háskól- inn er með betri háskólum í Dan- mörku og þótt víðar væri leitað. Skólinn þótti á þessum árum rót- tækur og afar framsækinn. Ég kynntist frábærum Dönum sem ég held ennþá sambandi við í dag og Danaveldi átti svo sannarlega vel við mig.“ ■ nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa og NÝTT! Astanga joga HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ FSKS Félag sérfræðinga í klínisri sálfræði Fræðsluerindi á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Haldið í Námunni, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7. Átta fyrirlestrar á fimmtudagskvöldum í mars 2004, kl. 20:15-22:00 Opnir fyrirlestrar allir velkomnir Fimmtudagur 4.3. Þunglyndi: Sálfræðileg sýn á vaxandi vanda. Árangursrík meðferð, en skert aðgengi. Oddi Erlingsson, klínískur sálfræðingur Þunglyndi: Einkenni, orsakir og algengi. Jón Sigurður Karlsson, klínískur sálfræðingur Fundarstjóri: Gunnar Hrafn Birgisson Dagskráin er haldin með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og verkefni Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þunglyndi. Aðgangseyrir kr. 500,- Þunglyndi Sálfræðilegt sjónarhorn Grænmetisnámskeið Verð kr. 4.900 Við kennum að versla inn hollt hráefni & elda gómsæta & næringaríka rétti úr grænmeti, baunum & tofu, að ógleymdum sykurlausum eftirréttum. Kennari er Sólveig á Grænum kosti Námskeiðsdagar í mars: Miðvikudagur 10. mars kl. 17-23 Miðvikudagur 17. mars kl. 17-23 Skráning á námskeiðin & upplýsingar eru á Grænum Kosti í síma 5522607 Skólarnir mínir: Fínasti gagnfræða- skóli borgarinnar HAGASKÓLI Sótti sögustundir hjá Jóni Baldvini. LAUGARNESSKÓLI Sjarmerandi skóli með falleg gildi. MELASKÓLI Uppsprettulind bestu vinkvennanna. Allt framhaldsnám Doktorsnemar 1999-2000 2000-2001 2001-2002 2002-2003 2003-2004 593 711 982 1239 503 10982665536 Framhaldsnám við HÍ Nemendum í framhaldsnámi (námeftir BA- og BS-nám) í Háskóla Ís- lands hefur fjölgað verulega á undan- förnum árum. Nú er boðið upp á fram- haldsnám við allar deildir skólans og eru námsleiðirnar alls 80. Framhalds- nemum við HÍ hefur fjölgað um 150% á fimm árum. GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Taldi ekki eftir sér að þramma Laugardalinn á enda til að stunda Laugarnesskóla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.