Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2004 Það er ekki á hverjum degi semnýtt nám er kynnt til sögunnar í Háskóla Íslands. Meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði fyr- ir fólk sem lokið hefur annarri há- skólagráðu en bókasafns- og upplýs- ingafræði í grunnnámi verður á boðstólum frá og með næsta vetri. Að sögn Anne Clyde, prófessors í bókasafnsfræði við Háskóla Ís- lands, er verið að koma til móts við eftirspurn nemenda og samfélags- ins. „Það er talsvert um að nemendur í bókasafnsfræði hafi lokið annarri háskólagráðu, til dæmis nemendur sem hafa lokið BA-prófi úr heim- speki- eða félagsvísindadeild og vilja bæta hagnýtu námi við sig,“ segir Anne og bætir við að nemend- ur í greininni séu yfirleitt eldri en nemendur í öðru grunnnámi – hér sem annars staðar. „Og konur í miklum meirihluta.“ Að sögn Anne, hefur gengið vel hjá nemendum að fá starf að námi loknu. „Möguleikarnir eru mjög fjölbreyttir, bæði hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum.“ Námið, sem er skammstafað MLIS sem stendur fyrir Master of library and information sciense, hefur verið þróað með hliðsjón af hliðstæðu námi erlendis og að fengnum tillögum frá, til dæmis, al- þjóðasambandi bókasafns- og bóka- varðafélaga. Anne segist búast við talsverðri eftirspurn og spáir því að innan fárra ára verði fleiri nemendur í framhaldsnámi í bókasafnsfræði en í grunnnámi. „Þróunin hefur verið sú erlendis að fleiri taka námið sem framhaldsnám en grunnnám.“ ■ Nýtt nám í bókasafns- og upplýsingafræði: Hagnýtt framhaldsnám KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI Í VOR Á kyrrðardögum förum við í hvarf, njótum friðar og hvíldar án áreitis, látum uppbyggjast og endurnærast á líkama og sál. Mars 3.-7. Systradagar, kyrrðardagar kvenna. FULLBÓKAÐ Leiðsögn: Systrasamfélagið 12.-14. Kyrrðardagar tengdir tónlist Leiðsögn : Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður 23.-25. Kyrrðardagar tengdir Qi Gong: Innri sátt og ræktun lífsorku Leiðsögn: Gunnar Eyjólfsson leikari 26.-28. Kyrrðardagar tengdir tólf spora starfinu, en öllum opnir Leiðsögn: Sr. Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprestur Auður Bjarnadóttir leikstjóri Apríl 7.-10. Kyrrðardagar í Dymbilviku. Leiðsögn : Sigurbjörn Einarsson biskup FULLBÓKAÐ 22.-25. Kyrrðardagar við sumarkomu, - áhersla á útiveru Leiðsögn: sr. Halldór Reynisson og dr. Sigurður Árni Þórðarson, verkefnastjórar á Biskupsstofu Maí 30.4.-2.5 Kyrrðardagar með bænafræðslu Leiðsögn : Sigurbjörn Einarsson biskup FULLBÓKAÐ 13.-16. Kyrrðardagar hjóna Leiðsögn: Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor Margrét Scheving sálgæsluþjónn Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SKÁLHOLTSSKÓLA, SÍMI 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is Svövusjóður styrkir þau er þess þurfa til þátttöku í kyrrðardögum. VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI • 2,4 GHz Örgjörvi • 256 MB Vinnsluminni • 40 GB Harður diskur • 17“ Skjár • Windows XP Home Edition • Lyklaborð og mús j i l i i i r iti KT-Tölvur • Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 2187 Öðruvísi dagar í Iðn- skólnum: Skemmtun og tilbreyting Ídag og á morgun verður skóla-starf í Iðnskólanum í Reykjavík brotið upp með svokölluðum „öðruvísi dögum“. Á þessum dög- um er skólastarfið opnað á þann hátt að nemendur geta kynnt sér það sem er að gerast í öðrum deildum en þeirra eigin, og svo er einnig fitjað upp á skemmtunum og tilbreytingu. ■ Þekkir þú háskólagráðurnar? Hvað gerir maður sem er cand.odont? Með vaxandi hlutfalli Íslend-inga með háskólagráður er orðið æ meira knýjandi að kunna skil á skammstöfun gráðanna sem birtast gjarnan sem starfsheiti aftan við nöfn fólks. Hér fyrir neðan eru útskýringar á helstu há- skólagráðunum. NÁM TIL FYRSTU HÁSKÓLAGRÁÐU: B.A. skst. á Bachelor of Arts og er fyrsta háskólagráða í hugvísindum. B.S. skst. á Bachelor of Science og er fyrs- ta háskólagráða í raunvísindum. B.Ed. próf í leikskóla- og grunnskólakenn- arafræði. B.F.A. próf í leiklist. B.Mus. próf í tónlist, söng eða hljóðfæra- leik. B.Ph.Isl. próf í íslensku fyrir erlenda stúd- enta. Cand.theol. próf í guðfræði til embættis- prófs. Cand.pharm. próf í lyfjafræði lyfsala. Cand.odont. próf til tannlækninga. Cand.scient. próf í verkfræði. Cand.med. próf í læknisfræði. Cand.jur. próf í lögfræði. FRAMHALDSNÁM TIL ANNARRAR HÁSKÓLAGRÁÐU: M.A. skst. á Master of Arts meistari í hug- vísindum. M.S. skst. á Master of Science meistari í raunvísindum. M.B.A. meistarapróf í viðskiptafræði. M.Paed. meistarapróf fyrir kennara í ís- lensku, ensku og dönsku. M.Ed. meistarapróf í uppeldis- og mennt- unarfræði. Cand.Psych. meistarapróf í sálfræði. M.P.A. meistarapróf í opinberri stjórn- sýslu. Cand.obst. próf í ljósmóðurfræði til emb- ættisprófs. M.Ed. próf í uppeldis- og menntunar- fræði. FRAMHALDSNÁM TIL ÞRIÐJU HÁ- SKÓLAGRÁÐU: Ph.D. doktorspróf Dr.phil. doktorspróf Dr.scient.ing. doktorspróf í verkfræði. Viltu lesa fyrir mig? er yfir-skrift fyrirlestrar sem María Dóra Björnsdóttir, náms- og starfsráðsgjafi hjá Háskóla Ís- lands, heldur á ráðstefnu um upp- lýsingatækni í skólastarfi (UT2004), sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á föstudag og laugardag. Háskólastúdentum sem þurfa á aðstoð að halda vegna fötlunar eða sértækra námsörðugleika f j ö l g a r s t ö ð u g t . Framfar- ir í upplýsingatækni hafa opnað þeim nýja möguleika. „Hefð- bundnum námsbókum er breytt yfir á starfrænt form þar sem textinn birtist á tölvuskjánum og lestrarforritið les textann upp- hátt. Þannig getur nemandinn les- ið hann og hlustað á hann um leið,“ segir María. Forritið sem um ræðir heitir Read Please. Upp- lesturinn er vélrænn og segir María að á því sviði hafi orðið miklar framfarir á umliðnum árum. „Tækninni hefur fleygt það vel fram að þetta er orðið mun áheyrilegra en var. Orðin skyggjast um leið og þau eru les- in og hægt er að stilla stærð let- ursins auk fleiri möguleika. Þetta er afskaplega mikil bylting fyrir notendurna en margir úr framhaldsskólanum eru vanir að hafa aðgang að hljóðbókum í Blindrabókasafni Íslands.“ 25 nemendur með dyslexiu hafa nýtt sér talgervilinn en farið var að nota hann í haust sem leið. Auk nemenda með dyslexiu nýtist talgervillinn sjónskertum og blindum nemendum. Hægt er að nálgast dag- skrá UT2004 á slóðinni www.menntagatt.is/ut2004/ MARÍA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR Heldur fyrirlestur um forrit sem les námsbækur á stafrænu formi fyrir nemendur með sértæka námsörð- ugleika. UT2004 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: Bylting fyrir notendur ÚR IÐNSKÓLANUM Þar verður skólastarfið brotið upp í dag og á morgun. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt ANNE CLYDE Bóka- safns- og upplýs- ingafræði er hagnýtt nám.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.