Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 24
24 3. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR MIANNE BAGGER Mianne Bagger keppir þessa dagana á Opna ástralska meistaramóti kvenna í golfi. Hún er fyrsti kynskiptingurinn sem fær að taka þátt í golfmóti atvinnumanna. Golf Arjen Robben til Chelsea: Fimm ára samningur í höfn FÓTBOLTI Chelsea hefur gert fimm ára samning við landsliðsmanninn Arjen Robben, sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi. Manchester United hafði verið með augastað á hinum tvítuga Robben og skoðaði hann m.a. að- stæður hjá liðinu í janúar. Vonað- ist United til að Robben myndi leysa Ryan Giggs af hólmi í fram- tíðinni. Tilboð liðsins, sem talið er að hafi hljóðað upp á 650 milljón- ir, þótti hins vegar of lágt og ákvað Chelsea þá að skerast í leik- inn. Skellti félagið umsvifalaust um 1,5 milljörðum á borðið og hrifsaði leikmanninn af keppi- nautum sínum. „Ég held að ég verði betri leikmaður hjá Chelsea og þrosk- ist sem öflugur evrópskur leik- maður,“ sagði Robben sem lék áður með Groningen. Kappinn, sem getur leikið sem kantmaður og framherji, hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum fyrir hol- lenska landsliðið og mun vænt- anlega leika á EM í sumar. Eftir það mun hann fara í herbúðir Lundúnarliðsins. Claudio Ranieri, stjóri Chel- sea, var að vonum ánægður með nýja leikmanninn. „Arjen verð- ur frábær viðbót við hópinn okkar. Hann er fljótur, sterkur, skorar mörk og leggur upp mörk. Hann getur gert allt,“ sagði hann. ■ KAPPAKSTUR Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum hefst í Ástralíu um næstu helgi og til að hita upp fyrir tímabilið fór Gunn- laugur til Ítalíu þar sem Ferrari er með höfuðstöðvar sínar. Fjöl- mörgum blaðamönnum var boðið á svæðið og meðal annars voru skoðuð nýjustu ökutæki Ferrari- liðsins og kappaksturssafn þess heimsótt. Að sögn Gunnlaugs, var mjög sérstök tilfinning að hitta Schumacher og samherja hans Rubens Barrichello, eftir að hafa fjallað svo lengi um þá í Sjónvarp- inu. „Ég hitti reyndar Schumacher í lyftu fyrir sex árum þegar ég var að byrja í þessu. Þá var ég svo feiminn að ég kom ekki upp orði. Ég nýtti ekki tækifærið þá en núna talaði ég við Barrichello og Schumacher. Mað- ur tók eftir því hvað þeir eru á jörðinni þessir karlar og agaðir,“ sagði Gunnlaugur í spjalli við Fréttablaðið. Gunnlaugur segir að Schumacher sé mjög geðþekkur náungi. „Hann þurfti að tala við fullt af blaðamönnum en var mjög einlægur við alla sem hann var að tala við. Það kom mér á óvart hvað þeir voru yfirvegaðir bæði Schumacher og Barrichello.“ Gunnlaugur talaði ekki við Schumacher um Ísland en hann hefur engu að síður tvisvar milli- lent hér á landi í ferðalögum sín- um. „Aðstoðarkona hans sagði mér að það væri regla hjá honum, að þegar hann er í fríi þá á hann sitt einkalíf og er ekki að ræða við blaðamenn. Hann aðskilur þetta algjörlega. Það er kannski þess vegna sem hann heldur sér í topp- formi með því að einbeita sér að mótunum og vera síðan með fjöl- skyldunni,“ sagði hann. „Annars er konan hans búin að biðja hann um að hætta í Formúlunni. Það er vitað mál innan liðsins en hann er ekki tilbúinn til þess. Þó svo að hann sé orðinn tveggja barna fað- ir þá er svo mikill hiti í honum að hann getur ekki hætt.“ Schumacher stefnir á sinn sjö- unda heimsmeistartitil en ljóst er að baráttan verður harðari en nokkru sinni fyrr. Að mati Gunn- laugs eiga nýjar vélareglur eftir að hafa sitt að segja og munu stóru liðin vafalaust lenda í vand- ræðum af þeim sökum. Telur hann að Renault og BarHonda komi til með að ógna stærri liðunum í ár. Gunnlaugur vill ómögulega slá því föstu að Schumacher verji tit- ilinn í enn eitt skiptið. „Ef ein- hvern tímann hefur verið jafn leikur er það núna. Montoya og Ralf Schumacher [liðsmenn Willi- ams] verða grimmir, Coulthard verður að sanna sig hjá McLaren liðinu ef hann ætlar ekki að verða atvinnulaus á næsta ári og Kimi Raikkonen var bara tveimur stig- um frá Schumacher í fyrra og er mikill eldhugi,“ sagði hann. „Svo hef ég trú á að Jenson Button og Saka hjá BarHonda gætu blandað sér í toppslaginn í ár.“ Þáttur um ferð Gunnlaugs í höfuðstöðvar Ferrari verður á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld og eru áhangendur Formúlunnar hvattir til að fylgjast með frá byrjun. freyr@frettabladid.is Joe Cole: Ekki á leið frá Chelsea FÓTBOLTI Miðvallarleikmaðurinn knái, Joe Cole, er ekki á leiðinni frá Chelsea. Orðrómur hefur verið uppi um að kappinn vilji fara frá félag- inu, sérstaklega eftir að honum var skipt út af í hálfleik gegn Manchest- er City um helgina. Rætt hefur verið um að staða hans í enska landsliðinu sé óörugg vegna þess hve lítið hann hefur fengið að spila hjá Chelsea. „Þetta á við engin rök að styðjast. Það hafa engar viðræður verið uppi um framtíð Joe hjá Chelsea,“ sagði um- boðsmaður hans. Áður hafði Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, lýst því yfir að Cole væri ekki á leiðinni í burtu. ■ Íþrótta- og tómstundastarf fyrir ungt hreyfihamlað fólk Íþróttasamband fatlaðra og Ný-ung, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar, standa fyrir ráðstefnunni, sem er ætluð hreyfihömluðu ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Ráðstefnan fer fram í Skála, 2. hæð Hótel Sögu. Unnið verður í hópum þar sem 4 meginþema verða lögð fram; 1. Íþróttir 2. Tómstundir 3. Útivist/ferðalög 4. Nýung - ungliðahreyfing Sjálfsbjargar Markmið er að virkja alla til þátttöku og að umræðuhópar skili niðurstöðum í lok ráðstefnu, þar sem kynntar verða ábendingar og hugmyndir hópanna. Undirbúningshópur hefur verið settur á fót sem stýra mun umræðuhópum en þeir eru: Andri Valgeirsson, Leifur Leifsson, Gunnar Guðmundsson, Einar Trausti Sveinsson, Jón Oddur Halldórsson, Alexander Harðarson, Eva Þórdís Ebenezersdóttir og Árni Rafn Gunnarsson. Ráðstefnugjald er kr. 1000. Innifalið er kaffi/meðlæti og kvöldverður með hópnum í lok ráðstefnunnar. ÍSÍ fargjald er í boði fyrir þá sem koma utan af landi. Gefa þarf upp bóku- narnúmer viðkomandi til ÍF. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu ÍF, Engjavegi 6, 104 Reykjavík í síma 514 40 80 / 514 40 83 / 897 5523 netfang; annak@isisport.is fyrir kl. 15.00 föstudaginn 5. mars. Þessar upplýsingar þurfa að berast til þessa hóps hvar á landi sem fólk býr og óskað er eftir aðstoð við að kynna verkefnið og hvetja til þátttöku Ráðstefna Hótel Sögu, laugardaginn 6. mars kl. 14.00 - 17.00 KAPPAKSTUR Michael Schumacher, sexfaldur heimsmeistari í For- múlu 1, segist vera hungraður sem aldrei fyrr í að vinna titilinn í sjöunda sinn. Orðrómur hefur verið uppi um að Þjóðverjinn ætli að hætta eftir þetta keppnis- tímabil. „Ég skil ekki hvers vegna það er svo erfitt fyrir fólk að skilja að ég er ennþá hungrað- ur í að vinna, „sagði Schumacher, sem er 35 ára. „Ef ég næ ekki toppnum mun ég berjast um að komast þangað aftur. Ég elska það sem ég geri og mig hefur aldrei langað til að gera neitt annað. Ég fæ líka borgað fyrir þetta og því spyr ég mig: „Hvers vegna ætti ég ekki að halda áfram við þessar aðstæður?“ ■ ROBBEN Heimsótti Old Trafford í janúar en samn- ingaviðræður við United sigldu í strand. SCHUMACHER Ætlar að verða heimsmeistari enn og aftur. Michael Schumacher: Hungraður sem aldrei fyrr Schumacher er geðþekkur náungi Gunnlaugur Rögnvaldsson, umsjónarmaður Formúlu 1 í Sjónvarpinu, heimsótti herbúðir Ferrari-liðsins á dögunum og ræddi við heimsmeist- arann Michael Schumacher. Í GÓÐUM GÍR Schumacher og Barrichello í góðum gír eftir enn einn sigurinn. Í ÚTSENDINGU Gunnlaugur, lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum í útsendingu frá Formúlunni í Sjónvarpinu. LIVERPOOL MÆTIR LEVSKI Liver- pool sækir Levski Sófíu frá Búlgaríu heim í síðari leik lið- anna 32 liða úrslitum í Evrópu- keppni félagsliða í kvöld. Talið er að Liverpool verði með óbreyttan leikmannahóp frá 2-2 jafnteflinu við Leeds um síðustu helgi. Fyrri leik Liverpool og Levski Sófíu lauk með 2-0 sigri Liverpool á Anfield Road. Steven Gerrard og Harry Kewell skoruðu mörkin á þriggja mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. 110.000 SVÍAR SKORA Á LARSSON Lennart Johansson, forseti UEFA, og Göran Persson forsætisráð- herra eru meðal 110.000 Svía sem hafa skorað á Henrik Larsson að leika með sænska landsliðinu í lokakeppni EM í sumar. Henrik Larsson hefur skorað 24 mörk í 72 A-landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í októ- ber 1993 en ákvað að hætta að leika með landsliðinu eftir Heimsmeistarakeppnina í Japan og Suður Kóreu sumarið 2002. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.