Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 47
47FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D TVÍHÖFÐI Þessir gaurar koma við sögu í nýju teiknimyndaþáttunum Tvíhöfða sem Hugleikur Dags- son hefur gert fyrir þá félaga Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr. Fyrsti þátturinn verður sendur út á PoppTíví í kvöld. Bókmenntaelítan klórar sér nú íhausnum yfir úthlutunum úr Launasjóði rithöfunda. Ekki er laust við að það hafi vakið nokkra hneykslan og gott ef ekki gremju að þeir Hallgrímur Helgason og Einar Kárason skuli hafa verið lækkaðir nið- ur í sex mánaða laun á þessu ári. Hallgrímur hef- ur verið með frjórri og hug- myndaríkari rithöfundum þjóðar- innar á síðustu árum og Einar var í hópi metsöluhöfunda fyrir síðustu jól með bók sinni Storm- ur. Úthlutunarnefnin var að þessu sinni skipuð þeim Ármanni Jakobssyni formanni, Ástráði Ey- steinssyni prófessor, og Kristínu Ástgeirsdóttur. Þeir sem eru móðgaðastir fyrir hönd rithöf- unda telja nærtækustu skýring- una á lækkun þeirra vera þá að báðir hafa þeir átt í ritdeilum við Ástráð þar sem ekki verði hægt að halda framtaks- eða iðjuleysi gegn þeim. Guðmundur Páll Ólafsson, Ingi-björg Haraldsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Sjón fengu að þessu sinni 3 ára rithöfundalaun. Ingibjörg hlaut Ís- lensku bókmennta- verðlaunin, í flokki fagurbók- mennta, fyrir ljóða- bók sína, Hvar sem ég verð, í fyrra en Sjón var tilnefndur í ár fyrir hina stuttu en feykigóðu bók Skugga-Baldur, rétt eins og Einar fyrir Storm. Hallgrímur hlaut verðlaunin árið 2001 fyrir Höf- und Íslands og Guðmundur Páll vann til Íslensku bókmenntaverð- launanna í flokki fræðirita árið áður fyrir hálendi Íslands. Það er því nokkuð ljóst að þaðer ekkert sérstakt samhengi milli tilnefninga til bókmennta- verðlaunanna og goggunarraðar- innar þegar það kemur að úthlut- un starfslauna en hinn margverð- launaði Guðjón Friðriksson lækkaði einnig niður í hálft ár að þessu sinni. Fréttiraf fólki Það hrundu allir netþjónar hjáokkur og símkerfið gaf sig þannig að ég varð að kaupa voða flotta símstöð til að taka við allri eftirspurninni,“ segir Einar Bárð- arson hjá Concert, sem auglýsti nýlega eftir stúlkum á aldrinum 18 til 26 ára í áheyrnarprufur fyr- ir „spennandi sumarverkefni“. Einar segir að hugmyndin sé að setja saman stelpuband og hér sé því um kjörið tækifæri að ræða fyrir stúlkur sem vilja koma sér á framfær og starfa við tónlist. Stelpubönd njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og sagan segir að hugmyndin sé að búa til ís- lenskar Sugababes sem eiga að trylla lýðinn í sumar. Einar gefur ekkert út á þann orðróm en leggur áherslu á að allar stúlkur sem uppfylla ákveðin skilyrði eigi möguleika. „Við viljum ekki gefa neitt upp um það nákvæmlega á eftir hverju við erum svo stelp- urnar fari ekki að útiloka sig fyr- irfram á einhverjum forsendum. Við viljum bara sjá sem flestar.“ Vinsældir Idol stjörnuleitar sýna svo ekki verður um villst að það er hægðarleikur að fá söng- elskt fólk til að daðra við frægð- ina en þar komust færri að en vildu. „Ég vona bara að við sjáum sem flestar stelpur úr Idol auk annarra sem hafa áhuga. Þær þurfa bara að vera tilbúnar til að syngja eitt lag, án undirleiks, fyr- ir lítinn hóp fagmanna úr tónlist- argeiranum.“ Áheyrnarprófið hefst klukkan 10 á sunnudaginn og eru áhuga- samar beðnar að koma á Nordica Hótel fyrir þann tíma. Prufan sjálf fer fram í aðalsal Nordica en fordyri aðalsalarins verður nokk- urskonar æfinga- og biðrými þennan dag. Þrjár til fjórar stúlkur verða valdar úr hópi umsækjenda og strax í kjölfarið verður hafist handa við æfingar og tónlistar- upptökur. ■ Frægð EINAR BÁRÐARSON ■ auglýsir eftir söngkonum á aldrinum 18- 26 ára. Þrjár til fjórar þeirra sem mæta í áheyrnarprufu á sunnudaginn verða fengnar til að setja saman stelpu- sveit undir handleiðslu fagfólks í tónlist- arbransanum. Leitin að íslensku sykurgellunum EINAR BÁRÐARSON Segir að þessi aðferð við að hafa upp á til- vonandi poppstjörnum geti gefið góða raun. „Þetta er alls ekki eina leiðin en þetta er leið sem getur verið gott að fara.“ SUGABABES Concert leitar að íslenskum hliðstæðum stúlknasveitarinnar og útilokar ekkert þegar kem- ur að því að velja í fyrsta íslenska stelpubandið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.