Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 34
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Bílar o.fl...
LAUGARDAGAR
Þar sem þú getur treyst á gæðin
YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082
Lífrænt ræktaðar vörur
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
HÓMÓPATI
Galdramatselja sem kynntist
íslenska saltfisknum í
portúgalskri sól.
Saltfisksgaldur:
Svimandi íslensk
og portúgölsk áhrif
Ég kolféll fyrir saltfisknumþegar ég eyddi sumarleyfinu
í Portúgal og var staðráðin í að
þróa minn eigin saltfiskrétt þeg-
ar heim kæmi,“ segir hómópat-
inn (smáskammtalæknir) Krist-
ín Kristjánsdóttir um leynivopn-
ið sitt í eldhúsinu; saltfisk með
sól, nokkuð sem menn skæla í
henni að fá aftur og aftur að
njóta. „Ég er á þeirri skoðun að
matur verði að líta vel út til að
vera lystilegur og þessi er svo
sannarlega fyrir augað. Fennelið
í honum gefur töfrandi pernod-
bragð. Fennel er mögnuð lækn-
ingajurt sem hefur bætandi
áhrif á meltingu, lækkar blóð-
þrýsting, er vatnslosandi og los-
ar fólk við nagandi sykurþörf.
Fennel er einnig gott fyrir önd-
unarfærin, róar hósta og er al-
gjörlega frábært fyrir mæður
með börn á brjósti, því það er
bæði mjólkuraukandi og kemur í
veg fyrir magapínu ungbarna.
Þetta er því meinhollur réttur
því litríkar paprikurnar eru upp-
fullar af c-vítamíni og útkoman
styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.“
Kristín segir saltfiskréttinn
skemmtilegan í langt borðhald
þar sem menn fá sér oftast smá-
vegis að smakka fyrst og svo aft-
ur og aftur. „Ég man þegar ég
hafði slegið smiðshöggið á
kokkerí þessa saltfiskgaldurs að
ég bauð íslenskum vinum í mat
sem höfðu búið langdvölum ytra.
Vissi að þeim langaði í bragðið
af Íslandi og fannst rétturinn
þjóðlegur þótt hann sé vissulega
með suðrænu ívafi líka. Þetta er
líka tilvalinn réttur til að kynna
saltfisk fyrir fólki, því margir
eru haldnir þeirri meinloku að
saltfiskur sé annars flokks mat-
ur, sem hann er svo sannarlega
ekki. Bragðið og áhrifin draga
andann upp og gera mann glað-
ari.“
Saltfiskur með sól
500 g útvatnaður saltfiskur
hveiti
ólífuolía
2 stórir laukar
2 stórir rauðlaukar
8 söxuð hvítlauksrif
5 stórir bufftómatar
3 paprikur; gul, rauð og græn
1 gott fennel
stórar svartar ólífur
Grænmetið er saxað niður og
gljáð við vægan hita í tuttugu
mínútur. Saltfiskurinn er soðinn
í fimm mínútur og þá kældur á
diski. Því næst er honum velt
upp úr hveiti og svissaður í
ólífuolíu á pönnu þar til hann er
orðinn gylltur. Þá er helmingur
grænmetisins settur ofan í eld-
fast mót, saltfisknum raðað þar
ofan á og restinni af grænmetinu
stráð yfir fiskinn ásamt ólífum.
Bakað í 30 mínútur við 200
gráður. Borið fram með soðnum
kartöflum, hvítu snittubrauði,
köldu smjöri, kældu hvítvíni og
nóg af ísköldu vatni. ■
Spínat er hollt, vítamínríkt ogjárnríkt. Bragðið er mjög
afgerandi og það því ekki að allra
skapi. Stjáni blái elskaði það eins
og frægt er, borðaði spínat og
varð hinn sterkasti af því.
Spínat á rætur sínar að rekja
til Persíu. Á miðöldum var það
selt ferskt eða eldað. Spínat var í
tísku á 17. öld þegar sykri var
bætt í vatnið sem það var eldað í.
Spínat er kalóríusnautt enda
vatn að miklum meirihluta. Ein-
ungis 20–30 kaloríur eru í 100
grömmum af spínati og er það
mjög auðmeltanlegt.
Spínat er oft borið fram sem
meðlæti með kjöti eða eggjum og
notað í fyllingar eða ferskt og gott í
salöt. ■
matur o.fl.
Stjáni blái elskaði það